Skírnir - 01.01.1880, Page 53
ÍTALÍA.
53
hagar enn til með skyn og uppfræðingu fólksins og á Ítalíu og
fleirum kaþólskum löndum. það er að vísu satt, að skólum hefir
fjölgað til mestu muna, og foreldrum og öðrum forræðismönnum
barna hefir verið gert að lögskyldu að senda þau til náms {
alþýðuskóla, en hvorki er þetta svo komið í kring, sem til var
ætlazt, og en nýja kynslóð er ekki heldur svo upp komin, að
munur sjáist á mentun fólksins — og þá sízt á Suðurítalíu og
eyjunum.
þegar menn hafa vítt stjórnina fyrir árveknisskort og forsjá-
leysi um málefni Italíu utanríkis, eða afskipti hennar af þjóða-
málum, hafa menn líka borið henni á brýn, að hún hafi látið
svo mjög sigla sjer á veður í Miðjarðarhafinu — eða rjettara
þar fyrir sunnan, er Frakkar hafa tekið undir sig Alzír, en ráða
roeð Englendingum mestu á Egyptalandi, en ítalir sje hjer afskipta
gerðir. þeir hafa allmikil viðskipti við Túnisbúa, og á meðal
þeirra, einkum í sjálfri höfuðborgir.ni, hafa margir menn frá
Ítalíu tekið sjer bólfestu — eða allt að 16 þúsundum, og ber
þá stundum svo undir, að landsbúum þykir, að þeir geri sjer
dælla við þarlenda menn enn hæfi. I hitt eð fyrra urðu ítalskir
menn — kaupmenn eða kaupferðamenn, að því oss minnir —
fyrir þeim óskunda, að stjórn Ítalíukonungs krafðjSt bóta fyrir
og fullra sæmda. Hjer varð nokkur tregða á í fyrstu af hálfu
Túnisjarls, og var þá hótað atförum og tekið til útbúnaður her-
skipa, en blöð ítala tóku svo á því máli, að sá leiðangur skyldi
farinn í sama skyni og sá, sem Frakkar fóru til Alzírs 1830.
En Frakkar og fleiri sáu hvert sök horfði, og gengust ákaflega
fyrir meðalgöngu og knúðu jarlinn til yfirbóta, svo að leiðangurs-
ferðin fórst fyrir. Allt um það hafa ítalir góðan augastað á
þessari landeign fyrir handan hafið, hver hetta sem þeim svo
verður úr því klæði. Italir eiga sem fleiri mikja farleið um
Zúesssundið, og hafa nú bætt svo úr skák fyrir sjer í Afríku, að
þeir hafa komið eign sinni á vík eina á vesturströndinni skammt
í norður frá Bab-el-Mandeb-sundinu, sem Assabsvík heitir. Hjer
hafa þeir góða hafnarstöð fyrir skip sín, sem fara með flutninga
til og frá Habessiníu. jpeir hafa hjer. allmikil viðskipti við þegna
Meneleks konungs, sem í fyrra er nefndur í riti voru. þetta fólk