Skírnir - 01.08.1908, Síða 3
Vistaskifti.
195
Eg lét sleggjuna falla á steininn, en horfði á fiskinn
vandræðalega. Þorgerður hafði bannað mér að fara frá
steininum, fyr en eg hefði lokið barningunni. Eg vissi
ekki, hvoru þeirra eg ætti að hlýða.
— Kærðu þig ekkert um bölvaðan fiskinn.
— Ertu að bölva matnum, Jón?
Þorgerður var þá komin að baki honum, að báðum
okkur óvörum.
Við hrukkum við.
— Ekki er furða, þó að óblessun sé í búinu þínu,
þegar þú ert að bölva guðs gjöfum! Það er sama sem að
bölva guði!
Hún var álíka sveitt eins og Bleikskjóni. Eg fann
guðbræðslu-vandlætinguna boga af henni með svitanum.
Hún var æfinlega sveitt. Og æfinlega guðhrædd. A þeim
árum hugsaði eg mér guðhræðsluna æfinlega með svita-
lykt.
Jón rétti úr sér eftir viðbragðið. Hann stóð enn
gleiðara en áður, hvesti augun á Þorgerði og sagði hryss-
ingslega:
— Er guð þá harðfiskur?
Þorgerður var um stund orðlaus.
Hún þurkaði svitann framan úr sér með svuntunni
sinni, meðan hún var að hugsa sig um.
Jón horfði á hana siguraugum.
— Já, halt þú bara áfram að guðlasta, sagði hún þá
. . . það mun verða affarabezt!
— Sprettu af honum Bleikskjóna, Steini minn, sagði
Jón blíðlega.
— Hann á að berja fiskinn.
Þorgerður var einbeitt i rómnum.
— Hann verður drepinn, sagði Jón.
— Drepinn? sagði Þorgerður. . . . Hver? . . . Fisk-
urinn ?
Þá spurningu virti Jón ekki svars. Hann fór sjálf-
ur að spretta af hestinum, og fleygði hnakknum geð-
vonzkulega á stéttina fyrir framan bæjarþilin. Þorgerður
13*