Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 24

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 24
24 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þjóð í.shiJggi manndrápa Aldur gerenda í manndrápsmálum á Islandi frá 1920 til 1991 Fjöldi 25- 20 15 10 5 0 -22,2%--- ijP 19,4% h Ásetningsbrot: 52 Önnur mál: 56 Öll mál: 108 14,8% 14,8% 12,0%~ I I I I ■ I I I II 15 ára 16-20 21-25 26-30 31-35 36-40 41-45 46-50 51 árs Ekki og yngri ára ára ára ára ára ára ára ogeldri vitað Óhugur er í íslendingum vegna tíöra manndrápa á þessu ári. Alls liggja fimm manns í valnum. Guðmundur Guðjóns- son ræddi viö Guöjón Ólaf Jónsson lögmann sem ritaöi kandidats- ritgerð um manndráp til embættisprófs í lög- fræöi vorið 1992 og er því margfróður um þessi málefni. MANNSKEPNAN á ekkert dýr- mætara heldur en líf sitt og góða heilsu enda er þessum gæðum veitt rík refsivernd samkvæmt lögum. Manndráp hafa hins vegar ætíð fylgt mannkyninu og halda mætti að þeim fari nú fjölgandi á íslandi, a.m.k. hafa manndrápsmál aldrei verið fleiri á einu ári heldur en nú. Manndráp, einkum af ásetningi, eru í hópi þeirra afbrota sem vekja hvað mestan viðbjóð og hrylling meðal manna. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður kannaði öll manndrápsmál á íslandi frá árinu 1920 og til ársins 1991. Síðasta árið, ’91, voru framin fjög- ur manndráp og þrjú árið 1992. Tvö árin 1996, 1997 og 1999. Árin 1994,1995 og 1998 voru hins vegar engin manndráp framin á íslandi og bendir það til þess að sveiflur séu í þessu eins og svo mörgu öðru og nú sé mikil uppsveifla. Guðjón fer um víða völlu í ritgerð sinni og hefst hún á ítarlegu sögulegu yfirliti á skil- greiningum manna á manndrápum og refsing- um. Síðan er tæpt á lögum í nágrannalöndum okkar og einnig farið yfir helstu þætti almennu hegningarlaganna frá 25. júní 1869. Hugtakið „fullframning" er tekið til skoðunar, en í at- hugasemd við 211 grein hegningarlaganna segir m.a. að „brot er ekki fullframið, nema það hafi haft dauða í för með sér.“ Fyrr á tímum taldist maður dauður á íslandi ef andardráttur og hjartsláttur var hættur. Á íslandi í dag er viðmiðunin hins vegar heiladauði. Guðjón lögmaður leggur áherslu í athugun- um sínum á mál sem heyra annars vegar undir 211 grein og hins vegar 211 grein sbr. 20 grein. Fyrra snýst um manndráp af ásetningi, full- framið, hitt um tilraun til manndráps af ásetn- ingi. Miðar hann við mál á umræddum árum þar sem kært var samkvæmt umræddum laga- greinum, en dómsuppkvaðning kvað kannski á við um annað, en það er annað mál og snýst um að jafnan þarf að sanna ásetninginn og það tekst ekki alltaf. VERKNAÐARAÐFERÐIR Guðjón flokkar fyrst það sem hann kallar verknaðaraðferðir. Alls er um 76 ákærur í 67 málum og út úr þeim komu 52 sakfellingar í 50 málum. Eggvopn voru notuð i 35 tilvikum og barsmíðar í 20. Kyrking „og fleira" er í 9 mál- um og sami fjöldi er þar sem skotvopn eru not- uð. í tveimur tilvikum eru manndrápin fram- kvæmd með bruna og eitt dæmi er um eitrun. Ef aðferðir brotamanna eru skoðaðar nánar þá var í tíu tilfellum notuð barefli og í átta til- vikum hnefahögg. I tveimur tilvikum var fórn- arlömbum slegið við, m.a. kornabami utan í vegg. Bareflin sem um ræðir eru spýtur, flösk- ur, kylfur, steinar, hamrar, sleggjur og skóflur. Manndráp með bruna voru sem fyrr segir tvö, í öðru tilvikinu hellti kona bensíni yfir eig- inmann sinn sem svaf ölvunarsvefni og lagði eld að, í hinu tilfellinu hellti brotamaðurinn lakkþynni yfir fómarlambið eftir að hafa barið það með jámröri í höfuðið og lagt tvisvar til þess með skrúfjárni. Það var þó bmninn sem dró manninn til dauða. Eggvopn voru notuð í 28 málum hér á landi þar sem gerendur vora sakfelldir fyrir manndráp eða manndrápstilraun. Það er 56% af heildarfjölda mála. Um fullframið brot, þ.e.a.s. þolandinn lét lífið, gegn 211. grein var að ræða I 19 málanna, þar af höfðu ákærðu í tveimur þeirra jafnframt gerst sekir um til- raunabrot. í níu tilvikum voru ákærðu dæmd fyrir tilraun til manndráps. Guðjón segir að notkun eggvopna hér á landi sé mjög einhæf, í öllum tilvikunum 28 sem áður var getið var hnífum beitt, en slíkt þurfi ekki að koma á óvart þar sem þeir era sérlega aðgengi- legir og til á hverju heimili. Athygli veki að manndráp með exi vora ekki skráð á þeim ár- um sem Guðjón athugaði þó slíkt sé vel þekkt annars staðar, m.a. á Norðurlöndunum. í tveimur málum vora skæri einnig notuð auk hnífa og í einu tilviki, er tveir menn bönuðu af- greiðslumanni á bensínstöð árið 1991, var banasárið veitt með hálfs metra langri mel- spíra, en það er áhald sem að öllu jöfnu er not- að til að splæsa víra. Venjulegir eldhúshnífar urðu oftast fyrir valinu, eða átta sinnum, sjö sinnum var ókunnugt um hvemig hnífur var notaður, vasahnífur fimm sinnum, fjaðurhnífur þrisvar, flökunarhnífur tvisvar og veiðihnífur tvisvar. I langflestum tilvikum var það gerand- inn sem sjálfur átti vopnið, en í fimmtungi til- vika brotaþolinn sem átti vopnið. Fjöldi áverka sem brotaþolar hlutu vora af- ar mismargir. í níu tOvikum var aðeins ein stunga og í eitt skipti var einn skurður. í önnur tíu skipti var um 2-4 stungur að ræða, en í nokkrum tilvikum voru áverkar fleiri og í lang- flestum tilvikum var um stungur að ræða frem- ur en skurði. I einu tilviki var hnífi og tvennum skæram beitt og vora stungur um eða yfir 20. í öðru tilviki var kona vegin með 31-32 stungum og skurðum og í enn öðra tilviki réðst maður að vangefinni vinkonu sinni og veitti henni um 90 áverka víða um líkamann. Fundust m.a. 72 göt á peysu fómarlambsins. Áverkar á útlimum era sjaldgæfir, oftast era þeir á brjósti og kvið- arholi, en næstoftast á baki og síðum. Á athugunartíma Guðjóns vora manndráp með hrindingum fátíð og metin sem gáleysi og aðeins tvö dæmi vora um manndráp með kyrk- ingu. Tvö dæmi vora um eitran, annað reyndar frá árinu 1914 þar sem kona setti 35 grömm af rottueitri í skyr sem hún skenkti bróður sínum. Konan var dæmd til að sæta lífláti. Hitt dæmið er frá 1928 er gerandi reyndi að deyða 11 mán- aða gamalt barn sitt með því að hella saltsýru upp í munn þess. Maðurinn reyndist ósakhæf- ur. Þá er aðeins ógetið um hlut skotvopna, en sex einstaklingar sem sakfelldir vora fyrir fullframið manndráp á athugunartímanum reyndust hafa notað skotvopn, auk þess sem tveir til viðbótar vora sekir fundnir um tilraun til manndráps með sama hætti. Auk þess er óupplýst manndráp á leigubílstjóra með skot- vopni frá árinu 1968. Níu dómar hafa því verið felldir og í þeim tilvikum var riffli beitt fjóram sinnum, haglabyssu þrisvar og skammbyssu tvisvar. Algengast var að brot væri framið með einu skoti, en í öðram tilvikum var skotið allt að fimm sinnum. Þá var oftast skotið í höfiið og í einu tilviki var skotið fjórum skotum í höfuð og einu í öxl. ÞRÓUN VERKNAÐARAÐFERÐA í ritgerð Guðjóns er athyglisverð úttekt á því sem hann kallar þróun verknaðaraðferða. Þar stendur: „Frá setningu núgildandi hegn- ingarlaga 1940 til ársloka 1990 vora framin 44 brot gegn 211. grein hegningarlaganna. Eru þá meðtalin bæði fullframin brot og tilraunabrot. Hið fyrsta þeirra átti sér stað árið 1947 og var raunar eina brotið þann áratuginn. Var egg- vopn notað við framkvæmd þess. Á árunum 1951-1960 voru brotin orðin fjögur. Þá var skotvopnum beitt við helming þeirra, en egg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.