Skírnir - 01.08.1908, Side 71
Jónas Lie.
263
Þegar Jónas var orðinn stúdent, fór hann að lesa lög.
Laganáraið sóttist seint, því að fyrstu árin var hugur hans
serið reikull við námið. Loks lauk hann þó lögfræðis-
prófl með góðum vitnisburði og varð skömmu siðar yfir-
réttarmálaflutningsmaður í Kongsvinger og gekk að eiga
frændkonu sína Thomasine Lie. Löngu siðar hefir Jónas
i upphafl skáldsögunnar »Et Samliv« að nokkru leyti gert
endurminningarnar um sæludaga þeirra hjóna að yrkis-
efni, enda var hjúskapur þeirra alla æfi svo ástúðlegur
•og fagur og Thomasine manni sínum svo glöggur og holl-
ur ráðunautur við ritstörf hans, að Jónas hefir sjálfur sagt,
að gengi margra skáldsagna hans sé ekki síður að þakka
henni en sjálfum sér.''
Um 1860, er Jónas Lie settist að í Kongsvinger, hóf-
ust þar nokkur uppgangs- og gróðabrallsár. Erlendis
hafði trjáviður hækkað mikið í verði og fyrir því höfðu
skógarnir í nærsveitunum við Kongsvinger komist i geipi-
verð, en með fram af því að járnbraut var lögð þar um
þær mundir.
Jónas átti ýmsa mikilsmegandi menn að og var
sjálfur hinn ljúfasti í umgengni, fekk hann því brátt
marga viðskiftamenn og græddist drjúgum fé. Hann var
hinn gestrisnasti á heimili sínu og á vetrum gekk ekki á
öðru en sifeldum veizlum og samkvæmum bæði hjá hon-
um og öðrum fyrirmönnum í Kongsvinger og stórbænd-
unurn þar í nágrenninu. Stundum fóru kunningjar hans
heim til hans til þess að fá hann með sér í orlofsferðir
eða skemtiferðir. Þegar hann svo færðist undan sakir
annríkis, höfðu þeir til að segja: »Þú þorir ekki að fara
fyrir henni Thomasine, konunni þinni«. Eftir á bar það
einatt við, að kona hans bar sig upp undan því, að vinir
hans ætluðu, að hún réði ferðum hans, hafði hann þá til
að segja: »Sögðu þeir það, Thomasine, sögðu þeir það?«
Hann hafði þá alls ekki veitt orðum þeirra eftirtekt,
heldur verið annars hugar.
Þess á milli komu góðvinir hans stundum að heim-
;sækja hann, svo sem Björnson eða Ole Bull. Þá var