Skírnir - 01.08.1908, Side 11
Vistaskifti.
203
Og að lokum hugsaði eg ekki meira.
Eg var vakinn stundu fyrir miðjan morgun til þess
að smala. Mér fanst eg nýsofnaður. En á fætur fór eg.
Og svefninn rjátlaðist bráðlega af mér í góðviðrinu. Sól-
in var nýkomin upp af eystri dalsbrúninni. Dalalæðan
var faiin úr sýnilegum heimi, nema hvað einstöku þoku-
hnoðrar voru að þvælast í ráðaleysi fram með ánni, og
vissu ekki, hvað þeir áttu af sér að gera í allri þessari
sól, þangað til þeir leystust héðan. Og hvert strá í daln-
um glóði af grátfögnuði.
Þegar eg kom heim með ærnar, stóð sú blesótta á
hlaðinu með reiðtygjum innan um aðra hesta. Og mér
var sagt, að föt væru komin handa mér, og að eg yrði
að flýta mér, því að fólkið ætlaði að fara að fara.
Eg hefl víst aldrei haft fataskifti glaðari. Mér höfðu
verið send ný nærföt, auk heldur annað. Eg man það,
að mest þótti mér vert um hvíta léreftsskyrtu, sem eg
átti að fara í utan yflr vaðmálsskyrtuna. Mér fanst eg
vera eins og konungsson, þegar eg var kominn í allan
skrúðann. Samt þorði eg ekki að líta framan i neinn.
Eg bjóst við, að öllum mundi þykja það hlægilegt, að eg
skyldi vera kominn í falleg föt.
Bráðlega var lagt af stað. Eg varð á eftir hinum á
hlaðinu af ásettu ráði, sló í þá blesóttu og fór á ttugferð
fram túnið, og komst langt fram úr hinum á svipstundu.
Þorgerður kallaði til mín:
— Yeiztu ekki, að þú átt að taka ofan og lesa faðir-
vor, þegar þú ert að leggja af stað til kirkjunnar? . . .
Faðirvor kantu, þó að þú sért auli. Þú kunnir það, þeg-
ar þú komst hingað .... Og svo áttu að biðja guð um,
að kirkjuferðin verði þér til blessunar og sáluhjálpar. Þó
að eg geri nú ráð fyrir, að það verði til lítils.
Og Þorgerður stundi við — af syndum mínum og
óguðleik, skildist mér.
Eg tók þá eftir því, að allir karlmennirnir voru ber-
höfðaðir og fóru fót fyrir fót. Og eg tók ofan, eins og