Skírnir - 01.08.1908, Side 21
Trúarjátningarnar og kenningarfrebi presta. 213
hafa verið settar í, og hvort þær eigi að ríkja yfir hugs-
unum og skoðunum og orðum kennimanna kirkjunnar og
kirkjulýðsins allan þann langa tíma, meðan veröld stend-
ur. Því að vitanlega ætla kristnir menn, og ekki sízt
rétttrúnaðarmennirnir, kirkjunni að standa og leiðbeina
mönnum allan þann tíma. Og er því satt að segja ekki
neitt undarlegt að hugsa sér það, að einhver framför
kunni ao verða á skilningi manna á trúmálum á þeirri
löngu leið. Flestum mun í fljótu bragði lítast svo á mál-
ið, að það sé óhugsandi, að kristnir menn hafi fyrir mörg-
um öldum hlotið fullan skilning á öllu því, sem heilög
ritning hefir að geyma, og allan þann skilning á trúar-
brögðunum, sem unt sé að öðlast í þessum heimi. En
ekkert minna en þetta felur sú skoðun í sér, að kenni-
mennirnir skuli skyldir að fylgja trúarjátningunum í öll-
uin atriðum og að út fyrir þær sé kirkjunni aldrei heim-
ilt að fara.
Fyrstu aldir kristninnar hafa jafnan þótt tilkomu-
mesta tímabilið í sögu kirkjunnar, og þó einkum fyrsta
öldin, postulatímabilið svo nefnt. Þá hefir kristindómur-
inn þótt fegurstur og afhnestur. Og allir siðari tímar
hafa jafnan óskað þess að vera sem líkastir honuin.
Allar endurbætur kirkjunnar hafa miðað að því, að kom-
ast aftur sem næst kristindómi postulatímabilsins. En á
þessari gullöld kristninnar var engin sú trúarjátning
til, er hlotið hefði almenna viðurkenningu. Þá fer kristn-
in sigri hrósandi land úr landi og á þó mikilli mótspyrnu
að mæta, — svo mikilli, að fjöldi kristinna manna er líf-
látinn. En því fleiri sem deyja fyrir trúna, því meir út-
breiðist hún. Þessar ofsóknir ganga yfir allar 3 fyrstu
aldirnar við og við. Og þeim linnir ekki til fulls fyr en
í byrjun 4. aldar, þá er Konstantínus mikli kemst til
valda og gerir kristinni trú jafnhátt undir höfði og hinum
heiðnu trúarbrögðum. En eftir að jafnréttið var fengið,
fóru leikar bráðlega svo, að kristna trúin varð ráðandi
víðast hvar um hinn forna, heim, þann er menningarþjóð-
unum fornu: Grikkjum og Rómverjum, þá var kunnur.