Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 45

Skírnir - 01.08.1908, Page 45
Taugaveikin ■er ævagamall sjúkdómur. Hún hefir gert vart við sig á tillum öldum. Hún gengur um allan heim. En læknum veitti áður mjög erfitt að greina hana frá ýmsum öðrum sóttum. Þessir erfiðleikar hafa smáminkað. En aldrei hefir þó þekking manna á þessum sjúkdómi aukist jafn- mikið eins og nú á síðastliðnum áratugum. Hér á landi var þessi veiki fyrrum kölluð 1 a n d- f a r s ó 11, en þá var henni oft ruglað saman við ýmsar aðrar farsóttir. Hún var þá algengari en nú á dögum. Árin 1827—37 dóu að meðaltali um 90 manneskjur á ári úr taugaveiki (eftir dánarskýrslum presta). Árið 1905 •dóu 18 og 1906 dóu 11 (eftir mánaðarskýrslum lækna). Eíklega eru fyrri tölurnar fullháar og þær síðari eru efa- laust of lágar. Veikin hefir oftast verið fremur væg hér á landi á við það sem gerist í öðrum löndum. Jón Thorstensen landlæknir sá t. d. 1835 30 sjúklinga; af þeim dó 1; árið eftir sá hann 130 sjúklinga með taugaveiki; af þeim dóu 4. Érið 1906 sáu allir læknar landsins 266 sjúklinga, en geta ekki um nema 11, er dáið hafi. Þessi sjúklingatala sannar, að veikin er enn mjög algeng. Og svo er óhætt að fullyrða, að þetta framtal er mikils til of lágt. Lækn- ar vita ekki um nær því alla sjúklingana. Taugaveikin bakar þjóðinni stórkostlegt tjón, vinnu- tjón, heilsutjón, manntjón, á hverju ári. 0g taugaveikin er sjálfskapað víti. Því að það er alstaðar unt að útrýma henni að mestu ■eða öllu leyti. Það er unt, ef alþýða ber skvn á eðli veikinn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.