Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Síða 13

Skírnir - 01.08.1908, Síða 13
Vistaskifti. 205 að eg varð alveg steinhissa. Samt lá við, að mér færi að þykja gaman. Messufólkið var svo margt. Eg hafði aldrei séð svo marga menn. Á grundunum fyrir utan Stað lenti eg í þvögu frá mörgum bæjum. Allir riðu í loftinu. Unga fólkið hló. Og hláturinn seitlaðist inn í hug minn. Eg hirti ekki um það, hvað jálkurinn var illgengur,' keyrði hann áfram með hælunum og svipunni og rykti í taum- ana og skók mig allan. En eg varaðist að líta þangað, sem sú blesótta rann áfram eins og fugl. Menn fóru af baki við réttina fyrir neðan túnið, og létu hestana þar inn. Bændur heilsuðust, snýttu sér, tóku upp ponturnar, tóku úr þeim tappann, slógu honum í pontuhliðina, tóku í neflð, buðu hver öðrum í neflð, og töluðu um, að ekki væri nú tíðin amaleg, en að það kæmi ekki fyrir, að þetta veður héldist lengi; gátu bezt trúað því, að það breyttist núna með kvöldinu; hann væri far- inn að verða nokkuð korgaður til hafsins. Litlir strákar voru á svipstundu komnir saman í hnapp, horfðu fyrst niður fyrir sig hátiðlegir og feimnir, fóru þá að athuga hnappana og brjósthlífarnar hver á öðrum, og voru, áð- .ur en nokkurn varði, farnir að hrinda hver öðrum og komnir í vonzku. Mæðurnar skildu þá, og hristu þá um leið, og sögðu, að fallegt væri erindið, sem þeir ættu til kirkjunnar. Kvenfólkið var í annríki við að komast úr reiðfötunum og hrista pilsin úr brotum og ná sjölunum upp úr töskum og pinklum. Og áræðnir ungir piltar vildu eitthvað hjálpa ungu stúlkunum. Og stúlkurnar sögðust ekki þurfa þess og hlógu. Og piltarnir hjálpuðu þeim samt. Eg stóð utan við og horfði hugfanginn á alt þetta fjör. Þá kom Þorgerður til mín. — Hvað er að sjá þig, strákur! Hvers vegna ertu svona kámugur í framan, eins og bíldótt kind? Alténd <ertu sami ódrátturinn! Þú hefir þó ekki verið að skæla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.