Skírnir - 01.08.1908, Side 61
Taugaveiki.
253
að géfa inn antifcbrin sjúklingum, sem liggja í taugaveiki,
að lækni forspurðum. Kínin á betur við, er miklu hættu-
minna og miklu gagniegra. En bezta og holiasta ráðið
til að lækka sótthitann, það er vatn, að lauga sjúkling-
inn eða þvo honum um allan kroppinnuppúr hálfköldu vatni.
Ef hitinn er vægur, um 39° C. eða þaðan af minni,
•og sjúklingurinn með fullri rænu, rólegur og verkjalaus,
þá er langréttast að láta hann eiga sig, gera ekkert til
þess að lækka hitann. En ef sótthitinn ér mjög mikill
og sjúklingurinn órór og þjáður og máttfarinn og lystarlaus,
þá er íköld laug hin bezta hjálp, sem honum verður veitt.
Vafnið kælir líkamann; það róar taugakerfið ög Iinar þján-
ingarnar, sem sótthitanum fylgja; það örfar blóðrásina og
.andardráttinn; það vekur matarlystina. Vatnið er notað
á mjög margan hátt. Bezt er að hafa laugárker og láta
■sjúklinginn liggja í kerinu 10—15 mínútur í einu, svo að
fljóti yfir hann upp að höku; en þá verður læknir að segja fyr-
ir um vatnshitann og hversu lengi og hversu oft skuli lauga
sjúklinginn. Lang-einföldust og auðveldust er þessi aðferð:
hafa vatnið í bala, 10—15° heitt, og stóran svamp,
færa sjúklinginn úr skyrtunni og strjúka hann frá hvirfli
lil ylja með kaldvotum svampinum, en vera ekki að því
lengur en nokkrar mínútur, þerra hann svo með þurrum
•dúk og núa þétt alstaðar nema á kviðnum, gæta þess að
'koma ekki fast við kviðinn (sárin í þörmunum!); er rétt
.að færa ekki sjúklinginn aftur í skyrturnar að svo stöddu,
■en breiða vel ofan á hann. Þessi einfalda og hættulausa
meðferð gerir oft það að verkum að sjúklingurinn róast
að mun, æðaslögin styrkjast, hann tekur við næringu og
sofnar rólega á eftir. Og þessu má beita oft á sólarhring,
þriðja hvern tíma ef þörf gerist.
4. »Gefið þið mér að drekka — kalt vatn að
d r e k k a «. Það er kvöld og morgunbæn, það er oft sífeld
Þæn sóttveikra manna. Margsinnis hefir það verið fyrsta
verkið mitt, þegar eg hefi komið að sóttarsænginni að verða
við þessari bæn sjúklingsins, rétta honum vatn og segja
ihonum að drekka og láta hann vita, að hann megi drekka,