Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 32

Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 R riKU M MORGUNBLAÐIÐ ■ U ■ | Vísindavefur Háskóla íslands Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? VISINDI Að undanförnu hefur verið heldur rólegt á Vísindavefnum og margir af fastagestunum greinilega uppteknir víð jólaundirbún- ing. Svarhöfundar eru iíka margir farnir í jólafrí og því hafa birst mun færri svör en venjulega. Þó höfum við birt svör við spurningum um fastastjörnur í Vetrarbrautinni, tímasetningu á jólahaldi, vaxandi og minnkandi tungl, furstadæmið Seborga, Quicksort-algóritmann, gallblöðruna og fisktegundir við ísland. Hvenær kom fyrsta teikni- myndasagan út? Hver var tii- gangur hennar og um hvað var hún? SVAR: Uppruni listforma er yfirleitt ekki ákveðið ár eða dagur, heldur mótast hefð og verður til á löngum tíma. Myndir og myndmál eru eldri tjáningarform meðal manna en rit- mál með sértækum táknum, eins og hljóðstafrófið okkar. Hellamálverk virðast mörg vera málaðar frásagn- ir af atburðum. Egypskt híeróglýf- ur er einnig notað til frásagna af at- burðum, sönnum eða skálduðum. Hér á eftir verður rakið hvernig myndasagan mótast til þeirrar myndar sem við þekkjum hana, á síðustu öldum. Teiknimyndasögur eru sögur sagðar í myndum sem styðjast fyrst og fremst við ritmál til að birta samtöl. Uppruna þeirra sem fjölda- miðils má rekja til upphafs prent- listar, en strax í kringum 1550 eru prentaðar þýskar tréristur, mynda- sögur sem fjalla um líf dýrlinga, kraftaverkasögur úr samtímanum, gamansögur um kynlegar ástir og áróður gegn Gyðingum. Árdagar myndasagna Á 17. öld ber nokkuð á áróð- ^ lftíð www.opinnhaskoli2000.hi.is ursmyndasögum í kringum trúardeilur og stjórn- málaátök, aðallega í Þýska- landi og Hollandi. Einna best þekkt af þessum sögum er saga þrjátíu ára stríðsins, gerð af Hollend- ingnum Callot. Hollenski listamaðurinn Romeyn er sá fyrsti til að helga sig fyrst og fremst myndasögugerð. Hann fjallaði einnig um pólitíska viðburði í sínum sögum. Meinlegar harðstjórnar-eigin- konur eru vinsælt viðfangsefni hæð- inna myndasagna í Þýskalandi á 17. öld - þær má enn sjá í myndasög- um á borð við Gissur Gullrass. Þá ber og á glæpasögum á 18. öld og til verður rómantísk ímynd utangarðs- glæpamanna, sem skilar sér í spæjarasögum síðar meir. Hollend- ingar framleiða á sama tíma nokkuð af myndasögum ætluðum bömum. Um miðja 18. öld gera Rússar líka háðskar myndasögur um ýmis efni. Myndasögur Bretans Hogarths þykja listilegur tilbúningur. Sögur hans voru oftar en ekki hæðinn far- vegur samfélagsádeilu. En í þeim var ekkert stuðst við talmál og þær voru flestar sagðar í einum ramma. Samlandar Hogarths, Rowland- son og Gillray halda fram hefð hans en ganga lengra í skrumskælingum og ýkjum. Þeir og fleiri Bretar ein- falda teiknimyndirnar og auka um leið táknrænu - nota bakgmnn og umhverfi til að gefa stétt og stöðu til kynna með einstökum hlutum, skissa upp arin frekar en teikna heila stássstofu. Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer hefur hins vegar verið nefndur faðir teiknimyndasögunnar. Hann lifði fyrri hluta 19. aldar og leggur til myndasöguhefðarinnar hennar helstu aðalsmerki til okkar daga: • Andhetjuna sem stritar mark- laust og hlægilega gegn örlög- um og óvinveittu samfélagi. • „Markvisst markleysi" í frá- sögn, útúrdúra og uppákomur sem vart koma fléttu sögunnar við. • Og síðast en ekki síst: Skissu- legar teikningar þar sem raun- særri þrívidd var kastað fyrir róða en áhersla lögð á hreyf- ingu og spennu. Siðferðisboðskapur sagna hans var óræður þar sem hefðbundið or- sakasamhengi glæps og refsingar var hunsað. Myndasögur sem upp úr miðri 19. öld taka að birtast í dagblöðum og tímaritum em flestar undir sterkum áhrifum frá Töpffer. Bresku hjónin Marie Duval og Charles Ross lögðu persónuna Ally Sloper til myndasöguhefðarinnar. Hann var fyrsta framhaldspersóna myndasagnanna, það er fyrsti fasta- gestur í blaði. Fyrsti listamaðurinn til að hafa myndasögur að atvinnu var Þjóð- verjinn Wilhelm Busch á seinni hluta 19. aldar. Hann gaf bæði út í blöðum og bókum. Bækumar gerðu honum kleift að gera lengri sögur en annars tíðkuðust. Sögur hans em byggðar á hefð Töpffers en em rökvísari og jarðbundnari. Best þekktar meðal persóna hans em stráklingamir Max og Moritz, en tvíeyki af þeirra toga enduróma um alla sögu myndasagnanna, á síðustu ámm, til dæmis í Beavis og Butt- head. Busch lagði líka til ýmislegt táknmál sem enn er stuðst við, tákn fyrir hreyfingu, hávaða og tilfinn- ingaviðbrögð. Fyrri hluti 20. aldar og Bandaríkin Fyrstu myndasöguna sem birtist í almennu dagblaði átti Frakkinn Caran d’Ache í dagblaðinu Le Fig- aro, upp úr 1880. Myndum hans fylgdi ekkert ritmál. Hann þróaði mjög uppbyggingu myndasagna; skapaði stígandi í fáránleika, sem margir hafa síðan leikið eftir. Myndasöguræmur dagblaða, í þeirri mynd sem þær þekkjast í dag, urðu til undir lok 19. aldar, þegar bandarísk dagblöð kepptu harkalega um hylli lesenda. Persón- an Yellow kid, sköpuð af Richard Outcault, varð þá til sem fyrsta framhaldspersóna bandarískra teiknimyndasagna. Talblaðran staðlaðist með gula krakkanum, en lítið hafði farið fyrir henni síðan á 17. öld. I kjölfarið sló myndasagan „Katz- enjammer Kids“ eftir Rudolph Dirks í gegn, með talblöðrur, stöð- ugan hóp persóna og skiptingu frá- sagnarinnar í ramma. Aðrar myndasögur sem gegndu mikilvægu hlutverki í þróun mynda- sögunnar eftir að hún komst í dag- blöð voru „Little Nemo in Slumber- land“ eftir Winsor McCay, „Winnie Winkle“ eftir Martin V. Branner og „Tillie the Toiler" eftir Russ West- over. Tarzan var fyrsta ævintýraræm- an. Höfundur hennar, Harold Fost- er, sótti mikið til kvikmynda í fram- setningu sinni og teikningar hans voru nákvæmari og raunsærri en lengi hafði sést í myndasögum. 1933 hefst útgáfa myndasögu- blaða í Bandaríkjunum, í sama broti og algengast er enn í dag (19x26 cm). Seinna stríð og Evrópa Á tíma seinni heimsstyrjaldar snúast bandarískar myndasögur mikið um stríð og glæpi og eru mik- ið lesnar af amerískum hermönnum á vígvöllum. Þessar sögur urðu al- ræmdar fyrir siðleysi og bæði evr- ópskir og bandarískir uppalendur urðu mótfallnir myndasögum. Myndasöguiðnaðurinn brást við og dró nokkuð úr ofbeldi, kynþátta- hatri og stríðshyllingu. „Bókmenntalegar" myndasögur, með heimspekilegu, sálfræðilegu og félagsfræðilegu ívafi, urðu vinsælar á seinni hluta 6. áratugar. Einna hæst reis Smáfólk eða Peanuts eftir Charles Schulz sem enn birtist í Morgunblaðinu. I Evrópu nutu amerískar mynda- sögur mikillar hylli, svo Bretar lögðu fyrst og fremst til myndasög- ur handa börnum, t.d. Róbert bangsa (Rupert bear) eftir Mary Tourtel. En í seinni heimsstyrjöld- inni urðu fullorðinsmyndasögur vin- Jólasveinadraum ur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsso ÞORLÁKUR sá er messa dagsins er kennd við mun hafa lifað og þjón- að drottni við upphaf kristnitöku á íslandi. í lífi sínu var hann öðrum mönnum fyrirmynd um gott líferni og góðvildin ein í garð annarra. Stuttu eftir komu pilts frá námi er- lendis í kristnum fræðum urðu ætt- ingjar hans ólmir að útvega honum auðugt kvonfang eins og segir frá í Sögu daganna: „En þá voru þær konur svo í hér- aði er bestur kostur þótti vera er ekkjur voru. Nú varð Þorlákur að því ráði eggjaður, og fór hann síðan og frændur hans með honum á bæ þann er í Háfi heitir og ætlaði að biðja sér ekkju þeirrar virðulegrar er þar bjó, og var við þeim tekið þar forkunnarvel. En er þeir tóku svefn eftir góðan beina á þeirri hinni sömu nátt þá sýndist Þorláki í draumi maður göfuglegur yfirlits og með sæmilegum búningi, og mælti: „Hvert hafið þér ætlað hing- að yðar erindi," segir hann, „ef þér megið ráða.“ Þorlákur svaraði: „Ég veit eigi að hverju verða vill,“ segir hann. Sá mælti er honum sýndist i drauminum: „Veit ég,“ sagði hann, „að þú ætlar þér hér konu að biðja. En þú skalt það mál eigi upp láta koma af því að það mun eigi ráðið verða, og er þér önnur brúður miklu æðri huguð (þ.e. kirkjan) og skaltu öngrar annarrar fá.“ En er hann hafði þetta mælt þá hvarf hann frá honum að sýn, en Þorlákur vaknar. Og var hann þá svo frá horfinn þessu máli að hann bað sér aldrei konu þaðan frá.„ Um andlegan kraft Þorláks og kynngimögn segir meðal annars: „Ef fénaður sýktist þá batnaði ávallt við hans yfirsöngva ef lífs var auðið. Vatnsvígslur hans voru merkilegar svo að bæði fékk bót af menn og fénaður. Ef vatni því var dreift yfir fénað, er Þorlákur hafði vígt, þá grandaði því nálega hvorki sóttir né veður eða dýr. Ef mýs gerðu mein á mat eða klæðum þá kom fall í þær eða hurfu allar af vatninu ef því var yfir stökkt.“ Þegar Þorlákur var vígður bisk- up 1178 var þettahafteftir vígslu- biskupi hans, Eysteini erkibiskup: „Biskup hæfir að sé,“ sagði hann, „lastvar og lærður vel, dramblaus og drykkjumaður lítill, ör og óá- gjarn, skýr og skapgóður, góðgjam og gestrisinn, réttlátur og ráð- vandur, hreinlífur og hagráður, tryggur og trúfastur, mildur og máldjarfur, ástsamur viður alþýðu en ávítsamur við órækna,“ og má sjá að það er heilags manns að vera með þeim hætti.“ Þorlákur var tekinn í helgra manna tölu við andlát sitt 1193, þá sextugur að aldri. Sem biskup skrýddist Þorlákur tisku þess tíma, rauðleitum skrúða og skikkju með ljósum kraga og þegar myndir af honum er skoðaðar minnir útlit hans og lífemi óneitanlega á annan biskup er Nikulás hét og þjónaði í Mym í litlu Asíu á fjórðu öld. Sá varð vinsælastur þeirra biskupa er helgi hlutu því hann þótti einkar bamgóður, ljúfmenni hið mesta og gæddur yfimáttúrulegum kröftum til góðra verka. Eftir dauða sinn óx hann í hugum manna sem vemdari bama og fátæklinga og fékk við- umefnið „Faðir jóla.“ Nikulás helgi varð því Sankti Kláus eða Jóla- sveinninn, faðir jóla og mér er ekki örgrannt um að Þorlákur helgi sé sá hinn sami faðir þótt skatan hafi ratað hér á hans borð. Gleðilegjól. Draumur „Dísu“ Mig dreymdi að ég væri að byggja kirkju, hún var úr viði og lík staf- kirkjunum. Ekld var hún stór en mér þótti hún falleg. Ég var ekki búin að ljúka við hana, ætlaði að klára hana þegar ég hefði tíma til. Veðrið var gott í draumnum, logn og blítt. Mér fannst ég líta í kring og sá þá móður mína álengdar (hún er látin fyrir mörgum áram), sat hún með fallega hymu á ökklunum og prjónaði. Brosti hún til mín og var afskaplega ánægð yfir þvi sem ég var að gera. Þó sérstaklega að ég ætlaði að klára bygginguna. Draumurinn var ekki lengri og um það bil eitt ár síðan mig dreymdi hann. Ráðning Þegar líður á æfina og maðurinn hefur öðlast þroska til að greina hismið frá kjarnanum verða draum- arnir oftar tærir og lausir við allt óþarfa prjál, sviðsmuni og aukaleik- ara sem ragla drauminn og gera hann þvælulegan eins og greina má í draumum unglinga. Draumur þinn, Dísa, er skýr, hann lýsir manneskju sem hefur byggt upp traust en sveigjanlegt sjálf (staf- kirkjan), laust við hroka og yfirlæti. Þetta veganesti virðist hafa dugað vel í gegnum tíðina (kirkjan er enn í byggingu) og skilað þér góðum and- legum arði (hyrnan og prjónaskap- ur móður þinnar) sem þú hefur get- að miðlað víða. Ef stafkirkjan er skoðuð nánar sem draumtákn er hún fyrst ígildi sálarinnar en efnið og formið hefur sérstaka merkingu. Stafimir merkja stoðirnar (grann, stuðning, heilbrigða skynsemi) sem þú hefur veitt í lífinu og lagið visar til þess andlega krafts sem jarðfesti stoðirnar. Hyrnan í draumnum gef- ur í skyn heilaga þrenningu og því má ætla að móðir þín hafi gengið um heilagan veg inn í draum þinn og þannig séð er draumurinn ekki bara draumur. • Þeir lesendur sem vitfa fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðing- ardegi ogári ásamt hcimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavfk eða á hcimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.