Morgunblaðið - 26.11.2000, Side 48

Morgunblaðið - 26.11.2000, Side 48
48 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 •*---------------------------- DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er sunnudagur 26. nóvember, 331. dagur ársins. Konráðsmessa. Orð dagsins: Ég hefí elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig, Verið stöðugir í elsku minni. (Jóh. 15,9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Triton fer í dag. Selfoss kemur og fer á morgun, Sveabulk kemur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Ingvar Iversen og tún- * fiskbáturinn Selnes koma í dag. Ýmir og Ocean Galaxy fara í dag. Selfoss kemur á morgun. Mannamót Afiagrandi 40. Félags- vist á morgun kl. 14. Jólahlaðborð fóstudag- inn 1. desember, húsið opnað kl. 18.15. Gestur kvöldsins sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður. Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór syngur. EKKKÓ - kór kennara á eftirlaunum, syngur. Skráning í afgreiðslu í ▼ s. 562-2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og harðangur, ld. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9 handa- vinna og bútasaumur, kl. 10 samverustund, kl. 13 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 handa- vinna og föndur, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 9.45 leikfimi, kl. 13 spilað (brids). Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kortagerð, klippimyndir og málað- ar myndir, nýtt nám- skeið frá 27. nóv. til 10. des. Skráning í s. 898- 8054 kl. 14-16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjarút- gerðinni í fyrramálið kl. 10-12. Tréútskurður í Flensborg kl. 13. Fé- lagsvist kl. 13.30. Á fimmtud. verður opið hús. Bókmenntakynn- ing. Upplesarar: Guð- •»>rún Helgad., Einar Már Guðmunds., Porsteinn frá Hamri, Ragnheiður Gestsd. og höfundar bókarinnar Dís. Söngur: Vox feminae. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Fé- lagsvist kl. 13.30 í dag. Dansleikur í kvöld kl. 20. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla fellur nið- ur. Söngvaka kl. 20.30, umsjón Sigurbjörg ^CHólmgrímsd. Jólavaka FEB verður 9. des., söngur, upplestur, hug- vekjao.fl. Nánar auglýst síðar. Jólaferð á Suðurnesin laugard.16. des. Brottfór frá Ás- garði, Glæsibæ kl. 15. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Silfurlín- an opin á mánud. og miðvikud. frá kl. 10-12 í s. 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna, kl. 9.25 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, spilasalur op- inn frá hádegi, kl. 14 kó- ræfing, danskennsla fellur niður. Miðvikud. 6. des. verður farið í heimsókn til eldri borg- ara á Selfossi. Fjöl- breytt dagskrá í félags- heimilinu Inghóli. Kaffíveitingar. Gullsmári, Gullsmára 13. Matarþjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Ávegum bridsdeildar FEBK spila eldri borgarar brids mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Leikfimi á mánudögum kl. 9 og 10, vefnaður kl. 9. Gjábakki, Fannborg8. Á morgun handa- vinnustofan opin frá kl. 9-17, kl. 9.30 keramik, kl. 13.30 og 15 enska, kl. 13.30 lomber og skák. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, periusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 14 sögustund og spjall. Jólafagnaður- inn verður 8. des. Jóla- hlaðborð heiðursgestir og ræðumenn Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Hannibalsson og sr. Hjörtur Magni Jóhann- esson fríkirkjuprestur. Lögreglukórinn syngur. Hvassaleiti 56-58. Á morgun kl. 9 keramik, tau og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Hæðargarður 31. Á morgun kl. 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 14 félags- vist. Norðurbrún 1. Á morg- un, bókasafnið opið frá kl. 12-15, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Á morg- un, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kór- æfing. Jólafagnaður verður 7. desember. Pavel Smid við flygilinn, glæsilegt jólahlaðborð. Tvisöngur Bergþór Pálsson og Helgi Björnsson. Kór leik- skólans Núps undir stjórn Kristínar Þóris- dóttur. Strengjasveit frá Suzuki-skólanum. Upplestur, Kristín Jónsdótir leikari. Hug- vekja, sr. Hjalti Guð- mundsson dómkir- kjuprestur. Fjöldasöngur. Upp- lýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 13 handmennt, kl. 13. leik- fimi, kl. 13 spilað. Háteigskirkja. Á morg- un, opið hús fyrir 60 ára og eldri, stund með Þór- dísi kl. 10-12. Gengið inn Viðeyjarmegin. Kvenfélag Kópavogs. Vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20, að Hamraborg 10. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudögum frá kl. 11 leikfimi, helgi- stund og fleira. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19 brids. ITC-deildin Harpa heldur fund þriðjudag- inn 28. nóvemer kl. 20 í Sóltúni 20. Fundurinn er öllum opin. Hríseyingafélagið. Jólabingó verður í Skip- holti 70, kl. 14 í dag sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Kvenfélagið Heimaey. Félagskonur athugið breyttar dagsetningar á jólasölunni í Mjóddinni 30. nóv. og 1. des. Minn- um á kökurnar. Vinsam- lega látið vita ef þið get- ið unnið þessa daga. Mæting við söluborðið kl. 10 báða dagana. Minnt er á að skrá sig tímanlega á jólafundinn 11. des. hjá Hildi, Pál- ínu og Þorgerði. Kvenfélag Hreyfils. Jólafundur verður þriðjud. 28. nóv kl. 20. Munið eftir jólapökkun- um. MS-félag íslands. í dag er félagsfundur á Sléttuvegi 5 kl. 14. Ólöf Bjarnadóttir endur- hæfingarlæknir kynnir endurhæfingu og rann- sókn sem stendur fyrir dyrum ef þátttaka næst, John Benediktz svarar spurningum varðandi leiðrétta skammtastærð af Beta interferon. Kaffí og með því. Kvenfélagið Hrund. Jólafundur félagsins verður haldinn mánud. 27, nóv. kl. 20. í félags- heimili iðnaðarmanna, Flatahrauni 8 Hátíðardagskrá. Félag breiðfirska kvenna. Jólafundurinn verður sunnud. 3. des. kl. 19. Vinsamlega tilk. þátt fyrir miðvikud. í s. 553-0491, Margrét, eða 553-2562, Ingibjörg. Munið jólapakkana. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur árlegan jólafund í Safnaðar- heimilinu 11. des. kl. 19.15. Skráninghjá kirkjuvörðum í s. 553- 8500 fyrir 3. des. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur basar og hluta- sölu laugardaginn 3. desember í Sóltúni 20. Slysavarnakonur eru beðnar um að koma með hluti á vinnufundinn sem verður fimmtudag- inn 30 nóv. og hefst kl. 19 eða hafa samband við Birnu í síma 695-3012. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, Iþróttir 569 1156, ^ sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: AtJ^ÍITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvað er til ráða, hvað er gert? ÞAÐ er vitað að fækka þarf hrossum á Islandi um helming. Eg er einn af þeim mörgu, sem stend frammi fyrir þeirri staðreynd og ætla að fækka um 100%. Fyrir örfáum árum boðuðu forráðamenn bænda að ís- lenski hesturinn væri fram- tíðin, allt átti að vera að opnast, markaður hér og markaður þar. Nú stend ég uppi með það sem ég hélt að væri markaðsvara og frómt frá sagt, gengur hún ekki út, ekki einu sinni í sláturhús, hvað þá meir. Mér er sá kostur vænstur að taka stóra gröf og grafa 150 hross á besta aldri. Hefði ég nú haft vit á því að vera sauðfjárbóndi, mundi ríkið greiða mér stórar fúlgur fjár fyrir að grafa ærnar. En hestabóndinn einfaldi, sem hlýddi á fag- urgal um gullin tækifæri, hann fær að éta það sem úti frýs. Væri ekki nær að senda, þó ekki væri nema eins og tíu manns úr ráð- unautastétt, til þess að leita markaða, í stað þess að ráð- leggja hvernig framleiða á meira á yfirfulla markaði? Sveinbjörn Benediktsson. Hvar er unga fólkið? UNGA fólkið sem hjálpaði mér á mánudagskvöldið 20. nóvember sl. að slökkva eldinn í Flúðaseli, er vin- samegast beðið að hafa samband við mig. Eg heiti Jóhanna og er í síma 891- 8717 eða 557-5794. Dýrahald Blámi er týndur ÞESSI köttur heitir Blámi. Hann er búinn að vera týndur í marga daga. Blámi er eymamerktur R-9232. Ef þið sjáið hann, þá vin- samlegast látið vita í síma 567-8008 eða 692-1966 eða heim til hans að Funafold 16, Reykjavík. Læða og fress hurfu að heiman EG er svört, fíngerð læða og var í pössun á Grím- staðaholtinu, en fékk heim- þrá og stakk af. Nú er ég einhvers staðar í reiðileysi og á þvælingi, væntanlega í vesturbænum, en á heima í Hafnarfirði og rata ekki heim. Eg er með ósköp lítið hjarta, hrædd við allt og alla, svo erfiðlega getur gengið að handsama mig. Því bið ég þann sem sér mig að láta vita í einhvern af eftirtöldum símum eða í Blámi Kattholt. Símamir em 895- 8561 eða 861-2007. Þá hvarf bróðir minn frá heimili okkar við Norður- brautina í Hafnarfirði sunnudaginn 29. október sl. Hann er bröndóttur með bleikt nef og svart í kring- um það. Hann er þveröfugt við mig, mjög mikil félags- vera og á til að stökkva upp í opna bíla. Bæði vorum við með sjálflýsandi ólar með rauð kringlótt spjöld og segulkubba (lyklaböm) og auk þess eyraamerkt. Sömu simanúmer gilda fyr- ir hann líka. Kros LÁRÉTT: 1 traustur, 8 að svo búnu, 9 endurtekið, 10 hrygn- ing, 11 ber brigður á, 13 kvendýrið, 15 dæma í fé- sekt, 18 slaga, 21 löður, 22 með jöfnu yfirborði, 23 svarar, 24 bernskan. gata LÓÐRÉTT: 2 sníkjudýrið, 3 klappi egg f Ijá, 4 viljugt, 5 um- fang, 6 guðir, 7 hugboð, 12 megna, 14 vætla, 15 vökvi, 16 oks, 17 að baki, 18 kvenvargur, 19 ráða í, 20 siga. LAUSN SI'ÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lokka, 4 tepra, 7 tamar, 8 kúlan, 9 auk, 11 nýra, 13 saum, 14 fenna, 15 þjál, 17 tákn, 20 eða, 22 ölæði, 23 ljúft, 24 geisa, 25 nauti. Lóðrétt: 1 lútan, 2 kamar, 3 aðra, 4 tekk, 5 pilta, 6 af- nám, 10 unnið, 12 afl, 13 sat, 15 þröng, 16 áræði, 18 álútu, 19 nátti, 20 eira, 21 alin. Víkverji skrifar... HRAÐI og spenna einkenna lífs- hætti fólks í nútímasamfélag- inu; fyrir öllu er að „standa sig“ í vinnunni og félagsmálunum, sýna sig og sjá aðra og helst vinna á fleiri en einum vinnustað til að þéna nógu mikið til að verða ekki undir í kapphlaupinu um flottasta húsið, stærsta jeppann og breið- asta fellihýsið. Oft sést fólk - ís- lendingar sem aðrir - ekki fyrir í þessari baráttu og það sem raun- verulega er mikilvægt lendir undir. Börnin eru, því miður, dæmi um þetta. xxx ÍKVERJI heyi’ði frásögn grunnskólakennara á dögun- um sem fékk hann til að staðnæm- ast ofurlítið, anda djúpt og velta hlutunum fyrir sér. Kennarinn lýsti nefnilega daglegum aðstæðum á vinnustað sínum og lauk um leið upp augum Víkverja fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á ís- lensku samfélagi á síðustu árum og eru því miður ekki allar til góðs. Eftir því sem kennarinn tjáði Víkverja, færist nú í vöxt að í býtið á morgnana, þegar skammdegið umlykur allt og starfsmenn skóla- stofnana mæta til vinnu sinnar, sitji þar fyrir í myrkrinu börn sem skilin hafi verið þar eftir af for- eldrum sínum á leið til vinnu fyrr um morguninn. Þetta eru ekki börn á unglingsaldri með húslykil- inn í vasanum og vasadiskóið í eyr- unum, heldur lítil, elskuleg börn sem orðið hafa undir í forgangsröð- un og kapphlaupi foreldranna við klukkuna. Kennarinn bætti því svo við að ofan á þessa döpru og kald- ranalegu sjón í morgunsárið, mættu starfsmenn svo búa við að fylgjast með þessum sömu börnum síðar um daginn, þar sem þau sitja aftur í myrkrinu og bíða þess að verða sótt. Eftir heilan skóladag og til viðbótar þá gæslu sem felst í heilsdagsvistun þegar hefðbund- inni kennslu lýkur. Þetta, sagði kennarinn, jafngildir ríflegum vinnudegi fullorðins fólks og þá eru stundum eftir stundir fyrir kvöld- mat á eftir þar sem börnin eru „sett í pössun“ hjá skyldmennum eða öðrum meðan mamma og pabbi sinna áhugamálunum; skemmtun- um, líkamsrækt eða einhverju öðru. Oftast allt öðru en að vera með börnunum sínum. xxx VÍKVERJI, sem sjálfur þekkir foreldrahlutverkið af eigin raun, veit fátt yndislegra í veröld- inni en að verja tíma með barni sínu og ástkonu. Vissulega getur á stundum verið erfitt að koma öllu heim og saman, en hann telur þó mjög mikilvægt að gefa sér tíma hvern einasta dag til samveru með fjölskyldunni. Starf blaðamannsins er líklega ekki mjög fjölskyldu- vænt starf, en þess mikilvægara er að skipuleggja tíma sinn vel og að undanförnu hefur Víkverji haft þann háttinn á að vera samvistum með syni sínum árla morguns og fara síðan með hann á dagheimilið eftir morgunspjall og tilheyrandi ærsl og leiki. Komi síðan til vinnu fram á kvöld, sem stundum bregð- ur við, reynir Víkverji hins vegar að bregða sér heim um kvöldmat- arleytið, snæða málsverð með fjöl- skyldunni og svæfa svo unga manninn áður en snúið er aftur til verkanna. Með þessum hætti er vinnan fléttuð kringum fjölskyldu- lífið og hið vandasama hlutverk uppalandans, en ekki öfugt, og lítill hnokki vaknar með pabba sér við hlið og sofnar svo á sama stað, jafnvel á þeim stundum sem krefj- ast hvað mestrar fjarveru og yfir- tíðar í amstri hversdagsins. xxx SÍST af öllu vill Víkverja setjast í dómarasætið í þessum efnum og boða fagnaðarerindið, enda kemur stundum fyrir að honum finnist hann ekki hafa nægilegan tíma til að sinna fjölskyldunni og því sem honum er kærast. Og alls ekki má skilja skrifin sem svo að vinna skipti engu máli, enda vill svo til að Víkverja er sérdeilis sátt- ur í sinni vinnu og þykir vænt um sinn vinnustað. Erindið er hins vegar að fá fólk til að velta hlutun- um ofurlítið fyrir sér; huga að for- gangsröðinni og því sem því er kærast. Annað var það ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.