Skírnir - 01.01.1880, Qupperneq 118
118
TYRKJAVELDI.
hvorugt óbærilegt, en kæmi þó landinn sjálfu og ríki soldáns aS
gó8u haldi. Englendingar komust hrátt a8 raun um, a8 þetta
var þó vandara verkefni enn þeir, ef til vill, höfSu huga8.
Layard, sendiherra þeirra í MiklagarSi, gekk ötullega á eptir, a8
eitthva8 yr3i rá8i8 og gert, og ráSherrar soldáns tóku líklega
undir, og nú var fariS a8 senda nýja menn til iöggæzlu — og
voru margir'þeirra kristnir menn og sumir frá ö8rum löndum—,
og sömuleiSis voru þangaS sendir nýir umsjónarmenn, æ8ri og
lægri, og skyldu þeir gæta til dómahalds og skattheimtu, og svo
frv. En þa8 sýndi sig hrátt, a8 þeir komu litlu sem engu
áleiBis, því flestir voru þár öllu ókunnugir, bæhi máli og lands-
háttum, en böfu3rá3in voru i höndum tyrkneskra hjera8astjóra og
fylkisstjóra e8a landshöf8ingja, sem ger8u tilsjónarmönnum allt
sem erfi8ast vi8 a8 eiga, og því gáfust þeir upp flestir og sneru
heim aptur til Evrópu. Allt gekk svo á sömu trjefótum sem fyr,
og sögurnar ur8u hinar sömu sem fyr og harmakvein kristinna
manna undan ólögum Tyrkja, har8ý8gi og misþyrmingum*). í
þeim hluta Armeníu, sem enn er á valdi Tyrkja, hafa margir
kristnir menn teki8 þa3 til úrræ8is a3 flytja sig í hinn partinn,
sem Rússar eignuSust eptir stríSiS, en þa3an hafa líka fari8
Múhame8strúarmenn og tekiS sjer bólfestu í landeigpum Tyrkja í
Litlu Asíu, og hefir eigi vi8 þa8 batna8 byggBarbragurinn. — Skap-
legar hefir þó a8 fari8 á Sýriandi — þ. e. Sýrland eba Serkland
hi8 gamla, Fönisía og Paiestína —, en þa8 bar til, a8 Englend-
*) Meðal margra illra fregna frá Litlu Asiu var sú í haust frá litlum
bæ, sem Aintab heitir, eigi langt frá Aleppó, að þar hefðu tyrkneskir
, ræningjarbrotizt inn í hús kristins manns; þeir ræntu þar öllu, særðu
þrjá menn en misþyrmdu fjórum kvenmönnum og gerðn það að baug-
þaki, að þeir rifu gullhringana úr eyrum þeirra. Löggæzlumennirnir
höfðu hendur á sex þessara bófa og settu þá í varðhald. En nú
var ekki betur til gætt, en að þrir þeirra komust á burt fám dögum
síðar, og máli hinna talaði tyrkneskur dómari, sem mikið átti undir
sjer, svo að þeim var sleppt refsingarlaust, að kalla mátti. Nafn
þessa dómara er Mohamed Ali, og hefir optar orðið að því kenndur,
að hann hefir látið þá menn ná lausn og sýknu, sem brotið hafa lög
á kristnum mönnum — og það með versta móti.