Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 14
14 LAUGAKDAGUR 23. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Leikskólabörn á Norðurbergi í Hafnarfírði afhenda Rauða krossinum peningagjöf
Börnin söfnuðu handa
/
dagheimili í Usbekistan
Morgunblaðið/Jim Smart
Það var glatt á hjalla á Norðurbergi í ga;r, enda verið að gleðja fátæk böm í Úsbekistan.
Hafnarfjörður
LEIKSKÓLABÖRN á Norð-
urbergi í Hafnarfírði afhentu
Rauða krossinum í gær pen-
ingaupphæð, sem er afrakst-
ur söfnunar þeirra í heilt ár.
Peningamir renna beint til
dagheimilis fyrir þroskaheft
og fötluð böm í Tashkent í
Usbekistan, en íbúar lands-
ins eru rúmlega 2 milljónir,
tala úsbekisku og rússnesku
og era múhameðstrúar.
Að sögn Helga Ivarssonar,
sem veitti peningunum við-
töku fyrir hönd Rauða kross-
ins, lagði Iiafnarfjarðardeild
RKI um áramótin 1998-1999
fram 1 milljón króna til að
koma umræddu dagheimili á
fót. Anna Borg Harðardóttir
leikskólastjóri var spurð um
tildrög þess að börnin á
Norðurbergi fóra að safíta til
handa börnunum í Úsbek-
istan.
Margir eiga bágara en við
Hún sagði að leikskólinn
væri vistvænn, legði mikla
áherslu á umhverfismennt
og hefði í því skyni markað
sér umhverfisstefnu. „Eitt af
markmiðunum er að börnin
læri að bera virðingu fyrir
náttúranni með því að
stunda útivera og læra þar
með að ganga vel um hana.
Þegar við höfum farið í
gönguferðir í nánasta um-
hverfi leikskóians höfum við
jafnan tínt allar dósir og
flöskur sem hafa legið á víða-
vangi. Við höfum svo leyft
börnunum að koma með inn í
endurvinnslu og stinga þessu
inn í vélina og fá peninginn
til baka, til að gera þau með-
vituð um þessa hluti.
Fyrir ári ákváðum við að
það væri enginn tilgangur í
því að við færum að nota
þessa peninga fyrir okkur
sjálf, því við ættum nóg af
öllu, heldur skyldum við gefa
þá til einhverra sem hefðu
meiri þörf fyrir þá. Við
bjuggum þess vegna til bauk
úr gamalli krydddollu, sett-
um utan á hana Rauðakross-
tniðann, til að gera þetta
sýnilegra, og límdum að auki
á baukinn myndir af börnum
úr þróunarlöndunum. Við
ætluðum nefnilega að gefa
þetta til útlanda. Og þetta
höfum við gert í heilt ár.“
„Við ákváðum að velja
þetta sérverkefni af því að
við höfðum verið að tala svo-
Iitið um þessa hluti, að börn
víða í útlöndum hefðu það
ekki eins gott og böm á Is-
landi. Og t beinu framhaldi
af þessum atburði ætlum við
að gera eitthvað meira, setja
upp kassa og leyfa börn-
unum sjálfum að koma með
eitthvað persónulegt að
heiman, s.s. föt og leikfóng
sem þau eru hætt að nota,
sem þau kæmu svo til með að
pakka sjálf niður. Allt færi
þetta á sama dagheimilið í
Úsbekistan.
Börnin taka þetta mjög al-
varlega, en era líka spennt
og glöð, enda vita þau að þau
era að hjálpa fátækum börn-
um úti í heimi,“ sagði Anna
Borg að lokum.
„Handa þeim sem
geta aldrei
„kaupt“ neitt“
Hafnarfjörður
JÓHANN Kristófer Krist-
insson, fimm ára, er eitt
þeirra leikskólabarna sem
hafa tekið þátt í peninga-
söfnuninni til handa dag-
heimilinu í Úsbekistan og
hann ásamt vini sínum, Daní-
el Guðlaugssyni, afhenti ein-
mitt fulltrúum Rauða kross-
ins það sem kom úr bauknum
árið 2000.
Morgunblaðið hitti Jóhann
að máli skömmu áður en til
afhendingar kom og hann
var spurður að því hvað væri
að fara að gerast.
„Við erum að fara að
syngja í Kastalanum," sagði
Jóhann. „Það eru að koma
menn sem ætla að taka pen-
ingana sem við ætlum að
gefa þeim sem era óheppnir
og hafa ekkert að borða í út-
löndum. Héma á maður svo
mikið af peningum en í út-
löndum á maður ekki neitt af
peningum. Þannig að maður
getur ekki „kaupt“ neitt.“
Eruð þið búin að safna
peningum íengí?„Dáldið.“
Hafið þið fengið peninga
hjá pabba ogmömmu tilað
gefa, eða hafið þið fundið
dósir eða hvað hafið þið
gert?„Ég hef ekki fundið
dósir en ég hef fundið flösk-
ur og komið með hingað á
leikskólann."
Og hafið þið svo farið með
þær og selt eða hvernijg hafið
þið fengið peninga ? „Eg held
MorgunblaðiOTim Smart
Jóhann Kristófer Krist-
insson hefur ásamt öðrum
börnum á leikskólanum
Norðurbergi í Hafnar-
firði verið að safna pen-
ingum til handa dagheim-
ili íÚsbekistan.
að við höfum fengið pening
til útlanda til að gefa hin-
um.“
Eruð þið búin að telja úr
bauknum? „Já, við fengum
4.630 krónur."
Ætlið þið svo að halda
áfram að safna? „Já.“
Finnst þérgaman að vera
á Norðurbergi? „Já.“
Ertu búinn að ákveða hvað
þú ætlar að verða þegar þú
verður stór?
„Já. Pókemonmeistari."
íbúi við Áland segir mælingar sýna þunga umferð og mikla slysahættu við götuna
Allt að 350 bflar fóru
um götuna á klst.
ÞORSTEINN I. Víglundsson,
íbúi við AJand og einn af tals-
mönnum þeirra sem gengust
fyrir undirskriftasöfnun tii að
fá því framgengt að lokað yrði
fyrir umferð um götuna frá
Borgarspítala, segir að lokun-
in hafi verið ákveðin vegna
þess að um 2.000 bílar fóru um
þessa húsagötu á dag og um
350 bílar á klukkustund þegar
mestvar.
Áland liggur sunnan Bú-
staðavegar og samhliða þeirri
götu milli Eyrarlands og Háa-
leitisbrautar. Við austanverða
götuna eru íbúðarhús en að
vestanverðu liggur hún hjá
Borgarspítalanum.
Þorsteinn sagði að umferð
um Aland hefði aukist mjög
mikið á undanfömum árum og
því hefðu íbúar við götuna, og í
grennd við hana, óskað eftir að
henni yrði lokað fyrir gegnum-
akstri annarra bíla en sjúkra-
bíla.
Málið ætti sér fjögurra ára
langa sögu og á þeim tíma
hefðu farið fram mælingar á
vegum íbúanna og borgar-
verkfræðings. Þær mælingar
hefðu sýnt að íbúar í Fossvogi
voru innan við 5% þeirra fóru
um gatnamót Eyrarlands og
Alands. Þá hefðu allar vistir að
spítalanum farið þessa leið.
Um 350 bflar á
klukkustund
Mælingamar hafi gefið til
kynna akstur allt að 350 bfla á
klukkustund.
Þorsteinn segir að mæling-
ar borgarverkfræðings hafi
jafnframt gefið til kynna að oft
hafi legið við slysi við gatna-
mót Aiands og Eyrarlands;
þau hafi verið talin hættuleg
og umferð um götuna oft mjög
hröð. Um 300 íbúar rituðu
nöfn sín á undirskriftarlista
sem varð til þess að borgaryf-
irvöld ákváðu að loka Álandi í
tilraunaskyni til eins árs á síð-
asta ári. Þorsteinn sagði að
undirtektir nágranna við und-
irskriftasöfnuninni hefðu verið
góðar og yfirleitt verið skrifað
undir samstundis enda hefðu
undirskriftimar 300 safnast á
einum degi.
Ekki em þó allir í hverfinu
sammála um lokunina og, eins
og Morgunblaðið greindi frá á
fimmtudag, hefur hópur íbúa
sent lögreglustjóra bréf þar
sem farið er fram á að tak-
mörkunum verði aflétt. í sam-
tali við talsmenn þessa hóps í
blaðinu kom fram að þeir teldu
að borgaryfirvöld hefðu verið
hálfþartinn blekkt til að loka
götunni því meirihluti nafna á
undirskiiftarlistanum væri
búsettur norðan Bústaðaveg-
ar og ætti lítilla hagsmuna að
gæta. Jafnframt kom fram að í
kjölfar lokunarinnar hefði um-
ferð um Fossvogsveg stórauk-
ist en sú gata tengir saman
Háaleitisbraut og Eyrarland í
grennd við útivistarsvæðið
neðar í dalnum.
Þorsteinn I. Víglundsson
sagði að það væra ekki bara
íbúar Álands, sem hefðu staðið
fyrir lokuninni og orðið fyrir
ónæði vegna umferðarinnar
heldur hefðu íbúar beggja
vegna Eyrarlands, t.d. við
Dalaland, Búland, Brúnaland,
Efstaland, Aðalland og Álfa-
land, einnig tekið þátt í að-
gerðunum. Alls væra um 70%
þeirra sem skrifuðu á undir-
skriftarlistana búsettir við
þessar götur en um 30% norð-
an Bústaðavegar, flestir við
Grensásveg.
Þorsteinn sagði að eftir að
lokað var fyrir gegnumakstur
um götuna hefði umferð
minnkað verulega en eftir sem
áður væri nokkuð um fólk,
sem ekki virti bannmerki og
æki í gegn þrátt fyrir að
sjúkrabílum væri það einum
heimilt.
Umferðina út úr hverfínu
og á stofnbrautir
Þá sagði Þorsteinn að þrátt
fyrir staðhæfingar um aukna
umferð um F ossvogsveg í kjöl-
far lokunarinnar sýndu upp-
lýsingar frá borgarverkfræð-
ingi að umferðin hefði ekki
aukist að ráði. Hins vegar
væra íbúamir sem stóðu fyrir
undirskriftasöfnuninni and-
vígir því að umferð um Foss-
veg ykist.
„Við höfum jafnframt barist
fyrir því að hindranir séu sett-
ar á Fossvogsveg eða honum
lokað af sömu ástæðu," sagði
Þorsteinn. „Markmiðið er að
færa þessa umferð út úr hverf-
inu og á stofnbrautir en ekki
að skipta hverfinu í tvennt.“
Hann sagði að böm úr
hverfinu þyrftu að fara yfir
Áland og Eyrarland í skóla og
sumir íbúar ofan gatnamót-
anna hefðu fyrir lokun þurft að
fylgja bömum sínum yfir göt-
una á annatíma vegna mikillar
og hraðrar umferðar.
Vandséð væri að þörf væri á
gegnumakstri um Áland. Bæði
hefði umferð að og frá Borg-
arspítala ágæta aðkomu frá
Háaleitisbraut og eins væri
íbúum við götumar út frá Eyr-
arlandi ekki vandara en íbúum
austar í Fossvogi, þ.e. í göt-
unum út frá Hörgslandi og Ós-
landi, að búa við það að Eyr-
arlandið eitt tengdi þá
umferðaræðum að og frá
hverfinu. Hins vegar vildu íbú-
amir gjaman að gatan væri
opin fyrir sjúkrabifreiðar í
neyðartilvikum.
Þorsteinn sagði að þau rök
hefðu heyrst frá andstæðing-
um lokunar að mikil teppa
myndaðist milli Grensásvegar
og Bústaðavegar á annatímum
vegna lokunar Álands en hann
sagði að mælingar sýndu að
það tæki innan við mínútu að
aka þessa leið á annatíma.
Hvað varðar þátttöku íbúa
norðan Bústaðavegar í undir-
skriftasöfnuninni sagði hann
að umferð um Áland og Eyr-
arland hefði fylgt aukinn um-
ferðarþungi um Grensásveg,
sem íbúar þar hefðu hagsmuni
að því að draga úr. Eins og
fyrr sagði vora um 30% þeirra
sem undir áskoranina skrif-
uðu búsett þeim megin Bú-
staðavegar. Fráleitt væri hins
vegar að tala um að borgaryf-
irvöld hefðu verið blekkt til að
loka götunni enda hefðu upp-
lýsingar um heimilisföng
þeirra sem undir rituðu fylgt
skjalinu til borgarinnar.
Hávær minnihluti á móti
Gunnar Guðni Tómasson,
íbúi við Búland, sagði í samtali
við Morgunblaðið að sér fynd-
ust öll rök hljóta að hníga í þá
átt að loka Álandi fyrir umferð
og það væri rangt sem mátt
hefði skilja á andstæðingum
lokunarinnar að íbúar í svo-
kölluðum B-löndum væru and-
vígir lokuninni. Akstur um
Álandið yki mikið umferð um
hverfið en Fossvogshverfi
væri ekki skipulagt fyrir mikla
umferð. „Þetta hom er mikil
slysagildra," sagði Gunnar
Guðni um gatnamót Álands og
Eyrarlands. „Það er mjög
blint og gífurleg umferð á
álagstoppum, að mestu leyti til
og frá Borgarspítala. Hún er í
raun ónauðsynleg, því spítal-
inn hefur aðra, ágæta aðkomu
eftir stofnbrautum. Ég held að
það sé hávær minnihluti sem
er á móti þessu.“
Gunnar Guðni sagðist því
telja lokunina áhugamál meiri-
hluta íbúa gatnanna út frá
Eyrarlandi en ekki bara ör-
fárra íbúa í Álandi. Hann sagði
að eldhúsglugginn sinn sneri
að Eyrarlandi og hann hefði
séð með eigin augum hvílík
slysagildra gatnamótin væru.
„Við höfum horft upp á mörg
tilfelli þar sem nærri hafa orð-
ið slys. Menn koma frá Borg-
arspítalanum, sjá ekki upp
Eyrarlandið og svína fyrir um-
ferð á niðurleið. Oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar hef ég
séð menn þurfa að sveigja frá
til að afstýra árekstri og lenda
upp á gangstétt eða jafnvel
inni á lóð.“
Lokun samþykkt á
ný í borgarsljórn
Reykjavíkurborg ákvað síð-
astliðinn vetur að loka Álandi í
tilraunaskyni í eitt ár en úr-
skurðamefnd byggingar- og
skipulagmála hefur fellt þann
úrskurð að ekki hafi verið efni
til að breyta deiliskipulagi
svæðisins vegna breytinga á
umferð. Borgaryfirvöldum
hafi fremur borið að óska eftir
því að lögreglustjóri takmark-
aði umferðina og heimilaði
uppsetningu viðeigandi um-
ferðarmannvirkja. Beri því að
fella lokunina úr gildi.
Borgarstjóm Reykjavíkur
samþykkti á ftmmtudagskvöld
með átta atkvæðum meirihlut-
ans gegn sjö atkvæðum sjálf-
stæðismanna að í samræmi við
úrskurðinn yrði óskað heim-
ildar lögreglustjóra fyrir upp-
setningu skilta um bann við
innakstri á Áland, með sama
hætti og lögreglustjóri hefði
áður ákveðið. Þannig hefði
borgarstjóm staðfest vilja
sinn til þess að gegnumakstur
um Áland yrði bannaður fram
ávor.
I
1