Skírnir - 01.08.1908, Side 9
Yistaskifti.
201
— En heyrðu . . þú munt hafa eitthvað bærilegt að
vera í? Hvað er um að tala? Eg spyr nú ekki að rausnar-
maddömunni. Geta má nærri, að hún ætlar þér ekki að
fara í skrúðanum þeim arna til kirkjurmar!
Hann leit út undan sér á stóra glompu á boðungn-
um á úlpunni minni.
— Eg átti líka að útvega mér föt.
Þórður rak upp stórkarlalegan hlátur.
— Þú áttir líka að útvega þér föt? Og gæða-blóðið!
Og sér er nú hver rausnaráman líka! Attir líka að út-
vega þér föt! . . . Ætli þú fáir ekki sparifötin hans
Sigga míns? Þú munt komast i þau, þó að hann sé
yngri. Ætli eg sendi þér þau ekki í fyrramálið með-
þeirri blesóttu? Þú munt eiga að smala á undan kirkju-
ferðinni? . . . Já mig grunaði það . . . svo að þú hefir
ekki mikinn tíma til að snúast í því að sækja reiðskjót-
ann og spjarirnar.
Eg stóð upp af þröskuldinum og rétti Þórði höndina.
— Þakka þér fyrir, sagði eg.
Eg var svo gagntekinn af þakklæti, að eg þorði ekki
að líta upp.
— Ekkert að þakka, Steini minn.
Málrómurinn var alt í einu orðinn svo góðlegur, að
eg fór að gráta, og flýtti mér út — hafði ekki rænu á
að kveðja hann.
Þórður stakk höfðinu út um dyrnar og kallaði á
eftir mér:
— Heilsaðu rausnar-gæða-sóma-kverdis maddömunni
frá mér, og skilaðu til hennar, að mig furði á því, að
guðhræðslan skuli ekki vera svo þykk og baldgóð, að
búa megi til úr henni sæmilega leppa utan á ekki stærri.
búk .... Onei, annars . . . það er bezt, að þú skilir
ekki neinu. Hún kann að berja þig. Hver veit, nema
eg stingi einhverju að henni sjálfur við tækifæri? Hún
leikur sér aldrei lengí að því að berja m i g!
Og Þórður hló við.