Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 25
h
Morgunblaðið/Júlíus
Flokkun verknaðaraðferða í manndrápsmálum á fslandi frá 1920 til ársloka 1991
Ákærðir Dómsmál Sakfelldir Dómsmál
Aðferð Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
Barsmíðar 20 26,3% 14 20,6% 6 11,5% 5 70,0%
Bruni 2 2,6% 2 2,9% 2 3,8% 2 4,0%
Eggvopn 35 46,1% 34 50,0% 29 55,8% 28 56,0%
Eitrun 1 1,3% 1 1,5% 1 1,9% 1 2,0%
Kyrking o.fl. 9 11,8% 8 11,8% 6 11,5% 6 72,0%
Skotvopn 9 11,8% 9 13,2% 8 15,4% 8 16,0%
SAMTALS: 76 100% 67 100% 52 100% 50 100%
Skipting verknaðaraðferða í manndrápsmálum á 5 ára tímabil, á árunum 1971-1990
1971-1975 1976-1980 1981-1985 1986-1990
Aðferð Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
Barsmíðar 0 0,0% 3 30,0% 0 0,0% 0 0,0%
Bruni 0 0,0% 0 0,0% 2 25,0% 0 0,0%
Eggvopn 4 66,7% 3 30,0% 4 50,0% 9 81,8%
Kyrking 0 0,0% 2 20,0% 1 12,5% 2 18,2%
Skotvopn 2 33,3% 2 20,0% 1 12,5% 0 0,0%
SAMTALS: 6 100% 10 100% 8 100% 11 100%
Atvinna gerenda í manndrápsmálum á Islandi
1920 tíl 1991 Hl Ásetningsbrot:
Önnur mál:
Ásetn. Önnur Oll mál
Atvinna brot mál Fjöldi Hlutfall
Forstj./framkv.stj. 1 2 3 2,8% 1
Við verslun/þjón. 0 7 7 6,5% f
Smiður 1 2 3 2,8% (
Verkafólk 13 11 24 22,2%
Sjómenn 10 14 24 22,2% I
Bifreiðarstjórar 5 3 8 7,4% [
Heimvinnandi 3 0 3 2,8% [
Ritstörf 2 0 2 1,9% I
Nemar 2 0 2 1,9%
Atvinnul./öryrki 9 9 18 16,7%
Annað 4 2 6 5,7%
Ekki vitað 2 6 8 7,4%
SAMTALS: 52 56 108 100%
Tíðni manndrápa á Islandi frá 1921 til 1990
Fjöldi
35
30
25
20
15
10
5 3,3%-—2,2%
0
Ásetningsbrot: 46
Önnur mál: 45
Öll mál: 91
.37,4%
28,6%
16,5%
20,9%
1921-30 1931-40 1941-50 1951-60 1961-70 1971-80 1981-90
vopni og kyrkingu í sitt hvort skiptið. Fjöldi
brota var sá sami næsta áratug á eftir. í tveim-
ur þeirra var eggvopni beitt við framkvæmd
brots, í eitt skipti skotvopni og brotaþoli barinn
til bana í einu tilviki. Á árunum 1940-1970 voru
því samtals framin níu brot gegn 211. grein
hgl. I þriðjungi tilvika voru skotvopn notuð, en
eggvopn í 44,4% þeirra. Áratuginn 1971-1980
reyndust brotin vera fjórfalt fleiri en á næstu
tveimur áratugum á undan, hvorum um sig,
eða 16 talsins. Þá voru eggvopn notuð í 43,8%
tilvika, en skotvopn í 25% þeirra. Þrisvar sinn-
um var mönnum banað með barsmíðum og
tveir gerendur kyrktu fómarlamb sitt. Notkun
eggvopna fór enn vaxandi á níunda áratugnum.
Voru þau notuð í 13 af 19 skiptum, þar sem
brotið var gegn 211. greininni, en þau nema
68,4 af hundraði tilvika. Skotvopni var hins
vegar eingöngu beitt einu sinni (5,3%) og kyrk-
ingu þrisvar (15,8%). Á þessum áratug kom
einnig til ný brotaaðferð, þar sem í tveimur
málum (10,5%) háttaði svo til, að gerendur
sviptu brotaþola lífí með því að kveikja í hon-
um. Athygli hlýtur að vekja, hversu hlutdeild
skotvopna hefur minnkað mikið af heildar-
fjölda brota, þó svo að fjöldi tilvika hafi haldist
óbreyttur, þ.e. 1-2 á áratug.
Guðjón benti í samtali á mikla aukningu á
notkun eggvopna og ljóst að sú þróun hefði
haldið áfram til dagsins í dag þótt ekki hefði
hann tölur þar að lútandi. Það væri ekki aðeins
notkun eggvopna í manndrápsmálum, heldur
einnig mikil fjölgun í líkamsárásum þar sem
hnífum væri beitt. Aðrar verknaðaraðferðir
hefðu haldið í horfinu, en þó væri athyglisvert,
að manndrápsmálin á þessu ári hefðu verið
hvert með sinni aðferðinni, eitt með skotvopni,
eitt með eggvopni, eitt með barsmíðum, eitt
með kyrkingu og eitt með hrindingu.
KARLAR DREPA FREKAR
Á umræddum árum voru karlar í miklum
meirihluta gerenda, eða um 90% tilvika og not-
uðu þeir öll helstu meðölin, t.d. eggvopn, byss-
ur, kyrkingar og barsmíðar. 9,6% af sakfelld-
um einstaklingum eru konur. í þeim fimm
málum, sem konur eiga aðild að, reyndust ger-
endur í þremur þeirra sakhæfir, en ein kona
sem tvívegis var sakfelld, var talin ósakhæf í
bæði skiptin. I umræddum málum var egg-
vopnum beitt í fjórum tilvikum, en í einu
kveikti konan í manni sínum. Konur höfðu á
þessum árum aldrei svipt annan mann lífi með
skotvopnum, barsmíðum eða kyrkingu. í um-
ræddum málum beindust brotin í öllum tilvik-
um þáverandi eða fyrrverandi maka, unnusta
eða sambýlismanni.
Um tíðni brota á umræddu tímabili ritaði
Guðjón: „Á sjötíu ára tímabili, frá 1921-1990,
var að meðaltali framið brot gegn 211. grein
hgl á eins og hálfs árs fresti (0,66 brot að með-
altali á ári). Frá 1971-1990 var hins vegar brot-
ið gegn greininni með rúmlega hálfs árs milli-
bili að meðaltali (1,75 brot að meðaltali).
Samkvæmt niðurstöðu rannsókna voru hér á
landi árlega framin að meðaltali 0,052 manndr-
áp á hverja 100.000 íbúa á árunum 1900-1939
og 0,718 á hverja 100.000 íbúa á árunum 1940-
1979. Tíðni manndrápa jókst því því um 1281%
milli umræddra tímabila, meðan íbúum fjölgaði
um 81%. Á árunum 1970-1979 voru manndráp
á ári hverju að meðaltali 0,97 á hverja 100.000
íbúa. Tíðni manndrápa hérlendis mun því vera
svipuð og í öðrum löndum Evrópu.
EITT OG ANNAÐ
í lok ritgerðar sinnar dregur Guðjón Ólafur
saman ýmsar upplýsingar sem fram komu við
rannsóknir hans: „Brot virðast helst vera
framin í byijun árs og í fyrri hluta mánaðar. Þá
eiga brotin sér einkum stað um helgar, að næt-
urlagi eða snemma morguns. Ósakhæfir ger-
endur fremja brot sín þó óháð vikudegi. Hinir
refsiverðu verknaðir eru nær eingöngu bundn-
ir við þéttbýli, einkum við höfuðborgarsvæðið.
Algengast er að eggvopnum sé beitt við fram-
kvæmd þeirra.
Gerendur voru í níu af hveijum tíu tilvikum
karlar, oftast á aldrinum 16-30 ára. Var meðal-
aldur brotamanna 28,6 ár. Konur meðal ger-
enda voru mun eldri en karlar. Brotamenn
stunduðu einkum sjómennsku og verkamanna-
störf eða voru atvinnulausir. Þeir voru yfirleitt
lítið menntaðir og að meðaltali greindarminni
en aðrir. Þrír af hverjum fjórum voru undir
áhrifum vimuefna er þeir frömdu brot sitt.
Flestir áttu við einhverja sálræna erfiðleika að
stríða. Að auki áttu margir gerendur við fé-
lagsleg vandamál að etja, einkum drykkjusýki.
Brotamenn höfðu yfirleitt áður gerst brotlegir
við lög, þar af rúmur helmingur við almenn
hegningarlög. Langflestir þeirra höfðu setið í
gæsluvarðhaldi til uppkvaðningar endanlegs
refsidóms eða dóms um öryggisgæslu. Meðal-
refsing fyrir fullframið manndráp af ásetningi
var 12,1 ár, en 6,1 ár fyrir tilraunabrot. Af þeim
brotamönnum, sem fengið höfðu skilorðs-
bundna náðun eða reynslulausn af eftirstöðv-
um refsingar sinnar, höfðu 73,1% afplánað
helming refsivistar eða meira. Höfðu flestir
þeirra afplánað mestan hluta dóms síns í fang-
elsinu á Litla-Hrauni. Þeir gerendur sem
dæmdir höfðu verið í öryggisgæslu sbr. 62
grein hegningai-laganna höfðu flestir setið af
sér slíka gæslu um tíma í fangelsi. Þar af höfðu
nokkrir dvalist á refsivistarstofnunum mestan
hluta þess tíma, sem þeir tóku út öryggis-
gæslu, sumir svo árum skipti. Rannsókn leiddi
þó í ljós breytingu að þessu leyti og var enginn
þeirra fimm einstaklinga, sem sátu í öryggis-
gæslu, þegar rannsóknin var gerð, í fangelsi. Á
sama tíma voru dómþolar í afplánun á Litla-
Hrauni fyrir brot gegn 211. grein eða 211., sbr.
20. grein hegningarlaganna.
Brotaþolar voru af báðum kynjum og var
samsetning þeirra önnur en meðal gerenda.
Reyndust tveir af hverjum fimm vera konur.
Brotaþolar voru að meðaltali rúmu fimm og
hálfu ári eldri en brotamenn. Var aldursdreif-
ing þeirra og mun meiri en brotamanna. Rúm-
lega 40% brotaþola var eða hafði verið í fjöl-
skyldu- eða tilfinningasambandi við
brotamann um lengri tíma. Virtust konur í hópi
brotaþola frekar tengjast eða hafa tengst
brotamanni tilfinningaböndum. Þriðjungur
brotaþola þekkti brotamann lítið eða ekki.
Reyndust brot í auknum mæli beinast að vin-
um og kunningjum brotaþola, svo og þeim, sem
hann þekkti lítið eða ekki. Brot kvenna og
ósakhæfra gerenda bitnuðu oftast á þeim, sem
viðkomandi var eða hafði verið í fjölskyldu-
sambandi við. 155,6% tilvika var brotaþoli und-
ir áhrifum vímuefna. Þá var brotamaður,
brotaþoli eða báðir undir áhrifum slíkra efna í
82% þeirra mála, þar sem sakfellt var íyrir
fullframið manndráp af ásetningi eða tilraun.
Brotin voru því yfirleitt samfara neyslu áfengis
eða annarra vímuefna.
Á 40 ára tímabili, frá 1952-1991, hafði átta
sinnum háttað svo til, að gerandi hafði svipt
annan mann lífi og fyrirfarið sér síðan. Reynd-
ust gerendur í öllum tilvikum karlar. Voru þeir
að meðaltali mun eldri en aðrir gerendur. Þá
notuðu flestir þeirra skotvopn við framkvæmd
verknaðarins. I ljós kom einnig að 15,3% þeirra
sem sakfelldir voru fyrir brot gegn 211. grein
eða 211., sbr. 20. grein hegningarlaganna
höfðu reynt að svipta sig lífi eða hugleitt það.“
EGGVOPNIN íSÓKN
Eins og fram hefur komið, nær rannsókn
Guðjóns til ársins 1991, en síðan hafa komið
upp 15 manndrápsmál, svokölluð „fullframin",
þriðjungur þeirra á þessu ári. Enn fremur eru
einhver óleyst manndráp og mannshvörf sem
ekki er vitað hvort falli undir manndráp þó
grunur hafi á stundum verið til staðar. Guðjón
segir að þó sig skorti gögn eftir árið 1991 þá sé
ljóst að tíðni eggvopna sé helsta breytingin.
Áukning á notkun þess háttar vopna hafi verið
byijuð á rannsóknartíma sínum og tilhneiging-
in síðan hafi verið hin sama. Þar sjái menn auk
manndrápa, fjölmargar líkamsárásir þar sem
eggvopn eru dregin fram og þeim sveiflað.