Skírnir - 01.08.1908, Síða 63
Taugaveiki.
255-
drekka af enn meiri lyst, ef það er sýrt. í sveitum má
láta í það ögn af gamalli góðri sýru (1 eða 2 matskeiðar
í */2 pott af vatni).
Áfenga drykki skal ekki gefa sjúklingunum nema
læknir segi fyrir.
5. Ef maður hruflar sig á hendi og hirðir ekki um,
þá er við búið, að ilt hljótist af. Líkaminn er veikur
fyrir þar sem skeinan er. Ef óhreinindi koma þar að og
í þeim sóttkveikjur, þá er hætt við þrota eða ígerð. Oft
verður litið úr bólgunni. En stundum verður hún þó að'
alvarlegum sjúkdómi og enda að banameini.
Þetta vita allir og þetta skilja allir. Vita líka að þessu;
má varna. Og vörnin er hreinlæti, hreinsa meiðslið og
halda því hreinu. til þess að sóttkveikjur komist ekki
í það.
Nú liggur maður í taugaveiki. Þá er a. 11 u r líkam-
inn veikur fyrir og mikil hætta á því, að ýmsar sóttkveik-
jur, sem eru í öllum óhreinindum, geti unnið á honum,.
komist inn í holdið og hjálpað Eberth’s-gerlunum til að
bana sjúklingnum.
Það er því ein hin brýnasta nauðsyn að þrífa sjúk-
linginn sem bezt má verða. Þvo andlit hans og hendur á
hverjum degi; þvo allan líkamann úr volgu vatni, einu
sinni eða tvisvar í viku, eins þótt hann sé laugaður úr
köldu vatni vegna sótthita: þvo óðara af, ef hörundið saurg-
ast af hægðunum eða þvaginu. Þá skal og skifta um voðir
og ver og nærföt, þegar óhreinkast fer. Enn fremur varð-
ar mjög miklu, að munnurinn sé iðulega hreinsaður;
skal reyna að fá sjúklinginn til að skola munninn vand-
lega, áður en hann etur eða drekkur, og eins á eftir í hvert
sinn er hann hefir drukkið mjólk eða neytt annarar fæðu.
Loks ber að gæta þess, að andrúmsloftið sé hreint; ella
er lungunum hætt. Það er öldungis óhætt að hafa glugga
opinn eða á gátt. Eg hefi ekki orðið þess var, að hreinn
súgur skemmi nokkra manneskju. En eg veit fyrir víst
að óhreint andrúmsloft verður mörgum að meini. Og kuld-
ann er ekki að óttast. Sóttveikur maður — hann er