Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ I FYRIRRUMI Kolbrún Oddsdóttir er í hópi þeirra fyrstu hér á landi sem lögóu fyrir sig landslagsarkitektúr. Hún hefur feng- ist viö fjölþætt verkefni sem vakið hafa athygli. Hildur Einarsdóttir ræöir viö hana um starf hennar en í því hef- ur hún á ýmsan hátt farið óhefóbundnar leiðir. FERÐINNI er heitið til Hveragerðis þar sem Kolbrún býr og starfar sem umhvefisstjóri. Það tekur ekki lang- an tíma að aka á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Af Kambabrún blasir blóma- og heilsubærinn við. Eitt elsta kennileiti bæjarins, hvítur gufustrókur, sem liðast upp úr jarðhitasvæðinu í miðju bæjarins, bærist fyrir léttum andvara og í fjarlægð minnir hann á flögrandi fuglahóp. Blaðamaður minnist frásagnar sem hún heyrði í æsku af hverafuglunum sem menn þóttust sjá í bænum endur fyrir löngu og áttu að hafa synt á hver- unum en stungu sér í suðuna þegar menn nálg- uðust. Þegar ekið er að húsi Kolbrúnar sem stend- ur undir Hamrinum í bænum má sjá stafla af túntökum í innkeyrslunni. Húsráðandinn er greinilega önnum kafinn við að móta sitt næsta nágrenni. Þarna efst í Hveragerðisbæ býr Kol- bnín með tveim dætrum sínum, þeim Þórhildi og Katrínu, sem eru á unglingsaldri. Hún býður til stofu og við setjumst við út- skorið borðstofuborð og skröfum saman. Þeg- ar fer að rökkva kveikir hún á kertaljósakrón- unni fyrir ofan borðið. Mild birtan og kyrrðin að utan smýgur inn í sálirnar. „Ég er fædd í Reykjavík árið 1957. Skömmu eftir fæðingu fluttust foreldrar mínir til Bandaríkjanna þar sem faðir minn, Oddur Benediktsson, fór í nám í verkfræði en síðar í tölvunarfræði og lauk doktorsprófi í þeirri grein. Móðir mín, Hildur Hákonardóttir, vef- ari, vann á þessum árum heima. Tveim og hálfu ári síðar kom Hákon bróðir minn í heiminn en hann starfar nú sem kvik- myndagerðarmaður. Við bjuggum í Bandaríkj- unum til ársins 1963 þegar við fluttum aftur heim til íslands. Það var einmitt árið sem ösp- in kól,“ segir Kolbrún. í síðustu orðunum gæt- ir dapurleika og þarfnast þau skýringar. „Jú, fyrst eftir heimkomuna bjuggum við í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg hjá afa og ömmu, Hákoni Guðmundssyni, yfirborgardómara og Ólöfu Árnadóttur konu hans. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar afi fór með mig út í garðinn sem er vaxinn þéttum skógi. Sagði hann mér frá því að þegar ég hefði fæðst hefði hann gróðursett ösp sem hafði kalið í miklu hreti þá um páskana. Hitastig hafði fallið um 20° á nokkrum klukkustundum þannig að plöntusafi trésins fraus og frumumar sprungu. Mér er þetta minnisstætt vegna þess hve afi var harmi sleginn og ég tók þátt í sorg hans. Þá áttaði ég mig á því hvað ræktun gat verið erfið á íslandi og hvað þarf mikla alúð og elju til að hún takist vel. Sjálf var ég að koma úr um- hverfi með miklum og fjölskrúðugum gróðri sem þótti svo sjálfsagður. ákon afi minn var áhugamaður um skó- grækt og taldi að sérhver íslendingur ætti að rækta einn hektara lands og skila því uppgræddu til komandi kynslóða en það var hann einmitt að gera í garðinum sínum í Bjarkarhlíð." Kolbrún rifjar stuttlega upp dvöl sína í Bandaríkjunum en þar bjuggu foreldrar henn- ar í sjö ár. „Ég var þar í skóla frá 5 ára aldri sem var rekinn af kaþólikkum. Á uppvaxtarár- unum lærði ég eingöngu að tala amerísku því einn helsti uppeldisfræðingur þess tíma dr. Spock, taldi ekki æskilegt að kenna börnum nema eitt tungumál í einu. Þegar ég flutti heim og fór í skóla kunni ég því ekki stakt orð í ís- lensku. Eftir heimkomuna fannst mér erfitt að læra íslenskuna. Sérstaklega fannst mér snúið að beygja nafnorðin. Það sem bjargaði mér var að ég hafði góðan kennara sem lagði það á sig að kenna mér íslensku í frímínútunum þegar hún átti sjálf frítíma. Föðursystir mín Ragnheiður Benediktsdóttir sem er afbragðs kennari tók mig í tíma í íslenskri málfræði. Ætli þessi vandræði með móðurmálið hafi ekki orðið til þess að ég fór fljótlega að hafa töluverðan áhuga á íslenskri menningu,“ segir hún hugsi. „Ég hafði til dæmis mjög gaman af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Afi minn hafði það fyrir sið að sitja inn í stofu í Bjarkarhlíð við snarkandi arineld og lesa þjósögumar fyrir okkur krakkana meðan við kúrðum í fanginu á honum. Hann hafði það líka fyrir venju að lesa upphátt fyrir ömmu meðan hún vann heimilis- störfin. * g hafði hins vegar alist upp við það í Bandaríkjunum að nútíminn væri svo merkilegur. Þegar ég kynntist íslensku þjóðsögunni opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Eg fór að velta því fyrir mér hvernig var að búa í híbýlum eins og torfbæjum sem voru dimm og lýst upp með smá Ijóstýru á vetrum. Ég var alin upp við ameríska sjónvarpið og það kom óneitanlega aftan að mér að fólk skyldi hafa búið á íslandi á þennan hátt. Síðar fór ég að velta því fyrir mér hvemig þessi hús vom byggð og hvar menn fengu efnivið í þau en þá er ég orðin eldri og þessi áhugi tengist námi mínu og því sem ég fór að starfa við síðar. Ég gerði mér líka smám saman grein fyrir því að við yrðum að virða og varðveita menningarar- fleifðina og að við þyrftum að taka hana með okkur inn í framtíðina." Eftir grunnskólann fór Kolbrún í Mennta- skólann við Hamrahlíð og stundaði þar nám tvo vetur en söðlaði síðan um og fór í Garð- yrkjuskóla ríksins. „Þá var ég komin með mik- inn áhuga á umhverfismálum og ræktun en um þau mál var lítið fjallað í menntaskólum lands- ins. Ég var á þeim tíma að lesa bækur eins og Blueprint of survival eða Heimur á heljarþröm eins og bókin heitir á íslensku og er samantekt margra vísindamanna á því hvernig við erum að ganga á auðlindir jarðar og nauðsyn þess að komandi kynslóðir fái notið þeirra gæða sem felast í heilnæmu umhverfi og náttúruauðlind- um. ippamenningin setti líka sitt mark á mig. Ég hreifst af fólkinu sem fluttist út fyrir stórborgina og lifði á litlum býlum og stundaði lífræna ræktun og seldi í verslanir. Ég átti þá hugsjón á þeim tíma að byggja vistvænt hús sem allt var gert úr nátt- úrulegum efnum og ætlaði að rækta lífrænt grænmeti í garðinum. Ég var líka alin upp við þá hugsun að það sem maður ræktaði eða byggi til sjálfur væru mun hollara en það sem keypt væri í verslun. Ég var óþolinmóð á þessum árum og vildi takast á við þessa hluti strax. Garðyrkjuskól- inn var eini skólinn hér á landi sem fékkst við umhverfísmennt. Ég hafði í unglingavinnunni á sumrin unnið ræktunarstörf eins og aðrir og gróðursett tré í Heiðmörk og vann síðar í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. A þessum árum var mikil vakning í umhverfismálum. Þá voru náttúruverndar- samtökin Landvernd meðal annars stofnuð." Kolbrún komst fljótlega að því að lífræn ræktun var ekki kennd í Garðyrkjuskólanum heldur var hægt að velja á milli skrúðgarð- yrkju og ylræktar. „Ég ákvað þá að fara í yl- ræktina," segir hún. Af hverju? „Æ, ég veit það ekki. Foreldrar mínir voru ekkert hrifnir af þessari kúvendingu í náminu. Ef til vill skynjuðu þau að ég var ekki alveg viss um hvað ég vildi. Þau töldu lykilinn að framtíðinni felast í langskólamenntun. Mér var ráðlagt að fara fyrst í hefðbundið garðyrkju- nám og síðar gæti ég lært um lífræna ræktun. Þeir voru taldir sérvitringar sem stunduðu líf- ræna ræktun á þeim tíma. egar ég lauk ylræktamáminu árið 1976 fjallaði lokaritgerðin mín um vatns- ræktun sem er ræktun grænmetis í steinull og var algjör nýjung á þeim tíma og er töluvert notuð enn.“ Enda þótt draumur Kolbrúnar um að rækta lífrænt hafi ekki orðið að veruleika á þessum árum þá er hann að rætast núna. I gróðurhúsi fyrir aftan húsið hennar ríkir Miðjarðarhafs- loftslag og þar ræktar hún kirsuberjatómata, vínber, hindber og ýmsar kryddjurtir eins og rósmarín og sítrónumelissu. Kolbrún segir að hún hafi fljótlega áttað sig á því í náminu í Garðyrkjuskólanum að hönn- unarþátturinn var það sem hún hafði mestan áhuga á. Eftir Garðyrkjuskólann fór hún því aftur í Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. „Ég var ákveðin í að fai-a í nám í landslagsarkitektúr en á þeim tíma höfðu tiltölulega fáir lagt það fyrir sig hér á landi. Þegar ég var í verknámi í ylrækt mælti danskur lærifaðir minn með því að ég færi í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn en þar er námsbraut sem útskrifar landslags- arkitekta og innritaðist ég í þá deild. „Námið gagnaðist mér,“ segir Kolbrún þeg- ar hún er spurð að því hvað hún hafi einkum lært á þeim sex árum sem námið tók. „Ég lærði meðal annars að brjóta ýmis hagnýt vandamál til mergjar eins og hvernig nota á mismunandi svæði þannig að almenningur njóti þeirra sem best. Hvaða plöntur teljast hentugar við ákveðnar aðstæður og hvernig aðgengi og umhirðu á að vera háttað. Einnig veltum við fyrir okkur yfirbragði þeirra svæða sem við vorum að hanna. Átti það að vera nátt- úrulegt og vernda fjölbreytileikann eða átti að leggja áherslu á beinar línur og fáar plöntuteg- undir til að ná fram einfaldleika og sterkum áhrifum? * g lærði líka sjálfstæð vinnubrögð og hug- tök sem tengjast sérsviðum sem ég átti síðar eftir að kynnast. Þau voru kennd til að auðvelda okkur að starfa með fagfólki í öðr- um greinum. Svo lærði ég líka að ræða ítarlega þau vandamál sem geta komið upp þegar verið er að hanna umhverfi. Aðferðir Dana við að nálgast verkefnin er að ræða um þau frá sem flestum hliðum. Þetta getur auðvitað verið mjög gagnlegt og nauðsynlegt en var í raun al- veg nýtt fyrir mér. Sem íslendingur var ég ekki vön að ræða einhver vandamál heldur var með lausnir á reiðum höndum. Mín reynsla af Dönum er þó sú að þeir eyði of löngum tíma í að velta sér upp úr vandamálunum og eigi erf- itt með að komast að niðurstöðu. Þeir kalla þetta „problemformuleringu“ í Danaveldi. Ég held að við eigum ekkert orð á íslensku yfir þetta hugtak! Danir voru á þessum tíma mjög uppteknir af því að hanna hjólastíga og því hvemig grænu svæðin ættu að vera innan borganna. Þar eð það var of kostnaðarsamt að hanna skrúðgarða eins og þeir höfðu gert um aldir hönnuðu þeir stærri samhangandi útivistarsvæði sem klufu íbúðarbyggðina og tengdust miðkjama bæja eðaborga. Ég lauk náminu með að hanna grænan fleyg frá Skúlagötu og út í Skerjafjörð. Á þessu svæði era Arnarhóll, Tjörnin og Vatnsmýrin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.