Skírnir - 01.08.1908, Side 24
216 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta.
nm saman persónunum né greinum sundur veruna. Þvi að ein er per-
sóna föðurins, önnur sonarins, önnur heilags anda. En guðdómur föð-
urins og sonarins og heilags anda er einn og hinn sami, dýrðin jafn
mikil, hátignin jafneilif. Slíkur sem faðirinn er, svo er og sonurinn,
svo er og heilagur andi. l'aðirinn er óskapaður, sonurinn er óskapaðurr
heilagur andi er óskapaður. Faðirinn er ómælanlegur, sonurinn ómæl-
anlegur, heilagur andi ómælanlegur. Paðirinn er eilífur, sonurinn eilífur,
heilagur andi eilifur. Og þó eru ekki þrír eilífir, heldur einn eilifur,
eins og ekki eru þrír óskapaðir, heldur einn óskapaður og einn ómælan-
legur. Á sama hátt er faðirinn almáttugur, sonurinn almáttugur, heilag-
ur andi almáttugur. Og þó eru ekki þrir almáttugir, heldur einn al-
máttugur. Þannig er faðirinn guð, sonurinn guð, heilagur andi guð.
Og þó eru ekki þrir guðir, heldur einn guð. Þannig er faðirinn drott-
inn, sonurinn drottinn, heilagur audi drottinn. Og þó eru ekki þrir
drotnar, heldur einn drottinn. Því að eins og hinn kristilegi sannleikur
knýr oss til að játa hverja persónu út af fyrir sig guð og drottin,
þannig hannar hin kristna trú oss að tala um þrjá guði og þrjá drotna.
Eaðirinn er af engum gerður, né skapaður, né fæddur (getinn).
Sonurinn er af föðurnum einum, — hvorki gerður, né skapaður, heldur
fæddur (getinn). Heilagur andi er af föðurnum og syninum, — hvorki
gerður né skapaður, né fæddur (getinn), heldur framgangandi. Fyrir
því er einn faðir, ekki þrir feður; einn sonur, ekki þrir synir; einn
heilagur andi, ekki þrír heilagir audar. Og í þessari þrenningu er ekk-
ert fyr eða siðar, ekkert meira eða minna; heldur eru allar þrjár per-
sónurnar jafneilifar og jafnmiklar sin í milli, svo að tigna her í öllu,
eins og þegar áður er sagt, hæði þrenninguna í einingunni og eininguna
i þrenningunni. Sá sem því vill hólpinn vera, verður að hafa þessa
skoðun á þrenningunni.
En það er nauðsynlegt til eilífrar sáluhjálpar: að maður trúi og
einlæglega holdtekju drottins vors Jesú Krists. Það er þvi rétt trú, að
vér trúum og játum, að drottinn vor Jesús Kristur, guðs sonur, sé guð
og maður; guð af veru föðurins, fæddur íyrir allar aldir, og
maður af veru móðurinnar, fæddur í tímanum, fullkominn guð,
fullkominn maður, gerr af skynsemigæddri sálu og mannlegum likama,
jafn föðurnum eftir guðdómseðli sínu, en föðurnum minni eftir mannlegu
eðli sinu. Og þótt hann sé hæði guð og maður, eru samt ekki tveir,
heldur einn Kristur. En hann er einn, ekki fyrir breyting guðdómseðl-
isins í hold, heldur fyrir upptekning manneðlisins i guð; yfir höfuð
einn, ekki fyrir samanblöndun verunnar, heldur fyrir eining persónunnar.
Því að eins og skynsemigædd sálin og líkaminn eru einn maður, þann-
ig er guð og maður einn Kristur, sem píndist oss til sáluhjálpar, steig
niður til dánarheima, reis upp frá dauðum á þriðja degi, steig upp til
himna, situr við hægri hönd guðs, hins almátka föður; þaðan mun hann
koma að dæma lifandi og dauða. Og við komu hans verða allir menn