Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 29

Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 29
Öldrun Andleg hnignun sýnist byrja um fertugt MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 29 Lyf Lítið vitað um verkun sumra lyfja á börn Kólesteról Heilbrigt líferni dugir ekki alltaf til Genamengi mannsins sagt opna nýjar dyr við með því að leita annarra úrræða til að taka virkan þátt í samfélaginu og eiga félagsleg samskipti," sagði dr. Melinda Forthofer, sem starfar við Háskólann í Suður-Flórida (Uni- versity of South Florida). „Hún sýn- ir okkur að við ættum ekki að gefa okkur að fólk, sem getur ekki átt börn, geti þar með ekki lifað inni- haldsríku lífi og notið þess,“ bætti hún við. Könnun þessi gefur því til kynna að viðteknar hugmyndir um barn- leysi hjóna og líðan þeirra einstak- linga síðar á æviskeiðinu eigi ekki við rök að styðjast. Hún ætti einnig að vera þeim nokkur huggun, sem geta ekki eignast börn nú af ein- hverjum sökum. Flestir komast yfir barnleysið „Mjög margir gefa sér að barn- leysi fylgi að einu af meginmark- miðum lífsins hafi ekki verið náð og að það hafi aftur í för með sér óæskileg sálræn áhrif,“ sagði Mel- inda Forthofer. Hún tók fram að vissulega skiptu uppkomin börn miklu máli í félagslífi eldri foreldra og að barnleysi gætu að sönnu fylgt minni félagsleg virkni og skortur á stuðningi af ýmsum toga. „Hins veg- ar sýnir þessi könnun að í mörgum tilfellum er enginn munur á hinum barnlausu og foreldrunum þegar um er að ræða sál-félagslega þætti og almenna lífsánægju. Þetta getur ef til vill orðið þeim pörum, sem ekki geta eignast börn nokkur huggun. Margir spyrja sig hvernig þeir eigi að geta komist yfir ófrjósemi og barnleysi en rannsókn mín sýnir að flestum tekst það ágætlega. Barn- lausir geta lifað innihaldsríku lífi ekkert síður en fullorðnir foreldr- ar.“ Barnlausir ekkert síður ánægðir en foreldrarnir Sú skoðun hefur lengi verið viðtekin að fólk sem ekki getur eignast börn líði fyrir það með ýmsum hætti. Rann- sókn sem ellilífeyris- þegar í Flórída tóku þátt í leiðir í ljós að þetta er ekki rétt og að hinir barnlausu njóta lífsins ekkert síður en foreldrarnir. New York. Reuters FÓLK, sem vildi á sínum tíma eign- ast böm en gat það ekki af einhverj- um ástæðum, nýtur lífsins síðar á ævinni ekkert síður en þeir sem urðu foreldrar. Ný rannsókn sem gerð var í Flórída í Bandaríkjunum skilar þessari niðurstöðu. Ef einhver munur er greinanleg- ur á hinum barnlausu og foreldr- unum er hann helst sá að þeir, sem ekki eignuðust börn, eru félagslega virkari en hinir. Associated Press Barnleysi er engan veginn ávísun á einsemd og ófullnægju í lífinu þótt skoðanir í þá veru hafi löngum verið á kreiki í þjóðfélaginu. Þvert á móti virðast rannsóknir gefa til kynna að þeir sem ekki eignast börn lifi ekki síður innihaldsríku lífi þegar aldurinn færist yfir en þeir sem verða foreldrar. Virkari og ferðast meira í könnun þessari tóku þátt 854 eftirlaunaþegar í Flórída og kom í ljós að það fólk, sem ekki hafði eign- ast börn, tók frekar þátt í félagslegu starfi af ýmsum toga, ferðaðist meira, stundaði frekar líkamsrækt og íþróttir en foreldrar á svipuðum aldri. Af þeim sem þátt tóku höfðu 71% eignast börn, 21% voru barn- laus en 7% kváðust ýmist aldrei hafa gengið í hjónaband eða hafa verið komin af barneignaraldri þegar þau giftust. Þegar leitað var eftir sjálfs- mati, sálarástandi og almennri ánægju með lífið kom í ljós að hinir barnlausu gáfu foreldrunum ekkert eftir. „Þessi rannsókn gefur til kynna að barnlaus eldri pör geti brugðist Imyndun og sýn eitt og hið sama Of mikið kaffi eykur hættu á fósturláti Washington. Reuters. ÞEGAR maður ímyndar sér eitthvað og þegar maður aftur á móti sér það er heilastarfsemin í manninum í báð- um tilfellum hliðstæð, að því er bandarískir vísindamenn greina frá. Segja þeir að sami staður í heilanum uppljómist þegar einstaklingm’ ann- ars vegar ímyndar sér andlit eða stað og þegar hann hins vegar horfir á mynd af sama andliti eða stað. Auk þess segjast vísindamennirn- ir, sem starfa við Massachusetts- tæknistofnunina (MIT), geta sagt til um með 85% nákvæmni hvort ein- staklingurinn er að ímynda sér andlit eða stað, einfaldlega með því að skoða hvernig heili einstaklingsins upp- ljómast. „Við notum að sumu leyti sömu heilastöðvar þegar við í rauninni sjáum og þegar við einungis ímynd- um okkur,“ sagði Nancy Kanwisher, aðstoðarprófessor í heila- og vits- munavísindum við MIT, í fréttatil- kynningu. I grein í Journal of Cognitive Neuroscience sögðu þær Kanwisher og Kathleen OCraven við Rotman- rannsóknarstofnunina í Toronto í Kanada, að þær hefðu notað virka segulómmyndun (fMRI) til þess að skoða heila í sjálfboðaliðum. Með fMRI geta vísindamenn skoðað blóð- streymi og virkni á ýmsum stöðum í heilanum. I iyrri rannsóknum höfðu Kan- wisher og samstarfsmenn hennar komist að því að tiltekið svæði í heila- berkinum, svonefnt parahippocamp- al-svæði, brást sterklega við myndum af stöðum, bæði inni og úti, en ekki við myndum af andlitum. Annað svæði í heilaberkinum, fusiform-svæði, brást við myndum af andlitum. I nýjustu rannsókninni, sem beind- ist að þessum tveimur svæðum, voru sjálfboðaliðar beðnir að horfa á myndir af svæðum eða andlitum og svo að ímynda sér, með lokuð augun, sömu staði og andlit. Segul- ómmyndunin „leiðir í ljós áberandi hliðstæður milli svæða sem bregðast við ímyndun og sem bregðast við myndum,“ segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar. Ennfremur athuguðu vísinda- mennimir hvort þeir gætu, með því einu að skoða segulómmyndimar, sagt til um hvort einstaklingurinn væri að hugsa um andlit eða stað og komust þeir að því að þeir hittu nagl- ann á höfuðið í 85% tilvika. TENGLAR Journal ofCognitive Neuroscience: http://lntl-Jocn.mitpress.org/ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. OF MIKIL kaffidrykkja á fyrstu mánuðum meðgöngu eykur hættuna á fósturláti, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn sem birt er í New England Journal of Medi cine. Leggur Sven Cnattingius, læknir við Karolínsku stofnunina í Solna til að konur drekki ekki kaffi á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu. Rannsóknin var gerð á 562 kon- um sem misst höfðu fóstur. Nið- urstaðan var sú að koffein eykur hættuna á fósturláti þar sem það berst úr móður í fóstrið. Fjórir boll- ar af kaffi tvöfalda líkurnar á fóst- urláti og þær aukast þegar við tvo bolla daglega. Um var að ræða konur sem ekki reyktu en reykingar auka líkur á fósturláti. Kaffidrykkja ofan í reyk- ingar virðist hins vegar ekki auka þær frekar. Cnattingius leggur til að geti barnshafandi konur ekki án kaffis verið, reyni þær að takmarka neysl- una við einn bolla á dag, fyrstu þrjá mánuði meðgöngu. TENGLAR New England Journal ofMedicine: www.nejm.org Associated Press Læknar mæla nií með því að ófrískar konur velji annan drykk en kaffi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.