Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 6
6 LAUGAKDAGUR 23. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ísfélag Vestmannaeyja Morgunblaðið/Sigurgeir Óskar Alfreðsson, viðgerðarmaður húseigna ísfélags Vestmannaeyja, tínir sviðna stakka starfsmanna af slá. Hreinsunarstörf- um í austurhluta hússins HREINSUNARSTÖRF eftir brunann í ísfélagi Vestmannaeyja ganga vel og í fyrradag var m.a. verið að hreinsa til í stakka- geymslu starfsmanna og á kaffí- stofunni. Óskar Alfreðsson, viðgerðar- maður húseigna Isfélagsins, sagði að unnið hefði verið sleitulaust alla daga síðan bruninn varð, frá klukkan hálfátta á morgnana til klukkan átta á kvöldin. Hann sagði að veðrið hefði verið einkar gott síðustu daga og að það hefði auð- veldað hreinsunarstörfin. að ljúka í síðustu viku var brotinn niður hluti af austurgaflinum til þess að gröfur og vprubílar gætu farið inn á það svæði sem eyðilagðist hvað mest í eldsvoðanum. Hreinsunin á svæðinu er langt komin og sagðist Óskar jafnvel búast við því að henni myndi ljúka í dag en búið er að rífa þakið af þessum hluta húss- ins og ljóst að mikið uppbygging- arstarf er framundan. Óskar sagði að nánast allt í austurhluta hússins hefði eyðilagst í brunanum en þó hefði eitt færi- band af um 15 bjargast. ^ Nú fa/a ^ allir íslensku í ^sfri/borgr^ Fræösluleikur í hæsta gæða- flokki! Foreldrar geta fylgst með áranqri bama sinna i sérstöku fjölskylduhomi I E&ikaíi bíUtan ____________ Skeifunni • Hafnarfirði • Kringlunni Grafarvogi • Reykjanesbæ • Akureyri • Egilsstöðum Halldór Laxness maður aldarinnar HALLDÓR Laxness rithöf- undur er maður aldarinnar að mati íslendinga, að því er fram kemur í alda- mótakönnun Gallups og Kast- Ijóss Ríkisjón- varpsins. Kona aldarinnar er Vigdís Finn- bogadóttir, fyrr- verandi forseti Islands. Urtak í könnuninni var rúmlega 1.100 manns og var svarhlutfallið 74%. 23,7% völdu Halldór Laxness mann aldarinnar, í öðru sæti kom Davíð Oddsson forsætisráðherra með 12,9%, í 3.-4. sæti eru Bjarni Benediktsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreining- ar, með 4,2% og í 5. sæti er Ólafur Thors, fyrrverandi forsætisráð- herra, með 3,8%. í næstu sætum eru Einar Benediktsson skáld, Kristjan Eldjárn, fyrrverandi for- seti, Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti, Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrr- verandi ráðherra, og Örn Arnarsson sundmaður. Kona aldarinnar er Vigdís Finn- bogadóttir að mati 69,6% að- spurðra, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri og kvenréttindafrömuður, er í öðru sæti með 9,4% og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður með 6,3%. Aðrar sem fengu atkvæði voru Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verka- lýðsleiðtogi, Auður Auðuns, fyrr- verandi ráðherra og borgarstjóri, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fyrrverandi forsetafrú, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Vala Flosadóttir íþróttakona. Stjórnmálamaður aldarinnar er að mati 38,9% aðspurðra Davíð Oddsson for- sætisráðherra, í öðru sæti er Ólafur Thors með 11%, í þriðja sæti Bjarni Bene- diktsson með 7,4%, Jónas Jónsson frá Hriflu er í fjórða sæti með 6,1% og Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra var í 5. sæti með 4,8%. Næstir voru Steingrím- ur Hermanns- son, fyrrverandi forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Hannes Hafstein, fyrrverandi ráðherra. Nýjung aldarinnar að mati 32,5% aðspurðra var tölvan, í 2. sæti var tölvuvæðing með 11%, í 3. sæti raf- magn/raftækjabyltingin með 9,1%, í 4. sæti Netið með 8,6%, í 5. sæti bíllinn með 6,3%, í 6. sæti síminn með 5,8%, í 7.-9. sæti með 2,4% var erfðafræði, sjónvarpið og framfarir í læknavísindum og í 10, sæti flug- vélar með 2%. Glerbrot fannst í sósunni FJÖLSKYLDU nokkurri brá í brún í fyrrakvöld þegar hún hugðist snæða saman kvöldverð. Húsmóðirin hafði matreitt kjöthakk og bætt út í það spaghettísósu frá fyrirtækinu Hunt’s. Þegar sonurinn hugðist gæða sér á fyrsta gaffalbitanum varð hann var við aðskotahlut á diski sínum. Reynd- ist þarna vera glerbrot. Þegar nánar var að gáð fannst annað og stærra glerbrot í matnum á pönnunni. Gler- krukkan undan sósunni reyndist þó alveg heil. Húsbóndinn á heimilinu segir að stærra glerbrotið hafi verið með sveigju í sér og samsvaraði lag- inu sem er á botni krukkunnar. Ólafur Bjömsson, framkvæmda- stjóri Innness, sem flytur inn vörur frá Hunt’s, segir að fyrirtækið líti málið mjög alvarlegum augum, tilvik eins og þetta hafi aldrei komið fyrir áður. Hann segir að viðkomandi knikka ásamt glerbrotinu verði strax send til Bandaríkjanna þai- sem rann- sakað verður hvort glerbrot þetta sé úr samskonar glerkrukku og varan. Skipt var út vöru frá Hunt’s í Fjarð- arkaupum þar sem spaghettísósan var keypt. Aðspurðm- um hvort gripið yrði tÖ frekari aðgerða eins og t.d. innköllunar vöru í öðrum verslunum sagði Ólafur að það stæði ekki til því hér væri um afar einangrað tilvik að ræða. „En við bíðum fyrirmæla frá fyrirtækinu.“ Ef grannt er skoðað má sjá gler- brotin fyrir framan krukkuna. Heimatilbúið hreindýra- paté í allar jólagjafír Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jólapakkamir tilbúnir til afhendingar hjá Ás- geiri og Oddnýju. JÓLASIÐIRNIR eru jafn ólíkir og þeir eru margir en allir eiga þeir það sam- eiginiegt að vera hverri fjölskyldu hjartfólgnir og fæst- ir vildu án þeirra vera. Þannig er það um fjölskyldu Ás- geirs Hjartar og Oddnýjar Eiríks- dóttur þar sem bragðsterkt, heima- lagað hreindýrapaté er ómissandi hluti í jólapökkum ættingj- anna. „Þetta byrjaði nú bara þannig að við vorum svo skítblönk ein jólin að við áttum ekki fyrir jólagjöfum og þá varð að grípa til einhverra ráða,“ sagði Ásgeir og hló þegar hann var innt- ur eftir hvemig þessi sérstaki jóla- siður varð til. „En þar sem ég er skot- veiðimaður sjálfur þá hefur alltaf verið nóg til af villibráð á mínu heimili svo þá var bara að bretta upp erm- amar, girða sig svuntu og galdra fram gjafirnar í eldhúsinu heima. Úr varð að ég gerði paté úr hein- dýrakjöti og gæs. Þessu pökkuðum við hjónin svo fallega inn ásamt rifsberjasultu, súrsaðri gúrku og rúgbrauði og gáfum öllum vinum og ættingjum í jólagjöf." Engar búðargjafír, takk! Villibráðarsögunni lauk þó ekki þar með - síður en svo. „Svo vænkaðist hagurinn eins og gengur og gerist og maður fór að komast aðeins í álnir. Þá ákváðum við hjónin auðvitað að fara í búðir og kaupa „alvöru" jólagjafir. En þá vildi bara ekki betur til en svo að fólk brást hið versta við og neitaði að taka við pökkunum - það vildi enginn sjá neitt annað en paté!“ Engin breyting varð á óskum skyldmennanna jólin eftir, né jólin eftir það og nú eru Iiðin ríflega tutt- ugu ár frá því fyrstu paté-krúsirnar fóru í jólapakkana og enn kemur ekkert annað til greina en sælkera- patéið hans Ásgeirs. Þessa dagana er fjölskyldan að leggja lokahönd á undirbúning jólanna, patéið komið í fallegar krakkur og eldhúsið tandurhreint eftir aðfarir húsbóndans. „Ég sé nefnilega um eldunardeildina á heimilinu og svo er hún Oddný kon- an mín aldeilis framúrskarandi gjafapakkari," segir Ásgeir. Þegar hann er spurður hvort hann fái aldrei leið á paté-gerðinni svarar hann að bragði: „Nei, alls ekki. Ég sé nú eiginlega bara fram á að búa til villibráðarpaté allt til æviloka, sem er hið besta mál því ég hef líka alveg þrælgaman af þessu."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.