Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 57

Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 BRÉF TIL BLAÐSINS Umönnunarstörf, verðmæti og umbun Frá starfsmönnum heimaþjónustu Bólstaðarhlíð: TILEFNI þess að við, hópur starfs- manna (-kvenna) í „umönnunar- störfum", setjum smáhugleiðingu á blað eru skrif Þórunnar Svein- björnsdóttur, 1. varaformanns Efl- ingar-stéttarfélags og á sæti í nefnd um ímynd ellinnar og þess að starfa með öldruðum á vegum heilbrigð- isráðuneytisins. Við viljum í upphafi taka undir þá uppgötvun nefndarinnar og ekki síst þinnar, Þórunnar, að störfin sem við vinnum era mjög mikilvæg, oft gef- andi en væntum við ekki síst slít- andi. Ekki minnst vegna þess að á undanfömum misserum hefur gefist minni og minni tími til að sinna félagslega þætti starfsins en þess í stað hefur „umönnunin“ þróast meira yfir í ræstingar, skúringar og þessháttar störf. Svo og er gefinn minni og minni tími á hvert heimili. En þetta hlýtur þessi hamingju- sama nefnd að hafa uppgötvað á yf- irferð sinni á milli öldrunarstofnana þó svo að við undirrituð höfum ekki hitt téða nefnd. Enda við á fullri ferð á milli heimila. Við að vísu skilj- um ekki alveg að þú, Þórann, sem ert fyi-rverandi formaður Starfs- mannafélagsins Sóknar (starfsmað- ur okkar og formaður), skulir upp- götva í nefnd hvað starfið er mikilvægt, merkilegt, gefandi og fjölbreytt. En það sem ekki síst vakti okkur til umhugsunar var launaþátturinn í greininni. Þar talar þú um að laun þessa hóps hafi hækkað veralega í sumar og einnig talar þú um að stofnanir eigi meiri möguleika á að laða til sín fólk vegna „sveigjanlegra matsaðferða" til launa. Við könnumst ekki við þessar gífurlegu launahækkanir sem þú talar um, altént komu þær ekki til okkar. Eða ert þú að tala um samningana við einstaka öldrunar- stofnanir þar sem þátttaka í at- kvæðagreiðlu var lítil sem engin? Við vitum að þú hlýtur að svara þessu og viltu þá ekki segja frá í krónum hvað þessi veralega hækk- un var mikil. Og þá era það launin fyrir hin mikilvægu, fórnfúsu og verðmætu (svo eitthvað sé nefnt) störf. Hér er dæmi um grunnlaun einnar okkar sem vinnur í heimaþjónustu, er með 20 ára starfsreynslu við umönnun eldra fólks; grannlaun 83.897 krón- ur á mánuði fyrir fullt starf. Þú seg- ir í grein þinni „að sjálfsögðu væri æskilegt að laun væru veralega hærri en það skortir á vilja rík- isvaldsins eins og oft áður“. Við urð- um allmikið hissa þegar við sáum þetta. Við spyrjum í einlægni hvenær í sögu okkar í baráttunni fyrir bætt- um kjöram hefur ekki verið skortur á vilja hjá atvinnurekendum. Það sem brennur á að okkar mati er að bæta úr þeim skorti á þeirri hvatningu og stuðningi af hálfu for- ystu okkar til að hvetja okkur til dáða og nota þau verkfæri sem við búum yfir til að sækja þau réttlátu kjör sem era eitthvað í takt við þá miklu ábyrgð, fómfýsi og verðmæti sem störf okkar eru. Víða út um land hafa, sem betur fer, náðst mun betri kjör, ekki síst fyrir tilstuðlan duglegrar forystu sem hefur hvatt til dáða og sam- stöðu. Tökum það sem fyrirmynd, ekki til að semja félaga okkar í átt- ina niður til okkar, heldur okkur upp til þeirra. Og semjum um krónur ekki prós- entur. Það var óskiljanleg afstaða í samningum vetrarins að kröfur Efl- ingar skyldu vera í prósentum. Við viljum ekki trúa því að það hafi ver- ið þinn vilji, Þórann. Krafa okkar í komandi samningum hlýtur að vera í takt við þær kröfur sem verið er að gera við ríkið og sveitarfélög í þeim mikilvægu störfum sem unnin era t.d. í skólum. Við skulum hætta að æfa „sveigjanleikann". Við eram orðin bæði sveigð og beygð. P.S. Hvað er annars borgað fyrii’ þessi nefndarstörf? STARFSMENN HEIMAÞJÓN- USTU BÓLSTAÐARHLÍÐ: Guðrún Ág. Sæmundsdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Helga Sveins- dóttir, Elsa Jónsdótth’, Guðrún Jóna Melsteð, Guðfinna Björns- dóttÍTj Erna Hannesdóttir, Anna Sigrún Ásmundsdóttir, Ragnhildur ísleifsdótth’, Guðrún Margrét Sig- urbjörnsdóttir, Kiistín Árnadóttir, Helga Árnadóttir, Sigríður S. Sig- urjónsdóttir, Ragnheiður G. Gests- dóttir. Rey kj anesbr aut FráÁrna Birni Guðjónssyni: ÞAÐ DÝRMÆTASTA sem við eig- um er lífið sjálft, við elskum lífið.Virð- ing okkar fyrir lífi annars fólks er slík að við eyðum stóram hluta þjóðarút- gjalda til að vernda og bæta mannslíf og koma í veg fyrir að fólk deyi fyrh’ aldur fram af völdum slysa eða sjúk- dóma. Því er stöðugt reynt að efla læknavísindin með kostnaðarsömu rannsóknai’starfi, auk þess sem öllum ráðum er beint til forvama ekki síst með því að fræða almenning á ýmiss konar hættum. Lög þjóðarinnar era sett til að vemda líf okkar, gera það hamingju- ríkt. „Líf í fullri gnægð“ er það sem Jesús heitir okkur ef við fylgjum hin- um góða og fullkomna vegi sem fagn- aðarerindið boðar. En óvinurinn, djöf- ullinn, er sá sem kemur til að deyða okkur. Guð elskar okkur og vill að við vilj- um velja hans leið sem er kærleik- urinn, að við elskum hvert annað. E.t.v. reynum við að gera okkar besta en við eram misjöfn. Sumum tekst vel til en öðram ekki, því miður. í lýðræðisþjóðfélagi eins og okkar höfum við tækifæri til að hafa áhrif, á hvert annað og á þjóðfélagið í heild. Við getum talað skrifað og rökrætt um það sem betur mætti fara og ekki síst höfum við tækifæri til að koma skoðunum og hugmyndum okkar til þeirra sem við höfum kosið til að ráða morgundeginum fyrir okkur. Enginn er fullkomin, okkur skeikar og bregðumst okkai’ skyldum við hvert annað, við fjölskyldm- okkar og þjóðfélagið. Margir fá góðar hug- myndir sem gætu breytt heilmiklu ef næðist að framkvæma þær. Sumir hafa ekki kjark til að koma fram í dagsljósið með hugmyndir sínar því þeir era hræddir við valdhafanna. „En ótti er ekki í elskunni." „Ef Guð er með þér, hver er þá á móti þér?“ Mörg líf hafa tapast og fjölmargir eiga um sárt að binda, fjölskyldur sundrast er ástvinir deyja eða slasast eða að þeir verða örkumla allt sitt líf. Margir upplifa þjáningar eftir slys í langan tíma sem ástvinir finna sem óhamingju í lífinu. En í þjáningunni vill Guð mæta okkur og gefur okkur sinn frið. Ábyrgð stjómvalda er því mikil, því þeir ráða aðgerðum og hafa með höndum alla gát á lífi okkar ófull- komnu manna með alls konar lögum og reglugerðum. Hlutverk stjóm- valda er að sýna þjóðinni ást og um- hyggju. Og eins og þegar er komið fram er í raun öllum skattpeningum okkar eytt í þetta, allt til að vemda líf okkar og gera það hamingjusamara. Umferðin er stærsti, ótímabæri líf- taki þjóðaiinnar. Árið sem er að að enda hefur verið eitt versta hvað þetta varðar í manna minnum. Þetta er alvarlegt mál. Hvemig hafa menn bragðist við, aðilar eins og Umferð- arráð, Almannavamir, slysavarnar- félögin og Vegagerðin. Þessir aðilar sem fá mikla fjármuni af almanna fé til starfa, allt undir vemdarvæng stjórnvalda? Nú heyrist aðeins frá þeim að slysin séu fólkinu sjálfu að kenna, það gerir „mistök“, þetta er haft eftir embættismönnum stjóm- valda, ekki síst í ríkisfjölmiðlunum. En mannslíf tapast. Enginn er full- kominn nema Guð. Við geram mistök sem við verðum að taka ábyrgð á.Við getum að sjálfsögu bætt okkur mik- ið.Við eigum að læra af mistökunum. Við beram vissulega ábyrgð á eigin mistökum. Beram við sem einstak- lingar ein ábyrgðina? Stjómvöld bera ábyrgð á framkvæmd laga og reglu- gerða sem snerta þessi mál. Þau fara með öll öryggismál fyrir okkur, með lögum. Við þörfnumst aðgerða strax. Þrátt fyrir fjölda slysa og mildnn kostnað í umferðarmálum hafa engar hugmyndir komið fram um aðgerðir „strax“ á Reykjanesbraut. Ýmislegt er hægt að gera strax sem engin hefur enn minnst á. Ég er hér með hugmyndir sem ég GA.NGA. 1GARÐ Jólasveinn í heinisókn á !. Iiverjum degi kl. 15 fram að jólum! SFIÖLSKYLDU-OÚ HÚSDYRACARDURINN WHOHi óska eftir að séu ræddar. Þær era eft- irfarandi: 1. Á hraðbrautum erlendis era víða settar upp á miðju vegarins steyptar einingar þannig að þær skilja á milli akreinanna þannig að útilokað er að bifreiðar geti rekist á úr gagnstæðri átt. Þetta ætti að gera strax við Kúa- gerði. Þessar einingar era til staðar - til sölu hjá B.M. Vallá. 2. Rifflaðar rendur (steyptar) sem valda miklum hávaða þegar keyrt er yfir á þær, þannig að bifreiðarstjóri myndi strax bregðast við ef hann er kominn út í kant eða of nálægt miðju. Slíkar rendur era á flestum hrað- brautum erlendis og era mikið öryggi og viðvöran fyrir ökumenn. 3. Blikkandi viðvöranarljós við ýmsu, t.d. of miklum hraða, skyndi- legri hálku, slæmri færð, óveðri og m.fl. 4. Framúrakstur verði nú þegar bannaður á ýmsum stöðum þar sem ekki verða settir upp steyptir skil- veggir á milli. Mai’gt fleira er hægt að gera, svo sem sterk viðvöranarskilti sem vara við hættulegum stöðum. Nú era jól í nánd og við skulum biðja til Guðs að eitthvað raunhæft gerist í þessum málum, aðgerðir fari af stað. Ég vonast eftir viðbrögðum við þessum tihögum, Guð blessi íslendinga. ÁRNIBJÖRN GUÐJÓNSSON, talsmaður Kristilega lýðræðisflokksins. ALMANAK HÁSKÓLANS Jótagjöf útivistarfóí/fins Verð If. 755 Fæst í öllum bókabúðum Grýlukvöld í Kolaportinu ÞORLÁKSMESSU KL. 20:00 Grýla dansar með krökkunum Jólasveinar gefa 400 jólagjafir Grýluskrúðganga um miðbæinn Tröllabúningakeppni krakka Það komu tvö þúsund manns í fyrra. Grýla, Leppalúði og jólasveinar koma því aftur núna ð Þorlðksmessu og gefa krökkum 400 jólagjafir. Fyrstu tíu krakkarnir sem mceta í tröllabúning fð að sitja í Grýluvagninum. Tröllabörnin, Grýla og Leppalúði fara síðan fyrir grýluskrúðgöngu um miðborgina. Opið á Þorláksmessu Kl. 11-23 Markaðslorg KOLAPORTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.