Skírnir - 01.01.1830, Síða 117
117
bek, etazráS og R. af Dbr. Ilann <16 á sumar-
dagskvöldiö fyrsta, og varð mörgum manni liarm-
dauÖi, J)vf hann haföi veriÖ einhvörr enn ástúö-
ligasti og lítilátasti maÖr í allri umgengni. Hér
viljnm vör og geta þess, að leyndarráð (Geheime-
konferenzráð) Diörik Viktor v. Levetzow, fyrrum
stiptamtmaðr á Islandi, andaöist seint á næst-
liðnu ári. Hann haföi stiptamtmanns völd og
myndugleika (var aðministrator eða dróttseti) yíir
greifadæminu Ranzá á Holtsetulandi, og var prýddr
með stórkrossi Dannebrógsoröunnar.
I stað liins andaða biskups var sá hálærði og
nafnfrægi Dr. prófessor og riddari Pétr Erasmus
Muller, heiðrslimr félags vors, valinn til biskups
yfir Sjálands stipti. þókti öllum það yfrið vel
valið og mjög að makligleikum.
Nóttina fyrir pálma sunnudag laust liér á
svo miklu ofviðri með liagli og þrumum og eld-
íngum, að fáir þóktust þvílíkt veðr muna. Mörg
skip, sem láu i síkinu fyrir sunnan Knippilsbrú
liér í borginni, löskuðust, og sum mikið. Eng-
elska brigg rak svo hart undir brúna, að bæði
möstrin brotnuðu niðr við þilfarið, en skrokkrinn
laskaðist mjög, og brúin sjálf, svoað hún varð að
mestu ófær. Sum skip mistu baugspjót, og önn-
ur fengu annan skaða.
Póstskipið frá Islandi kom híngað þann 27.
marzí eptír skamma útivist, og bar oss þær gleði-
fregnir að vetrinn hefði verið óvenju góðr út á
Islandi, svo að lömb hefðu gengið úti gjafarlaust
í harðinda sveitum. Einusinni liafði komið 12
mælistiga kuidi á Suðrlandi, og annan dag — 8°,
en fyrir utan þessa 2 daga varð kuldinu éigi
meiri enn — 4°, og þó mjög sjáldan, þvi optast
var þýðviðri. Væri þess að óska, að vorið yrði
bæriligt á eptir, og sumarið gott og notaligt.
(Skrifaí laugardaginn fyrsta i sumri p. 24. april.)