Skírnir - 01.01.1880, Qupperneq 19
ENGLAND.
19
greina, heldur og sæmd og heiíiur — og þá sá sjerílagi, sem
þeir hafa haft af stjórn landsins, margvíslegum framkvæmdum og
JrifnaSi, sem þróast og vex ár af ári. Til að gera l)etta ljósara,
Jykir oss vel til falliB aS herma nokku?) úr fundarræSu kunnugs
manns, Hunters doktors, en hann er forstjóri landshagsdeildar-
innar í enu indverska stjórnarráSi. Hann byrja&i mál sitt meS
t>ví, ah stjórn Breta á Indlandi yrSi aS meta eptir því einu,
sem þeir hefSu þar afrekaS fólkinu í hag og þarfir, og segir
síSan: «1 tíu ár samfleytt hefi jeg hvern vetur ferbazt um öll
lýSskyldulönd vor (12 ab tölu) á Indlandi, og mjer kom opt í
hug, hvaS indverskum manni, sem hefSi lifaS á öndverSri 18. öld,
mundi verSa aS orSi, ef hann sæi þau stakkaskipti, sem ætt-
land hans hefir tekiS. Fyrir sjónir hans yrSi aS bera: frjóf-
samt akurland, svo telja mætti mörg þúsund ferhyrningsmílna,
þar sem áSur hefSi allt veriS vaxiS krækluskógi, eSa annaS
óræktarsvæSi —, hollar og þriflegar borgir, þar sem áSur voru
fen og pestnæm foræSi —, fjöll klofin til vega og járnbrauta —
ár meS brúm og baklcastíflum, sem áSur höfSu svo opt hfaupiS
á byggSir til stórtjóna. Hitt mundi þó vekja mesta fur&u, aS
sjá hvernig öllum er nú óhætt, hvernig þeir búa í friSi og griS-
um og góSum samskiptum hverir viS aSra, sem fyrrum áttu aS
eins saman ófriS og illdeildir. AlstaSar tiggja ferSabrautir, járn-
vegir og frjettaþræSir, sem tengja löndin saman, alstaSar finnast
spítalar, dómar og skólar.« SíSan minnist hann á öldina á
undan, og getur þess, aS á 23 ára bili hafi fjandaher (frá 20
til 200 þúsunda) streymt sex sinnum inn á Indland aS land-
norSan eSa útnorSan, og gert þar óheyrilegan usta meS rónum
og morSum. Einni af þeim innrásum hafi stýrt einhver róstu-
dótgur frá Persíu, en hann hafi einn dag frá morni til hádegis
látiS höggva 8000 manna — þar á meSal konur og börn — á
strætunum í Delhí. A líkan hátt hafi strandbygSunum veriS hætta
búin af víkingum og þeirra strandhöggi og landgöngum. ViS
slíku væri ekki tengur hætt, svo hefSu Englendingar fyrir sjeS,
og sumstaSar hefSu þeir variS meira enn öllum landstekjunurn
til aS eySa villidýrum. þeir hefSu kennt landsbúum teyrkju, og
til bennar væru nú hafSar 13,000 Q mílur, og hefSi Indland af
o*