Skírnir - 01.08.1908, Page 17
Vistaskifti.
209
að þú raundir vera að hugsa um þess konar . . . þú, sem
aldrei fer til kirkju.
— Ileldurðu, eg hugsi ekki um það? Jú, eg geri
meira en h u g s a um það. Eg v e i t það. Eg held, eg
s j á i það. Frá hinum, sem ekkert hefir, mun jafnvel tekið
verða það, sem hann hefir. Ut af þessu hefir presturinn
auðvitað lagt.
Og hann leít til skiftis á mig og þá blesóttu.
— Eg skil það, að þú ætlar að fara að rífast um
merina, sagði Þorgerður, og var, auðheyrt, farið að síga
í hana. Ef þú telur það eftir, sem eg er þyngri en strák-
urinn þarna, þá ætti eg að geta slett í þig einhverri
þóknun fyrir það. En ritningargreinar ættir þú ekki að
vera að fara tneð og rartgfæra hér . . . heiðinginn, sem
engu trúir.
Þórður þeytti söðlinum af þeirri blesóttu langar leið-
ir út af hlaðinu.
— Er eg heiðingi? Trúi eg engu? Það var hart! . . .
Jú, eg trúi því, að þeir, sem niðast á smælingjum séu
andstygð guðs. Eg trúi því, að þeim, sem fara illa með
lítil börn, sem þeim er trúað fyrir, verði fleygt út í yztu
myrkur. Eg trúi því, að þú farir til helvítis, Þorgerður.
Og þ e 11 a er alveg eins góð trúarbrögð eins og nokkur
önnur.
Og Þórður varpaði hnakknum, sem hann hafði lánað
mér, á þá blesóttu í snatri, og reið af stað eins og storm-
bylur.
Þorgerður stóð grafkyr og horfði á eftir honum, titr-
andi af vonzku. Fólkið fór að tínast inn í bæinn. Eg
ætlaði inn líka. Þorgerður kallaði til mín. Eg færði mig
nær henni. Samt ekki mjög nærri.
— Þetta hefir maður af þér, þokkapiltinum! sagði hún,
og var hás og skjálfrödduð.
Hún þagði við dálitla stund. Mér sýndist hún vera
að hugsa sig um eitthvað. Eg dokaði við. Þá ætlaði eg
aftur inn í bæinn.
Hún kallaði á mig aftur.
14