Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 ■*--------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir KLIKK, KLIKK, KLIKK, KLIKK, KLIKK, KLIKK, KLIKK, KLIKK Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk IT WA5 COLP LA5T NIGHT... l'LL BET ANVTHIN6 MY UJATER PI5H 15 FROZEN.. Það var svo kalt i gærkvcldi. Ég skal veðja liverju sem er að vatnið í dallinum mínum er frosið. á svellslíparanum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Askorun til mennta- málaráðherra Frá Hjálmari Jóhannessyni: HVERNIG getur einn ráðherra í rík- isstjóm Davíðs Oddssonar ákveðið að nú sé nóg komið, nú verði eitthvað að gera, staðið upp og gert það? Pað sem ég á við er, að í sl. viku var dómsmálaráðherra, Sólveigu Péturs- dóttur, svo nóg boðið vegna síendur- tekinna árása á sig og dómskerflð að hún stóð upp á Alþingi og flutti frumvarp þar sem hún fór fram á og ætlast til að fá töluvert mikla peninga úr ríkissjóði til að standa undir lög- gæslu og eftirvinnu lögreglumanna í sambandi við rannsóknir á neyslu eit- urlyfja og innflutning á þeim. Það er líklegt að hún fái þetta og finnst mér það vel. A móti skil ég ekki hvemig stendur á því að þú, sem menntamálaráðherra, sem berð hag kennara fyrir brjósti og hefur margoft haldið því fram bæði í ræðu og riti að það verði að hækka laun kennara umtalsvert, skulir ekki tala máli okkar í ríkisstjórninni. Til hvers er menntamálaráðherra ef hann getur skotið sér undan skyldum sín- um og læðst með veggjum og látið sem sér komi þetta ekki við? Þú ert að opna hverja „menningarmiðstöðina" á fætur annarri og yfirleitt að gera eitt- hvað allt annað en að hugsa um ung- dóminn í landinu. Þetta skil ég ekki. Eins er að á meðan þú ert að opna þessar „menningarmiðstöðvar“, sem eru reyndar sín úr hverri áttinni, hvemig ætlar þú að manna þær í framtíðinni, hvar ætlarðu að fá fólk til að vinna á þessum stöðum, ómenntað og alls ófært, að sinna svona „ílókn- um“ störfum ef við kennarar fáum ekki tækifæri til að mennta þessa nemendur? Margir kennarar sitja núna og bíða eftir því hvernig um semst í þessum samningum og verði það ekki vem- legt em þeir famir til annarra starfa og hvað ætla stjórnvöld að gera þá, kennaralaus og eins og hefur sýnt sig á undangengnum áram, að það er að verða stöðugt erfiðara að manna skólana - leiðbeinendur em lausnin, en hvemig fer sú menntun að lokum? Gjaldþrota stefna sem skilar stöðugt verri og verri nemendum út á vinnu- markaðinn og svo sitjum við uppi með ólátalýð sem á ekki heima í skóla, ekkert er fyrir að gera annað en að „dópa og drekka" og við töpum mörgum Einsteinum og Bohram sem munu aldrei vita að þeir vora framtíð þessa lands - þeir sem áttu að verða framtíðarkennarar hins uppvaxandi æskulýðs í landinu. Bjöm minn, taktu nú saman pjönk- ur þínar og „og girtu þig megingjörð- um“ og skeiðaðu upp í stjórnarráð og segðu þeim þar, að þú gerir þig ekki ánægðan með minna en 1 milljarð til menntamála og það ekki seinna en strax, því framtíð íslands sé í hættu. Þetta er skylda þín og taktu nú hana Sólveigu Pétursdóttur þér til fyrir- myndar, sem er að berjast við afleið- ingar, en við eram að berjast við or- sakir - fyrirbyggja að fleiri af æskulýð landsins lendi í þeim fula forarpytti sem eiturlyfjaneysla er. HJÁLMAR JÓHANNESSON rafiðnaðarkennari og trúnaðarmaður hjá Verkmenntaskóla Austurlands. Hvert er fíflið? Frá Jóni Oira Guðjónssyni: MIKILL fjöldi blaðagreina birtist í íslenskum dagblöðum. Menn greinir á, sumt er skynsamlegt, annað ekki, en í flestar þessar greinar er lögð vinna og metnaður. En alltaf kemur ein og ein grein sem er ekkert annað en sorp, sóun á pappír. Ein slík grein undir merkjum „erlendra tíðinda" birtist einmitt í DV þann 4. nóvem- ber siðastliðinn. Þar sér Jón nokkur Ólafsson ástæðu til að láta fúkyrða- flauminn dynja á forsetaframbjóð- anda repúblikana í Bandaríkjunum, George W. Bush. Grein þessi er í besta falli hlægileg og í versta falli sorgleg. Ekki af því að föstum skot- um sé skotið á Bush heldur vegna vanmáttar höfundar að vera mál- efnalegur eða bjóða upp á eitthvað annað en argasta dónaskap. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að Bush sé fífl og algerlega vanhæfur til að gegna embætti forseta. Hann kunni ekki að fara með móðurmálið og geri sig sekan um þann hroðalega glæp að mismæla sig stöku sinnum. Hann sýni af sér „ótrúlega fáfræði um menn og málefni" og málflutn- ingur hans sé óljós. Að lokum klykk- ir Jón út með að saka Bush um heimsku, fáfræði og málglöp. Hvað er maðurinn að fara? Óþarfi er að svara þessu í mörgum orðum en ég ætla að benda á nokkur atriði. Bush er vel gefinn maður sem á að- velt með að vinna með fólki. Hann er mjög vel menntaður og er ágætis námsmaður með bachelorgráðu í sagnfræði frá Yale-háskóla og mast- ers-gráðu í viðskiptastjómun frá Harvard Business School. Bush hef- ur rekið eigið olíufyrirtæki auk þess að hafa verið einn af eigendum og framkvæmdastjóri Texas Rangers- hafnaboltaliðsins. Hann hefur síðan 1994 gegnt embætti ríkisstjóra Tex- as með góðum árangri. í því embætti hefur hann einmitt sýnt hæfni sína til að sætta ólík sjónarmið og fá and- stæðar fylkingar til að vinna saman. Þegar menn eru farnir að gagn- rýna fólk fyrir að mismæla sig stöku sinnum era þeir komnir inn á vafa- sama braut. Ég persónulega mis- mæli mig stundum en er ég þar með orðinn að hálfvita og fífli? Bush hefur sett fram stefnu sína á skýran hátt og fremur hefur það ver- ið andstæðingur hans í kosningabar- áttunni, demókratinn A1 Gore, sem hefur gert sig sekan um óljósan og loðinn málflutning. Bush hefur sýnt það undanfarnar vikur að hann kem- ur til dyranna eins og hann er klædd- ur með skýra stefnu sem greinilega fellur Bandaríkjamönnum í geð. Það sér hver maður sem lítur hlut- lægt á málið að George W. Bush er ekki fífl, en eftir lestur greinar Jóns Ólafssonar hlýtur maður á hinn bog- inn að spyrja sig hvert sé fíflið. JÓN ORRIGUÐJÓNSSON, nemandi í MA. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkjá þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.