Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 5

Skírnir - 01.08.1908, Page 5
Vistaskifti. 197 — Þetta, sem eg sagði. Þorgerður horfði á hann eins og tröll á heiðríkju. — H a n n veit það. — H v e r veit h v a ð ? — Presturinn. — Veit hvað? — Að hann verður drepinn. Þorgerður var dökk í framan af blóðmagni og svita. Nú varð hún samt enn dökkari. En hún sagði ekkert. — Hann heimtar, að Steini komi til kirkjunnar á sunnudaginn, sagði Jón. — Hver heimtar það? — Presturinn. — Hvað á strákurinn að gera til kirkju? Sér eru nú hver bölvuð látalætin! Hvað ætii hann skilji í guðs orði ? Hvað ætli hann skilji í líknarráðstöfunum guðs mönnunum til sáluhjálpar? . . . Mér þvkir gott, ef þ ú skilur nokk- uð í þeim. —* Og það er nú lítið. . . . Jón hrækti og saup aftur á pelanum. . . . En hann f e r nú. Hann s k a 1 fara. Eg hefi lofað prestinum því. Hann s k a 1. Jón var orðinn engu minna drukkinn af hugrekki og karlmensku en af brennivíni. Hann þreif af mér sleggjuna og fór að berja fiskinn, rak á hann rokna-högg og sagði við hvert þeirra: — Hann skal! — Hverju á hann að ríða? sagði Þorgerður og var undanhald í rómnum. Nú ætla svo margir til kirkju á sunnudaginn. Og eg veit ekki til þess, að nein drógin sé þá eftir handa honum. — Það varðar mig ekkert um. Hann s k a 1 ! Og höggin dundu á fiskinum. — Og i hverju á hann að vera? — Líklegast í fötunum, sem þú hefir gefið honum. . . . Ætli það hafi . . . staðið á . . . líknar . . . ráðstöx- unum hjá þ é r ?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.