Skírnir - 01.01.1880, Síða 37
FRAKKLAND.
37
á aS halda skóla e3a veita þeim forstöSu, og "var þaS tekiS fram
bæSi i pefndarálitinu og í umræfeunum, a& Jesúítar og fjelög þeirra
væru heimildarlausir á Fraklandi. þeim hefir veriS vísaS út úr
landinu optar enn einu sinni, en hjer hafa osvín sótt í sama
tún», og stjórnin hefir ekki í langan tíma viS þeim meinazt.
Eptir skýrslum kennslumálastjórnarinnar tjáSi Jules Ferry frá, hve
mjög þeim hefSi nú fjölgaS á Frakklandi. 1845 voru þeir 200
aS tölu, 1861 var hún orSin 1085 og nu 1509. J>eir eiga 31
skóla og í þá ganga 9131 unglinga. Eptir skýrslunum stendur
eins á fyrir fleirum munka- og klerkafjelögum á Frakklandi, aS
þau vantar heimild af hálfu ríkisstjórnarinnar — og fjelagatala
þeirra kemst a& samtöldu upp í 156,000. En ráSherrann og
margir aSrir sýndu frara á, aS ekkert þeirra væru ríkinu eins
hættulegt og kristsmunkafjelagiS. þetta kæmi þó sýnast fram,
þar sem um þjóSveldi væri aS ræSa. Ein aSalkenning þeirra
væri, aS ríkiS ætti aS hlýSa kirkjuvaldinu. Rjettir stjórnendur
væru konungar, 6n þeir einir þó, sem játuSu páfanum í Róma-
horg hlýSni og hollustu. Fríveldin í SuSurameríku væru vel
fallin til dæmis um, hvernig kirkjuvaldiS gæti komiS brjáli á alla
þegnlega skipun, þar sem þaS hefSi Jesúmenn sjer til forustu.
Sá þingmaSur, sem Paul Bert heitir og er prófessor viS háskólann
í París, gerSist til þess öSrum fremur aS rekja foráttuferil Jesú-
manna, telja þar fram ljóta rollu, sem eru annmarkarnir á kenn-
ingum þeirra og atgjörSum, og sýna, hvernig þær fara í kring
um öll þegnlög og siSferSislög, og hve kynduglega þessir menn
laga sjer verstu og fúlræSislegustu verk í hendi, þegar svo ber
undir. Hann vitnaSi til bóka þeirra og ritlinga, en sumt kvazt
hann ekki geta hermt, þar sem konur og meyjar væru meSal
áheyranda. Sem vita mátti, þá andæptu bæSi klerkar og menn
af einveldisflokkunum af kergju og móSi, aS þaS kom bert fram^
sem blaSiS Journal des de'bats komst aS orfei, hvernig biskuparnir
áFrakklandi og «hinir trúuSu» á þinginu væru Jesúmönnum háSir
og ofurseldir. Kirkjan, sagSi þar enn fremur, hefSi gefiS upp
sjálfsforræSi sitt, en væri komin undir þá yfirboSara, sem ættu
ekki heima í neinu landi, og Ijetu kristnum mönnum um tvennt
aS velja: hryllilega hindurvitnistrú eSa guSsafneitun. — Nýmælin