Skírnir - 01.08.1908, Page 1
Vistaskifti.
Nokkurir smáþættir eftir
Einak Hjökleipsson.
I.
Eg var á Skarði síðari helminginn af fyrsta áratug
æfinnar.
Að þeim áratug hálfnuðum, hafði faðir minn farið í
sjóinn. Og með honum höfðu farið í sjóinn öll úrræðin,
önnur en sveitin.
Nú hafði eg verið á Skarði fjögur ár, og þrem til fjór-
um mánuðum betur.
Eg var úti á hlaði og var að berja fisk. Eg óskaði
þess, að guð vildi einhvern veginn sjá um það, að slegg-
jan yrði helmingi léttari, og að fiskasteinninn yrði helm-
ingi lægri. . . . Og helzt, að hann gæti gert veröldina
einhvern veginn alt öðru vísi. . . .
Það var lostætur, yndislegur freðfiskur, sem eg var að
berja. Eg horfði með fagnaðar-skelfingu á hvern molann,
sem úr honum muldist undan höggunum. Vissi ekki,
nema eg kynni sjálfur að fá högg fyrir hvern molann.
— En upp í mig s k u 1 u þeir samt, sagði eg við
sjálfan mig.
Eg leit til hæjardyranna, hvort enginn væri að
koma út.
Og upp í mig fóru molarnir.
Mér varð litið ofan á grundirnar fyrir framan og
neðan bæinn. Þar var maður á reið. Eg sá, að það var
hann Jón, að koma. Eg þekti þann bleikskjótta — hvern-
13