Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 65
Taugaveiki.
257
Ef einhver legst í taugaveiki, þá stendur heima-
mönnum næst að annast þetta, drepa sóttkveikjuna, sem
kemur úr sjúklingnum, til þess að hún fari ekki í þá
■sjálfa.
Það er auðvitað langbezt bæði fyrir heimilið og fyrir
sjúklinginn, að koma honum í sjúki'ahús.
Þess er enginn kostur til sveita. Þeim mun meiri
vandi hvílir þar á heimilinu. En þó að veikin berist í
einn mann á sveitaheimili, þá má vel hirða sjúklinginn
svo, að sóttkveikjan komist ekki úr honum í aðra heima-
menn, eða á önnur heimili. Og þó að sjúklingurinn geti
ekki verið sér í herbergi og verði að liggja í baðstofunni
(auðvitað einn í rúmi), þá á sóttvörnin að geta tekist engu
að síður. I útlendum sjúkrahúsum er það sumstaðar siður
enn i dag að hafa menn með taugaveiki í sömu stofum
og aðra sjúklinga. Og það ber afarsjaldan við, að hinir
sjúklingarnir taki veikina. En þar er líka gætt allrar
varúðar.
Hér verður þá um tvent að ræða: 1) Hvernig drepa
má sóttkveikjur; 2) hvernig beita skal þeim ráðum við
taugaveiki.
iUm sótt- 011 sótthreinsun er sóttkveikjudráp. Sóttmeng-
hreinsun. aður er hver sá hlutur, sem lifandi sóttkveikjur
eru í eða á. Tveim höfuðaðferðum er beitt til
að bana sóttkveikjum: hita eða eitri.
Ef sóttmengaðir hlutir, t. d. föt, eru soðnir hálfa
stund í vatni, þá drepast sóttkveikjurnar. Marga hluti,
sem skeminast i sjóðandi vatni, má sótthreinsa í sjóðheitri
vatnsguf'u. Sótthreinsunarofn er áhald til þess; það er
gríðarstórt járnkerald, sem er sett þvers um gegn um
:steinvegg, og járnhlemmur fyrir hvorum enda og má
loka loftþétt. Sóttmengaður fatnaður er látinn inn um
annað endaopið, á járngrind, lokað og síðan hleypt sjóð-
heitri vatnsgufu (eða enn heitari) inn í keraldið úr gufu-
katli. Að J/2—1 stundu liðinni er hinn endinn opnaður
-og þar tekinn út fatnaðurinn. Því að sitt herbergið er
17