Skírnir - 01.08.1908, Side 52
244
Taugaveiki.
Læknir kom, sag'ði að stúlkan væri sóttheit, ekki vita
hvað að henni gengi, það gæti verið taugaveiki í byrjun,
réttast að hafa alla varúð, og sagði nákvæmlega fyrir,
hvernig þeirri varúð skyldi háttað.
Þarna voru ekki önnur híbýli en baðstofan, svo að
sjúklingurinn varð að liggja »innan um hitt fólkið«. Og
þetta revndist tauga veiki. Stúlkan lá 8 vikur, mjög þungt
haldin.
En mæðgurnar gættu nákvæmlega allra fyrirmæla
læknisins um sóttvörnina, enda sýktust engir aðrir á heim-
ilinu.
Þegar stúlkan hafði verið sótthita-laus í fullan hálfan
mánuð, var sótthreinsað og samgöngur leyfðar við heimilið.
Það kom engum að meini.
Manneskjurnar drápu sóttkveikjurnar, sem komu úr
sjúklingnum, og þar með var sóttin úr sögunni.
Við skulum festa okkur vel í minni h v í 1 í k u r
háski það er, ef tauga veikisgerlarni r
komast í vatnsból.
Ef það er brunnur á sveitabæ, þá sýkjast allir heima-
menn þeir sem gerlarnir vinna á, og þá geta gestir sýkst,
sem að garði koma, eftir að veikín er horfin af heimilinu
og sótthreinsun lokið.
Ef vatnsbólið er í þorpi eða kaupstað og margir nota
það, þá getur veikin gosið upp á mörgum heimilum á
skömmum tíma. Það gerði hún hér í Reykjavík í Skugga-
hverfinu, haustið 1906.
Ef vatni er veitt um járnæðar úr einni uppsprettu
inn í öll hús í kaupstað og taugaveikisgerlar komast alt
í einu í uppsprettuna, þá gýs veikin upp í öllum kaup-
staðnum og verður að voða farsótt; ef sóttkveikjurnar
berast stöðugt í slíkt kaupstaðarvatnsból (illa búið um það,
mikil bygð nærri því og þar oft taugaveiki), þá verður
vatnið stöðugt sóttmengað og taugaveikin landlæg, jafnan
mikil brögð að henni og mest á aðkomnu fólki, sem ekki
heflr haft hana áður.