Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 35

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 35 Hugmynd um jöfnuð „Þetta er eins ogþegar kommún- istaflokkurinn sagði að flokkurinn myndi sjá um allt. “ Giinter Grass Helstu rökin gegn einkavæðingu í heilbrigðisþjón- ustu eru þau, að með því fyrir- komulagi skapast hætta á að forgangsröðun verði í raun á forsendum ríkidæmis, en ekki á þeim forsendum að þeir sem helst þurfi á þjónustunni að halda eigi greiðastan aðgang að henni. Það er að segja, með einkavæðingu í heilbrigðisþjón- ustu yrði raunin sú, að hinir ríkustu verði fyrstir. Skoðanaskipti um það, hvort beita eigi markaðslausnum á vanda heilbrigðiskerfisins, snúast ekki fyrst og fremst um það hvort sé betra, frelsi eða höft. Þau eru ekki barátta tals- manna nútíma og frelsis við af- dankaða vinstrisinna með „gam- aldags“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson skoðanir. Skoðana- skipti um einkavæðingu í heilsugæslu snúast um það, hvort markaðslausnir séu við- eigandi í heilbrigðismálum. Ein mest knýjandi spurningin í þessu máli er sú, hvernig stytta megi biðlistana - röð þess fólks sem bíður eftir því að komast að í misnauðsynlegar aðgerðir. Þessi spurning er því um hvernig skuli skipa í for- gangsröð. Andstæðingum einka- væðingar í heilbrigðisþjónustu þykir ekki rétt, að þessi for- gangsröð ráðist af því hver á mest af peningum. Þeir vilja ekki að hinir ríkustu verði fyrstir. Ef talsmenn einkavæddrar heilsugæslu (til dæmis Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Morgunblaðið) gætu svarað þessum rökum myndu umræð- urnar um þetta mál - sem er talsvert mikilvægt, svo ekki sé meira sagt - taka risaskref fram á við. Og ef þessir sömu talsmenn gætu fært fram sann- færandi mótrök (óskiljanleg rök að hætti Hannesar Hólmsteins duga ekki) eru allar líkur á að andstæðingum einkavæðingar í heilsugæslu myndi fækka - að minnsta kosti um einn. Grundvallarástæða þess að þetta mál er yfirleitt til umræðu er auðvitað sú, að heilbrigðis- kerfið er í vanda. I því er lítið af peningum. Þess vegna segja margir - og líklega fer hópur þeirra stækkandi - að ekki sé um annað að velja en að leyfa einkarekstur. Það létti byrðum af hinu opinbera og leiði til hag- ræðingar. Hvort tveggja er vafasamt. Um fyrstu forsenduna, frum- forsenduna, geta allir verið sammála. Að kerfið sé í vanda sökum fjárskorts. Önnur for- senda einkavæðingarsinna er sú, að hið opinbera geti ekki staðið straum af kostnaðinum við heilbrigðiskerfið. Af þessum tveim forsendum er síðan dreg- in sú niðurstaða, að einka- rekstur hljóti að koma til. Það er forsenda númer tvö sem er vafasöm og gerir að verkum að hriktir i röksemdafærslunni. Nánar til tekið er það sú full- yrðing að hið opinbera „geti“ ekki borgað brúsann, sem um má deila. Líklegra er, að einka- væðingarsinnum þyki sem ríkið „eigi“ ekki að sjá um heilsu- gæslu, heldur skuli einkaaðilar fá að spreyta sig á markaði. Hvort hið opinbera „getur“ er fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Þannig eru einkavæðingarsinnar líklega í rauninni reknir áfram að hug- sjón, en dulbúa sig með orðum um hagkvæmni. Reyndar er margt sem bendir til að hagkvæmnirökin þeirra standist ekki heldur. Það er að segja, að einkarekin heilsugæsla sé síst hagkvæmari en opinber. Þó ekki væri nema út af því að í einkarekstri þarf alltaf að vera ákveðið hagnaðarhlutfall, en á því er engin þörf í opinberum rekstri og því getur það fé, sem í einkafyrirtæki fer beint í vasa eigenda, verið áfram í rekstrin- um sé hann opinber. Og svo hefur líka reynslan beinlínis sýnt, að einkarekin heilbrigðisþjónusta er í raun og veru ekki augljóslega hagkvæmari en opinber. Þetta hefur einfaldlega verið skoðað, og tölulegar niðurstöður liggja fyrir. I Bandaríkjunum, þar sem heilbrigðisþjónusta er „blönduð", hefur þetta komið í ljós. Þar í landi njóta allir heilbrigðisþjónustu, bæði ríkir og fátækir, og hún er ókeypis fyrir þá sem lítil efni hafa. En sú þjónusta sem þeir fá er hvergi nærri sú sama að gæðum og er fráleitt eins auðsótt og sú sem þeim stendur til boða sem borga sjálfir. Þetta er sá nöturlegi raunveruleiki sem tvöfalt heilbrigðiskerfí felur í sér, og eitt af því sem einkavæðingarsinnar þurfa að gera til að málflutningur þeirra verði sannfærandi, er að sýna ótvírætt fram á að þetta sé ekki það sem einkavæðing á Islandi muni leiða til. (Það er ekki nóg að fullyrða bara að svona muni ekki fara.) Andstæðingar einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu eru reknir áfram af hugsjóninni um jöfnuð. Fylgismenn einkavæðingar virðast aftur á móti hafa komist að þeirri niðurstöðu að við höfum ekki efni á jöfnuði. Þeir segja í raun sem svo: eina leiðin til að leysa fjárhagsvanda heilbrigðisþjónustunnar er að afnema jöfnuðinn (eða að minnsta kosti að endur- skilgreina hann rækilega), og leyfa hinum ríku að verða fyrstir. Eru þeir kannski bara reknir áfram af nýjungagirni? Hugarfari sem er öðru vísi - nýtt og umfram allt spennandi? Þeir hafa jú haldið því fram að andstaða við einkavæðingu sé „gamaldags“ viðhorf. Og hver vill vera gamaldags? Eða er málið jafnvel enn einfaldara? Er þetta ef til vill bara ein birtingarmynd markaðsbókstafstrúarinnar, sem er að verða að leiðinlega venjulegu fyrirbæri í íslensku samfélagi? Ef svo skyldi vera er rétt að rifja upp orð Nóbelskáldsins þýska, Gunters Grass, sem tilfærð eru hér að ofan, og hann lét falla á bókmenntahátíð á íslandi nýverið. MINNINGAR + Halldór Jónsson fæddist 14. júlí 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. nóvem- ber sl. Foreldrar hans voru Jón Kjart- ansson, bóndi á Svanshóli og í Aspar- vík á Ströndum, f. 18.7. 1873, d. 28.11. 1957, og Guðrún Guðmundsdóttir hús- freyja, f. 18.4. 1883, d. 23.11. 1956. Syst- kini Halldórs voru 16. Nú eru tveir bræður á lffi; Loftur og Ari Jóns- synir. Eiginkona Halldórs var Agústa Friðrika Gísladóttir frá Gjögri í Árneshreppi, f. 15.8. 1915, d. 28.9. 1997. Foreldrar hennar voru Gisli Guðmundsson, farkennari á Gjögri, og kona hans Steinunn Ólafsdóttir. Börn Hall- dórs og Ágústu eru: 1) Guðmunda Sigurborg, f. 19.9.1934, húsmóðir í Reylgavík, maður hennar var Ingimundur G. Jörundsson, f. 26.2.1934, d. 16.10.1979, og eign- uðustu þau tvö börn, núverandi sambýlismaður Guðmundu Sigur- borgar er Samúel Richter. 2) Ólöf Svava, f. 8.2. 1941, maður hennar er Ágúst Árnason og eru börn þeirra fjögur. 3) Gísli, f. 29.4. 1945, kaupmaður í Kópavogi, kona hans er Ása Margrét As- geirsdóttir og eru börn þeirra tvö. Bamabarnabörn Halldórs eru orðin 17. Halldór fæddist á Svanshóli í Bjarnarfirði. Hann flutti tveggja Elsku pabbi, ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það veganesti þú gafst mér út í lífið, þá umhyggju og þann kærleik sem þú sýndir mér og fjöl- skyldu minni, ég mun aldrei gleyma samverustundunum sem við áttum saman, nær því daglega, og eru þær mér dýrmætur fjársjóður sem ég mun geyma í hjarta mínu. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku pabbi. Þinn sonur, Gfeli. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að koma tilfinningum mínum í orð, núna þegar þú ert far- inn. Sérstaklega vegna þess að ég var búin að vera hjá þér og hugsa um þig meira og minna síðustu tvö árin. Svo komu veikindin og þú lagð- ist inn á Landspítalann í Fossvogi og lifðir ekki að koma heim aftur, þótt það hefði verið þín síðasta ósk að fá að deyja heima. Á heimili ykkar mömmu, hvort sem var á Drangsnesi eða síðar í Kópavoginum, ríkti ávallt glaðværð og mikið var um gesti. Þegar þið voruð á Drangsnesi voru amma og afi á Gjögri oft hjá okkur á veturna. Alltaf var gaman þegar þau komu með Skjaldbreið á haustin. Amma hæglát og góð, afi skemmtilegur og mikill húmoristi. Þú varst alltaf mikill baráttumað- ur og einn af þeim sem stofnuðu Verkalýðsfélagið á Drangsnesi og lánuðuð þið mamma heimili ykkar ára að aldri í Aspar- vík á Ströndum og ól þar manninn til full- orðinsára. Árið 1935 fluttu hann og Ágústa á Drangsnes, og stundaði hann smíðar og trilluút- gerð. Hann byggði sér smíðaverkstæði árið 1940, smíðaði þar húsgögn og inn- réttingar, kenndi smíðar við barna- skólann á Drangs- nesi árin 1949-1952. Halldór flutti árið 1954 með Qölskyldu sfna til Reykjavíkur. Þar réðst hann til verksljórnarstarfa í Gamla Komp- aníinu og starfaði þar til júníloka 1961. Þá um haustið fór hann til Sigurðar Elfassonar hf. og starf- aði þar að spónskurði til 1973. Ár- ið 1973 til 1984 var Halldór hús- vörður í Kópavogsskóla. Jafn- framt sótti hann kvöldnámskeið í teikningu við Myndlistarskóiann. Halldór setti upp sýningu á verk- um sfnum í Bókasafni Kópavogs 1990. Þar mátti sjá skúlptúra og málverk, m.a. verkið „Síðustu kjarnaflaugina“, sem hann gerði í framhaldi af leiðtogafundinum í Höfða. Halldór var mikill áhuga- maður um ljósmyndir og átti hann gott safn ljósmynda af Stranda- mönnum og skyldfólki. Útför Halldórs fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. fyrir stofnfund þess. Enginn þorði að leggja til húsnæði og þú misstir vinnuna vegna þess. Þú gafst samt ekki upp - keyptir norska skektu hjá Friðjóni á Hólmavík sem þú lést seinna stækka í góðan og farsælan bát. Þú byggðir líka smíðaverkstæði þar sem þú smíðaðir húsgögn og ýmislegt annað sem féll til. Stórt hús byggðir þú líka á Drangsnesi sem kallað var Bræðraborg og í voru fjórar íbúðir. Þið mamma reyndust okkur Munda vel þegar við bjrjuðum að búa og hann greindist með krabba- mein. Sú aðstoð var ómetanleg - við í húsnæðishraki og fengum að búa hjá ykkur. Svo þakka ég þér, pabbi minn, fyrir alíar fyrirbænirnar og nú veit ég að þið mamma eruð sameinuð á ný- Hvíldu í friði, pabbi minn. Svo kveð ég þig með bæninni sem pabbi þinn kenndi þér. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús, gef mér eilíft Ijós sem aldrei slokknar. (Höf. ókunnur.) Guðmunda. Elsku afi okkar, þá er komið að kveðjustund. Það er erfitt að kveðja þig þar sem þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, þú tókst ætíð þátt í gleði okkar og sorgum, umhyggja þín fyr- ir okkur og fjölskyldum okkar var einstök. Þær eru ófáar minningarnar sem hafa skotið upp kollinum síðustu daga. Minningar sem ná allt frá því að við munum íyrst eftir okkur og þangað til við kvöddum þig í síðasta sinn. Það eru forréttindi af hafa fengið að alast um með þér og ömmu, heimili ykkar stóð okkur ætíð opið enda litum við systur á það eins og okkar annað heimili á uppvaxtarár-, um okkar. Alltaf var nægur tími fyr-' ir okkur, mikið var spilað á spil, skoðaðar myndir, sagðar sögur að norðan, farið með vísur og kvæði eða bara spjallað um heima og geima, enda varst þú hafsjór af fróðleik og naust þess að miðla til okkar sögum og minningum frá þínum yngri ár- um. Vinnusemi var þér í blóð borin, þú mundir tímana tvenna, það þurfti að hafa fyrir hlutunum, ekkert gerð- ist sjálfkrafa, og var þér mikið í mun að rækta með okkur þessi gildi. Áhugamál þín voru mörg og hafð- irðu nóg að gera síðustu árin enda. varstu mikill grúskari og safnari, myndasafnið þitt var orðið stórt og sast þú mikið við skriftir og endur- ritaðir gamalt efni sem þú áttir, mörg verkin eru til eftir þig enda var myndlist eitt af áhugamálum þínum, smíðar stundaðir þú alla tíð og eru til mörg falleg handverk eftir þig. Lærdómsríkt var að fylgjast með elju þinni og styrk í veikindum ömmu, enda var ást ykkar, kærleik- ur og virðing fyrir hvort öðru mikil og samheldni ykkar einstök. Og við vitum að söknuður þinn var mikill er amma lést árið 1997. Sá söknuður er nú á enda því nú hefur amma tekið á móti þér í nýjum heimkynnum þar sem hamingja ykkar heldur áfram. ■ Fjölskyldan var þér mikils virði og þú fylgdist vel með henni fram til síðasta dags, ekki síst langafaböm- unum sem þú hafðir svo gaman af, daglega hafðir þú samband og spurðir frétta af okkur. Elsku afi, þú kvaddir eftir langt og farsælt líf. Elsku afi, við þökkum þér fyrir þann tíma sem þú gafst okkur, fyrir þá huggun sem þú veittir okkur, fyr- ir allar bænimar þínar til okkar og fyrir að vera alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Þegar sorgin er að baki tekur við ánægjuleg minning um góðan afa, þannig munt þú lifa áfram í hjarta okkar. Blíði Jesú blessa þú bænaiðkun mína. Veit mér bæði visku og trú ogvelferðallaþína. Ljúfi Guð, ó lít til mín þá mér blessun þína. Láttu alltaf Ijósin þín lífsávegminnskína. Vertu hjá mér nú í nótt með náðarfaðminn bjarta. Sofnaégþásættogrótt með sælu og frið í hjarta. Guð geymi þig. Ágústa og Guðrún. Elsku Halldór, ég þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Þið Ágústa vomð mér yndislegir tengdaforeldrar, tókuð mér eins og ég væri ykkar eigin dóttir. Ég þakka þér þann kærleik og þá umhyggju sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni alla tíð. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur úr skýjum þósgeisli af minningum hlýjum. (HIH.) Guð geymi þig, Halldór minn. Þín tengdadóttir, Ása Margrét . • Fleiri minningargreinar um Hall- dór Jónsson bfða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. + Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Túngötu 1, Sandgerfii, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja föstudaginn 24. nóvember. Börnin. HALLDOR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.