Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 8

Skírnir - 01.08.1908, Side 8
200 Vistaskifti. steðjanum niður á gólíið. Og eg kiptist hvað eftir annað við af hugsuninni um það, ef þeir hefðu nú lent á mér svona logandi heitir .... En hvað hendurnar á honum voru sterklegar og berir handleggimir! Ef eg hefði aðr- ar eins hendur og aðra eins handleggi, þá skyldi Þor- gerður ekki skipa mér mikið, né berja mig! Þá skyldi hún vara sig á mér! ... Eg leit framan í hann. Og mér fanst nefið á honum vera eins og fjallgarður, og kinnbeinin eins og hnjúkar, og augabrúnirnar eins og hellisskútarnir uppi í skarðinu. Þar inni, hafði Þorgerð- ur sagt mér, að ýmislegt ægilegt væri á ferðum, sem mundi hafa lyst á mér, ef eg væri svikull og óþekkur — eins og eg væri nú venjulega .... Nei, nei! . . . Þórður var góður maður, og eg ætlaði ekkert að vera hræddur . ... og eg ætlaði að biðja hann um hestinn . . . . ef eg bara vissi, hvort það væri til nokkurs, og hvort hann mundi ekki verða vondur. Hann stakk járninu inn i eldinn og blés. — Hvað er þér á höndum, Steini minn? Mér varð bylt við. Nú var komið að því. — Eg á að fá að fara til kirkjunnar. Lengra komst eg ekki. Og eg vissi varla af mér. — Nú? Þú átt að fá að fara til kirkjunnar? Það mun- ar ekki um það! Mér þykir Þorgerður ætla að fara að sjá sálarheill þinni borgið! Hver veit nema líkamsheillin komi á eftir? Heyrðu . . . á hverju ætlar heiðursmadd- aman að láta þig sitja? — Eg hefi engan hestinn. — Nú, þú hefir engan hestinn! Atti eg ekki á von! Hefir engan hestinn, ræfillinn? Hestur hefir orðið of mik- ið fyrir rausnarkvendið. Ætli maður láti þig ganga? Eg held ekki. Hvernig lízt þér á þá blesóttu? Eg held þú eigir fyrir því að fá að sitja á henni einu sinni. Hún sligast ekki undir þér. Hann leit á mig. Og eg sá á augnaráðinu, að hann var að hugsa um, að eg væri ekki neinn jötun.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.