Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LILJA ELÍSABET AUÐUNS- DÓTTIR TORP + Lilja Elísabet Auðunsdóttir Torp var fædd Steinnesi á Akranesi 24. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Land- spftalans í Kópavogi 16. nóvember. Hún var dóttir hjónanna Ragnheiðar Sigurð- ardóttur, f. 8.12. 1909, d. 26.1. 1998, og Auðuns Sigurðs- sonar, f.. 22.9. 1904, d. 4.4. 1971. Hún var ein þriggja barna þeirra. Systkini Lilju eru: Sigurður Auðunsson, f. 11.12. 1929, d. 5.4. 1986, giftur Ingunni Vígmundsdóttur, f. 20.2. 1928, og eiga þau þrjú börn. Ólafía Auð- unsdóttir, f. 17.11.1937, gift Birgi Baldurssyni, þau skildu, eiga þau tvo syni. Lilja kvæntist 10.7. 1954 Páli Torp, f. 23.8. 1927. Þeirra börn eru: Elfsabet Auður Torp, f. 29.3. 1971, sambýlismaður hennar er Erling Rúnar Huldarsson, f. 26.7. 1970, og eiga þau tvær dætur, ír- isi Ósk, f. 5.8. 1993, og Lilju Dögg, f. 21.7. 1999. Kris^ján Eðvald Torp, f. 9.5. 1972, eiginkona hans er Daenthai Phalee, f. 25.12. 1979, og eiga þau eina dóttur, Elfsa- betu Praowphilai, f. 1.1.2000. Fyrstu uppvaxtar- ár ævi sinnar bjó Lilja á Akranesi en flutti síðar til Reykjavíkur með foreldrum sfnum. Lilja lauk námi frá Húsmæðra- skólanum í Hveragerði 1950 og frá Fósturskóla Islands 1960. Einnig sótti hún ýmis námskeið varðandi andleg málefni og vann mikið að þeim hin sfðustu ár. Lilja starfaði sem fóstra og síðar for- stöðumaður á leikskólum Dagvist- ar bama. Útfór Lilju fer fram á morgun, mánudaginn 27. nóv. frá Fella- og Hólakirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Það er margs að minnast þegar mín kæra vinkona Lilja E. A. Torp kveður. Fyrst man ég eftir þessari stór- glæsilegu konu heima hjá afa sínum og ömmu á Laugavegi 24 b, en þar bjó vinkona mín sem var yngsta dótt- ir þessara heiðurshjóna. Þegar ég kynntist þessu fólki vann afinn sem verkamaður á grjótmulningsvélinni við Tungu á Suðurlandsbraut. A kvöldin gerði hann m.a. við skó barna sinna og amma hennar stóð í stafni með allan bamahópinn en systkinm voru 10 alls. Einhver þeirra voru gift þegar ég kynnist þeim, t.d. móðir Lilju sem var gift vinsælum lögreglu- manni, Auðuni, og móðir hennar var ein af þessum afburðamömmum sem saumaði, prjónaði, heklaði, sinnti heimili sínu - bömin vora þrjú - og sá um veislur og veislufong síðar á æv- inni. Það var mikið hlegið, spilað og spjallað á Laugavegi 24 b og margir litu inn í þá daga enda Laugavegur- inn í þjóðbraut. Síðar - miklu síðar hitti ég Lilju aftur á Laugaveginum en nú í bakaríi sem var á Laugavegi 5. Hún var þá nýútskrifuð úr Fóstmskóla Sumar- gjafar, enn föngulegri, glæsilegri og jafn hláturmild og forðum. Hún var einnig búin að gifta sig Páli Torp stýrimanni. Ég falaðist eftir henni til starfa í leikskólanum Tjarnarborg. Heppnin var með mér, bömunum og öðm starfsfólki, hún hóf störf og stóð traust og einlæg í starfi í gamla hús- inu sem þá stóð til að rífa - þetta var fyrir tíma húsvemdunar. Lilja var sérlega bamgóð, lagði sig + Elskulegur faðir minn og afi okkar, ÁRNI KRISTJÁNSSON (Arne), Vindási, Reykjavegi 52A, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 22. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Rósa Árnadóttir, Ingimar Þór Þorsteinsson, Árni Jökull Þorsteinsson, vinir og vandamenn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR ARNAR LÁRUSSON, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 23. nóvember. Þórhalla Guðnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN ÞORVARÐARDÓTTIR, Þangbakka 8, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 23. nóvember. Hrafnhildur Hauksdóttir, Ragnar Hauksson, Anna Skúladóttir, Björn Hauksson, Þórhildur Jónsdóttir og barnabörn. fram í starfi sínu og hlaut aðdáun og þakklæti fyrir. Hún var óþijótandi uppspretta með leiki, gönguferðir, fræðslu, föndur alls konar sem bömin unnu með henni og skemmtu sér við. Það er mörgum leikskólakennur- um minnisstætt hversu gott var alltaf að leita til Lilju með alls konar leiðir til fjáröflunar og kynningar á stétt- inni og störfum hennar. Hún lá ekki á ekki á liði sínu þar frekar en við upp- eldi bamanna og umönnun. Gleði hennar og hugmyndaríki réði þar ferðinni. Við nutum að vera saman og koma hugmyndum okkar á framfæri svo sem foreldrafundum, útgáfu söngtexta til foreldra, heimsóknir í fyrirtæki til fræðslu bamanna og margt fleira. En svo kom Páll stýrimaður sem reyndar var orðinn skipstjóri og réð Lilju sem bryta á eitt Sambandsskip- anna. Ég hafði ekkert að bjóða sem yfirbauð slíkt. Ég minnist þess hvað við skemmtum okkur þegar verðandi skipsfélagar hennar komu í heimsókn í Tjamarborg og sögðu við hana: „Það er tvennt sem þú þarft að at- huga áður en þú hefur störf. Þú þarft að geta spælt tvö egg svo þau líti út eins og eitt (samningar hljóðuðu upp á eitt egg, sögðu þeir) og svo getur þú alls ekki fengið herbergi með útsýni til suðurs. Þetta var alveg ókunnugur heimur, allt annar en sá sem við starf- systur hennar höfðum verið með henni í - en hún sigldi um höfin til ótal landa í 2 - 3 ár a.m.k. En Lilja kom sem betur fer aftur til starfa með bömum Reykjavíkur, bæði með einkarekstur og sem forstöðumaður/ leikskólastjóri í tveimur „borgum". Lilja var sístarfandi, hún nam fræði um tarotspil, sálarrannsóknir o.f.l. Þar lágu starfssvið okkar ekki saman - en sjálfri sér lík var hún fyrr en varir farin að kenna þessi áhuga- mál sín. En þessi mál gerðu styrk hennar meiri og sýndi óbifanlegan dugnað hennar. En sólargeislarnir sem skinu skærast hjá þeim hjónum Lilju og Páli vom bömin þeirra. Þau em El- ísabet Auður og Kristján Eðvald. Það hefur verið sérstök gleði að fylgjast með ánægjulegu sambandi foreldr- anna við þau og litlu bamabörnin. Börnin hafa líka sýnt dugnað í störf- um og námi og hafa enn fremur þá tryggð sem er svo rík í þessari fjöl- skyldu. Ég sendi Páli, bömum þeirra og öllum í fjölskyldunni mínai- dýpstu samúðarkveðjur. Elín Torfadóttir Tíminn er afstæður og stundum þykir manni örfáar mínútur lengi að líða en áraraðir fljúga áfram án þess að hægt sé að festa á þeim hendur. Vinátta okkar Lilju Torp náði yfir 42 ár eða frá því að við hittumst fyrst í sumarleyfi á Egilsstöðum um versl- unarmannahelgina 1958. Það sumar- leyfi og það ferðalag var ævintýri hið mesta, en ekki verður sú saga rakin hér. Þetta haust var ég búin að fá skóla- vist í Fóstraskólanum, en Lilja stefndi á húsmæðrakennaranám. Páll maður Lilju hafði tekið sér frí frá sjónum þetta sumar og höfðu þau ferðast vítt og breitt um landið, en ég var á vikuflakki með þremur vinkon- um mínum þegar fundum okkar bar saman. Okkur varð strax vel til vina og það tók mig ekki langan tíma að telja Lilju hughvarf og fá hana til að breyta áætlunum sínum um nám og úr varð að við fómm báðar í Fóstm- skólann um haustið. Lilja sagði oft að þetta væri sitt mesta gæfuspor, næst því að giftast Palla og seinna eignast sín tvö yndis- legu böm, Elísabetu og Kristján. Þessu er ég, ásamt öllum þeim fjölda barna er Lilja annaðist, sem og öðr- um er til þekktu á löngum starfsferli, sammála. Hún hafði til að bera alveg sérstaka innsýn í tilfinningar og líðan ekki bara skjólstæðinga sinna, bam- anna, fjölskyldu sinnar, heldur og all- ra vina og jafnvel ókunnugra sem á vegi hennar urðu. Lilja hafði sérgáfu og sá og skynj- aði margt sem öðmm var hulið. Sem barn sá hún eitt og annað, atburði og fólk, en er hún sagði frá þessu var hún afgreidd með því að þetta væri mgl og ímyndun. Margar þessar æsku- og síðari tíma upplifanir stytti Lílja sér stundir við að skrifa niður í veikindum sínum þessi sl. tvö ár og em þær með ólíkindum, en svo trú- verðugar að ég, sem tel mig efasemd- arkonu, trúi því öllu fastlega. Lijju stóð ég aldrei að ósannsögli ekki einu sinni „hvítri lygi“ sem við grípum flest til einhvemtíma á æv- inni til að firra okkur vandræðum. Hún var ákaflega heiðarleg og heil- steypt manneskja, fór gjarnan sínar eigin leiðir, fylgdi ekki fjöldanum, elti ekki tískustrauma, en hafði sinn eigin stíl enda var hún listræn og sá fegurð í fjölbreyttustu hlutum. Kom hún mér oft á óvart og kenndi mér eins og svo margt annað að líta hina ýmsu hluti í öðra ljósi heldur en ég hafði leitt hugann að áður. Margir, þ.á m. + Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópa- vogi mánudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Garðar Sigurðsson, Helgí Eyjólfsson, Sveindís Sveinsdóttir, Dagur Garðars, Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún Garðars, Guðmundur Einarsson, Margrét Garðars Molk, Rúnar Molk, Guðbrandur Garðars, Helga Kristinsdóttir, Sigurður Garðars, Sigrún Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ERNA ARADÓTTIR, til heimilis í Skaftahlíð 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hafdís Hafsteinsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Helga Hafsteinsdóttir, Eli Harari, Vilborg Hafsteinsdóttir, Þráinn Hauksson, Davíð Hafsteinsson, Hanna Dóra Hermannsdóttir, Ester Hafsteinsdóttir, Sigurgeir B. Kristgeirsson, Haukur Hafsteinsson, Þórdís Thorlacius, barnabörn og systkini hinnar látnu. bekkjarsystur okkar, töldu víst oft, að það væri ég sem hjálpaði Lilju, m.a. í skóla, en það var öðm nær. Við lásum oft saman og Lilja var afar næm og greind, en hún var lesblind, sem við áttuðum okkur ekki á fyrr en seint og síðar meir. Hún gat ekki með nokkm móti gert greinarmun á ein- földum og tvöföldum samhljóðum. Öll ypsilon vom á sínum stað, greinir vafðist ekki fyrir henni en svo skrifaði hún „þetta“ með einu t eða jafnvel d og „ekki“ með g o.s.frv., þannig að stílar og ritgerðir urðu oft að hálf- gerðu rúnaletri. Að þessu hlógum við oft seinna meir. Nei, það var Lilja sem var læri- meistari minn en ekki öfugt. Hún kenndi mér um lífið, umburðarlyndi, trúna á hið góða, vináttuna og ekki síst ástina - ekki með orðum heldur með framkomu sinni og atferli sínu öllu. Dulrænir hæfileikar yfirgáfu hana að hennar sögn frá unglingsámm og fram yfir fertugt, en þá fór hún að finna fyrir þeim aftur. Hún tók sig þá til og í stað þess að bola þeim burt, hóf hún að leggja rækt við þá. Fór í Sálarrannsóknarskólann og lauk honum, sótti ótal námskeið og las allt sem hún náði í um andleg efni. Einnig lagði hún stund á „Art Therapy“ (listmeðferð) og með undraverðum hætti notaði hún þessa meðferð á sjálfa sig í gegnum sín löngu og erfiðu veikindi og vann sig í gegnum ferlið sem fylgir því að vera dauðvona og vita það. Tjáði sig með litum í gegnum afneitun, vonir og reiði þar til sáttinni við hið óumflýjan- lega var náð. Að skrifa þessar línur er mér ákaf- lega erfitt verk. Sumar minningar um þá sem mann þykir vænt um og falla frá em svo persónubundnar að það er ekki hægt að koma þeim á blað. Bláu augun hennar Lilju minnar, brosið og bjart yfirbragð geymist aðeins í minningunni og þaðan get ég dregið það fram í einrúmi. Blessuð sé minn- ing hennar. Palla, Elísabetu, Kristjáni, Lóu og öðmm ættingjum sendum við Jón okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnheiður G. Haraldsdóttir (RúrO. Mig langar með fáum orðum að minnast vinkonu minnar Lilju Torp sem lést 16.11.2000. Allt frá því að ég man eftir mér var Lilja hluti af mínu lífi. Ekki vom haldin bamaafmæli, fermingar eða aðrar samkomur í minni fjölskyldu, án þess að hennar nyti við. Alltaf vomm við meira en velkomin í hús þeirra hjóna í Vestur- bergi 193. Það var pláss fyrir alla í hjarta Lilju, höfðu margir þar við- dvöl, enda var hjarta hennar ekki eins og hjá okkur flestum. Hún var umkringd gleði, ljósi og kærleika sem hún lét skína á alla í kringum sig. Kæra Lilja, ég kveð þig að sinni með þessum fátæklegu orðum, þakka þér fyrir samfylgdina og bið til Guðs að þú megir finna frið á þeim stað sem þú ert á núna. Elsku Palli, Elísabet og Kristján, það er nú oft þannig að maður þarf að missa til að vita hvað maður hefur átt, ég veit að svo er ekki hjá ykkur. Ég bið og veit að Guð gefur ykkur styrk tU að komast í gegnum ykkar missi og söknuð. Kritsinn Sigurðsson, Glostrup, Danmörku. Hún Lilja okkar hefur kvatt og haldið á vit ljóssins og birtunnar. Þessi duglega og kraftmikla kona er fallin frá eftir erfiða og langa sjúk- dómslegu. Hún sem átti svo margt að gefa. Það er gæfa hvers og eins að eiga samleið með góðu samferðafólki, ég tala nú ekki um þegar um kvenfé- lag er að ræða. Við fengum svo sann- arlega að kynnast því í kvenfélaginu Fjallkonumar þar sem Lilja var ein af okkur, nánast frá stofnun þess fyr- ir 27 ámm. Hún unni félaginu sínu og starfaði þar í stjórn tU margra ára og í hinum ýmsu nefndum. Það væri of langt mál að telja öll þau námskeið og allt það sem hún kenndi okkur í þeim efnum. Við búum allar að því um ókomna tíð. Heimili hennar og Palla stóð okkur alltaf opið og var ófáum kvöldum eytt þar við föndur af ýmsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.