Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 61
|
FÓLK í FRÉTTUM
•t
■ I
Baldinn
barnaskari
TOJVLIST
Geisladiskur
ÓSKABÖRN
ÞJÓÐARINNAR
Óskabörn þjóðarinnar. Tónlist úr
samnefndri kvikmynd. Flytjendur
eru Bláskjár, XXX Rottweilerhund-
ar, Stjörnukisi, Kanada, Ruxpin,
Jag-úar, Dip, Purrkur Pillnikk, Mín-
us, Toymachine, Dr. Spock, Brain
Police, Biogen og Bix. 57,51 mín.
Smekkleysa sm/ehf gefur út.
ÞAÐ er óhætt að segja að kvik-
myndin Óskaböm þjóðarinnar sé
með umdeildari kvikmyndum ársins
og sitt sýnist hverjum um ruslaralega
úttekt leikstjórans Jóhanns Sigmars-
sonar á ruslaralýð nútímasamfélags-
ins. En hvað um það, eins og lög gera
ráð fyrir er tónlist myndarinnar hér
komin á hljómdisk. Innihaldið sam-
anstendur að mestu af rokki í harðari
kantinum og raftón-
list sem sveipuð er
hæfilegri neðanjarð-
aráru. Efnisvalið er
heilsteypt og það
liggur groddalegur
þráður í gegnum
plötuna sem speglar
inntak myndarinnar
vel. Andi hennar er
hér fangaður á far-
sælan hátt.
Bláskjár ríður á
vaðið með titillagi
myndarinnar og
gefúr tóninn með
valíumlegu víð-
buxnarokki sem
nikkar nett til sveita
eins og Stone Roses
og Happy Mondays.
Sigurvegarar Músíktilrauna, takt-
rímssveitin XXX Rottweilerhundar,
fylgja svo í kjölfarið með dónarapps-
laginu „Þér er ekki boðið“ sem er
reyndar líkara löngum brandara með
undirspili. Stjörnukisamenn koma
svo næstir með nútíma kuldarokk og
spyrja hlustandans hryssingslega
hvort hann vilji deyja.
Næst kemur rafrænt millispil,
Kanada leikur sýru hlaðið hljóðbúta-
verk með viðkomu í svona tuttugu
dægurtónlistarstílum og hinn merki
raflistamaður Ruxpin fylgir í humátt
á eftir með ekki ósvipað verk, þó öllu
skerptara. Funasveitin Jagúar brýt-
ur þetta svo upp með frekar hefð-
bundinni hrynhitakeyrslu og snúa í
leiðinni út úr lífsspeki frá bresku
sveitinni Primal Scream er þeir
hrópa „You’ve got the money, I’ve
got the dope!“ Dip, samstarfsverk-
efni Jóhanns Jóhannssonar og Sig-
tryggs Baldurssonar, eiga hér lagið
„Mind in a vice“, lag sem hægt er að
finna á plötu þeirra Hi-camp meets
lo-fi. Dip lögðu upp með að semja
„kvikmyndatónlistarlega“ tónlist og
lagið hér er ágætis dæmi um þá við-
leitni.
Pönkgoðsögnin Purrkur Pillnikk
hleypir því næst miklum rokkkafla í
gang með tveimur lögum, „Excuse
me“ og „Surprise“. Mínus eiga því
næst frábært lag, „Denver", sem er
að finna á nýjustu breiðskífu þeirra
Jesus Christ Bobby, einni bestu ís-
lensku rokkplötu síðustu ára. Akur-
eyrska sveitin Toy Maehine læðir inn
gruggskotnu kálhorníurokki sem er
nokkuð í anda Korn og viðlíka sveita
og hin dularfulla sveit Dr. Spock á
hér glæsta þungapönkssmíð, hvar
Óttarr Proppé, aðalleikari myndar-
innar, fer á kostum. Eyðimerkur-
rokkararnir svölu í Brain Police eiga
svo hér svalan og kæruleysislegan
rokkara sem er fullkomlega í stfi við
myndina.
Plötunni er svo snyrtilega pakkað
saman af Biogen og Bix. Biogen
sendir frá sér dramatíska, dimma og
afar tilkomumikla raftóna en Bix
leggur hins vegar til fallegt og vona-
bjart lag sem er nokkuð í stíl við hina
sætu sveit múm og lokar með því
plötunni.
Myndin var nokkuð lengi í vinnslu
og sum laganna hér eru komin nokk-
uð til ára sinna. Það kemur hins veg-
ar ekki að sök því heildarupplifunin
er, eins og áður segir, góð. Umslagið
er smekklegt og stflhreint en aftur á
móti afar rýrt af upplýsingum. Meg-
inkosturinn við plötur eins og þessa
er að oft bjarga þær lögum sem ella
hefðu týnst, gott dæmi er t.d. framlag
Dr. Spock. Oft eru svona plötur þó
frekar tilgangslaus samtíningur laga,
gerðar, að því er virðist, til að mjólka
út smá aukapening og halda nafni
myndarinnar á lofti.
Því er ekki fyrir að fara hér. Hér
hefur tónlistin úthugsaða hliðstæðu
við myndina og er útgáfan því vel til
fundin.
Arnar Eggert Thoroddsen
Nýja plata Óskar heitir Silent Journey
Ósk sýnir á sér nýja hlið.
Morgunblaðið/Kristinn
Rokkið er ríkt í mér
Ósk Óskarsdóttir
sýnir á sér nýja hlið
þar sem hún tínir til
lög fyrir fólk sem hefur
taugar til rokksins.
FJÓRÐA plata tónlistarkonunn-
ar Óskar Óskarsdóttur nefnist Sil-
ent Journey. Ósk gaf fyrst út jóla-
plötu, og síðan fylgdu fast á eftir
tvær plötur; sú fyrri var unnin út
frá þema um vorið en sú síðari var
haustplata. Þar samdi Ósk lög við
íslensk ljóð. Nú eru textarnir hins
vegar á ensku og flestir eftir
Lawrence J. Muscat, sem líka er
þekktur sem trymbillinn Laurie
Driver úr pönksveitinni The Ad-
verts, en hann leikur einmitt i
mörgum laganna á Silent Journey.
Ljúft í minningunni
„Þetta eru allt lög í rokkaðri
kantinum. Þrjú þeirra tók ég upp
árið 1982 en hin hef ég verið að
taka upp frá 1985 og allt til dags-
ins í dag.“
Ósk segist hafa fengið tækifæri
til að gefa út disk vegna mistaka
við seinasta disk, þar sem röng
mynd var prentuð á diskinn.
„Mér voru gefnir tveir mánuðir
til að safna efni á diskinn ef ég
vildi nýta mér tilboðið svo ég týndi
til þessi rokklög sem ég átti. Ég
hef aldrei sýnt þessa hlið á mér
opinberlega þótt rokkið sé mjög
ríkt í mér, og hef alltaf verið að
vinna að því samfara þjóðlegu tón-
listinni. Ég var mjög rokkuð áður
fyrr.“ t
- Rifjast þá ekki upp minningar
við gerð plötunnar?
„Jú,“ segir Ósk og hlær. „Þrjú
laganna voru einmitt fyrstu upp-
tökuverkefni Hjartar Howser, og
þegar ég sagði honum frá því að
ég hefði sett lögin á diskinn, sagði
hann; „Já! Rauðvínsupptökurnar!"
Bjólan var þá að kenna honum á
græjurnar og við vorum með stór-
an rauðvínskút með okkur, sem
hjálpaði upp á stemmninguna þar
sem við vorum fimm einstaklingar
að spila saman í fyrsta sinn. Þetta.
var 1982 og upptökurnar eru mjög* '
ljúfar í minningunni. Ákveðin
stemmning myndaðist í lögunum
svo mér datt ekki í hug að taka
lögin aftur upp eða útsetja þau
fyrir þessa útgáfu.“
Lagræn tónlist
- En eru elstu lögin ekki ólík
þeim nýjustu?
„Ég sem mjög lagræna tónlist
og lögin eiga það öll sameiginlegt.
Eg betrumbætti kannski eitthvað
þau lög sem ég hafði tekið upp hér
heima, en annars eru þau lítið
öðruvísi."
- Hverjir hafa mest gaman af
nýju plötunni? ^
„Ég er með það á hreinu að kon-'
ur á aldrinum 30 - 40 hafa mjög
gaman af henni,“ segir Ósk og
hlær. „Ég segi þetta því vinkonur
mínar hafa verið að dásama þenn-
an meira en þjóðlegu diskana
mína. Þetta kveikir einhverja
minningu hjá fólki sem hefur
taugar til rokksins. Arnar Eggert
á Mogganum kallaði tónlistina síð-
pönk og mér finnst það skemmti-
legt og vel viðeigandi,“ segir Ósk
brosandi að lokum.