Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 62

Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 á mbl.is Um síðustu jól bauð Skjár£/V;fl og mbl.is, fyrstir netmiðla og sjónvarpsstöðva, upp á beina útsendingu frá aftansöng á aðfangadag. Sami háttur verður hafður á í ár og munu Netverjar um heim allan geta fylgst með íslenskum aftansöng. Útsendingin úr Grafarvogskirkju mun hefjast rétt fyrir kl. 18 á aðfangadagskvöld og er í samstarfi við Símann-lnternet. Prestur verður séra Vigfús Þór Árnason og mun hann þjóna fyrir altari. Organisti guðsþjónustunnar verður Hörður Bragason og kór Grafarvogskirkju syngur. Einleikarar eru Birgir Bragason á bassa, Bryndís Bragadóttir á fiðlu og Einar Jónsson á básúnu og síðast en ekki síst flytur Egill Ólafsson einsöng. © skjáre inn SÍMINNinternet Fylgstu með hátíðlegri athöfn! AFTANSÖNGUR jr A > FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jim Smart Bjöm Jörundur er spakur í lund um þessar mundir, enda jólin að nálg- ast: „Tónlistarmenningin hór á landi er hægt og rólega að skána.“ „Vegurinn til helj- ar... eða himna“ Björn Jörundur Friðbjörnsson er potturinn og pannan í gæðasveitinni Luxus en eftir hana steinliggur platan Have a nice trip sem út kom fyrir stuttu. Arnar Eggert Thoroddsen átti glúrið samtal við Björn á dögunum um þetta mál sem önnur. HÚN lét nú lítið á sér bera, plata Luxusar, er hún læddist upp í rekka plötubúðanna. Útlitið minnir helst á gæluverkefni hlédrægra grasrótar- rokkara sem hímt hafa hundrað ár í skúrnum. Bjöm Jörundur hefur enda sjaldnast bundið bagga sína sömu hnútum og meðreiðarsveinamir. Far- síminn hringir. Bjöm svarar. Og við- talið hefst. „Upphaflega lagði ég upp með það að gera plötu bara einn og sér,“ segir Bjöm er hann útskýrir tilurð Luxus. „En ég var með þennan óskamann- skap og langaði mikið til að prófa hvemig hann hljómaði saman. Strák- arnir lögðu síðan svo mikið af mörk- um að ég ákvað fljótlega að vera ekk- ert að hafa þetta sólóplötu heldur sem plötu hljómsveitar, þ.e. plötu Luxus.“ Hann segir upptökumar og hafa gengið hratt og vel fyrir sig. „Þetta tók svona þrjá vikur á að giska, fór fram í ágústlok/septemberbyrjun." „Þetta er voðalega listrænt um- slag,“ lýsir blaðamaður yfir. „Já,“ svarar Bjöm. yÞetta er mjög glæsi- legt umslag. Eg er mjög ánægður með það. Þetta er mikil pæling ef djúpt er rýnt. Þetta á sem sagt að vera vegurinn til heljar...eða himna. Menn velja. Þetta er sem sagt vegur þama framan á.“ „Já,“ svarar blaðamaður og nú log- ar ljósapera glatt yfir hausamótunum á honum. „Mér sýndist þetta vera svona skott...eða eitthvað.“ „Nei, þetta er sem sagt vegur sem hverfur svona,“ segir Björn með hægð. Bjöm Jörundur gaf út plötuna um- deildu BJF iyrir sex ámm síðan, van- metið verk að mati Orra Harðarson- ar, dægurtónlistargagnrýnenda Morgunblaðsins eins og fram kom í dómi hans um Have a nice trip í þessu blaði (12/12/00). „Jú, hún er svolítið þung, það er mikil pæling í henni og það skildu hana ekkert allir almenni- lega. Menn vom heldu ekkert að leggja sig neitt eftir því að hlusta á hana þar sem hún kom út á alveg af- leitum tíma. Þegar hún kom út var svona dans-, trommuheilabrjálæði í gangi. Einn hljómur spilaður í fjóra daga og allir ánægðir. Svo kemur þessi plata út og hún passar ekkert inn í umhverfið. Bara engan veginn. Það var svona heildarhugmynd sem lá á bak við hana, Guð almáttugur er að líta yfir sköpunarverkið og er svona frekar óánægður með þetta og mannkynið er verstu mistök sem hann hefur nokkum tíma gert. Sér- staklega að því hann skapaði mann- inn í sinni mynd, þar af leiðandi væri hann líklega gallaður sjálfur eins og við. Þetta var nú málið á plötunni. Greinilega allt of safaríkar pæhngar fyrir þetta lið.“ Útvarpið er dautt Hvað nýju plötuna varðar hefur nafn David Bowie verið nefnt ótt og títt sem áhrifavaldur. „Það byrjaði einhver á þessu helv... tuði og þá fóm auðvitað allir að elta,“ segir Björn ákveðinn. „Málið er að það em áhrif þama frá David Bowie alveg eins og er með alla tónhst sem ég hef gert en hvorki meiri eða minni en áður hefur verið. Það era auðvitað allir tónhst- armenn undir áhrifum frá öðmm tón- listarmönnum. Bowie er ekkert eini áhrifavaldurinn þama, menn em bara ekki nógu vel að sér í tónlistar- sögunni til að heyra í hinum. Það er fullt af Lou Reed, Peter Gabriel og Bítlunum þama líka ef menn kunna að hlusta á það. Það er svo sem skilj- anlegt að menn reyni að negla þetta svona niður, menn era náttúmlega alltaf í bölvuðum vandræðum við að skilgreina tónlist. En það er t.d. eng- inn að agnúast út í hann Noel (Gallag- her úr Oasis) fyrir að vera alltaf að semja Bítlalög eða þá að fullt af bönd- um séu að apa upp eftir Radiohead. Þannig að ég vil bara segja þessu fólki að halda sér saman og láta mig í friði.“ Bjöm hefur álíka skeleggar skoð- anir á fslensku tónlistarlífi í dag og setur þær fram skýrt og skiþulega. „Tónlistarmenningin hér á landi er hægt og rólega að skána. Gaukur á stöng er orðinn nothæfur. Útvarpið er dautt og fólk er farið að fara á tón- leika í staðinn. Það er búið að eyði- leggja útvarpsstöðvamar. Rás 2 er eina stöðin sem spilar eitthvað af viti, svo em bara trommuheilar og rassa- köst. Þannig að fólk er farið út að hlusta á músík aftur og ég held að það sé bara mjög jákvætt. Bara leyfa þessum útvarpsstöðvum að fremja þetta hægláta sjálfsmorð í friði og við bara spilum á hljóðfæri í klúbbunum á meðan. Það er bara fínt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.