Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 74

Skírnir - 01.08.1908, Side 74
266 Jónas Lie. nokkra aðstoð, svo teljandi sé; efnahagurinn leyfði þeim •ekki að hafa vinnukonu. Næsta ár fekk Jónas enn á ný veitingu fyrir styrknum og Hegel bóksali galt honum svo ríflega borgun fyrir 2 bækur, er hann gaf út, að Jónas gat vel komist af og dvalið nokkur ár samfleytt í Róm. Hér er ekki rúm til að skýra nánara frá skáldsögum þeim, er Jónas samdi þessi fyrstu ár, sem hann dvaldi erlendis, enda standa þær allar á baki »Den Fremsynte«. Jónas virðist hafa oftekið sig á honum og hafa þurft nokkur ár til þess að átta sig á hinni nýju skáldskapar- stefnu, er var einmitt þá að færast yfir Norðurlönd. Hann snerist meira að segja öndverður gegn henni í skáldsög- unni »Thomas Ross« og tveim erindum heimspekilegs efnis, er hann gaf út. Má geta nærri, að það var ekki til að auka vinsældir hans eða álit hjá ungu kynslóðinni, er hamaðist þá sem mest gegn »rómantisku« stefnunni og hóf veruleika- skáldskapinn til skýjanna. I sumum ritum Jónasar, sem út kornu milli 1870 og 1880, eru þó allmikil tilþrif, svo sem í »Fortællinger og Skildringer fra Norge« og »Lodsen og hans Hustru«. Aftur á móti kvað lítið að sjónleik ein- um, »Glrabovs Kat«, er hann samdi um þær mundir. Þó var hann nokkrum sinnum leikinn í Kristjaníu og Stokk- hólmi. I skáldsögunum »Rutland« og »Gaa paa« fer að marka fyrir stefnubreytingu i skáldskap Jónasar og hann tekur að hallast að veruleikastefnunni. I síðari bókinni bann- syngur hann deyfðina og framtaksleysið í norsku afdöl- nnum og kveður fjör og framsókn lykilinn að gæfu ein- stakra manna og fjöldans. Þegar bók þessi var komin út, fluttist hann til Parísar og bjó þar síðan að staðaldri fram undir 20 ár, nema hvað hann á sumrin dvaldi löngum i þorpinu Berchtesgaden í Salzburgerölpum. Lauk hann þar allajafna við bók þá, er hann hafði ætlað sér að láta koma út það árið. Jónas mun hafa valið sér sumarvist i Berchtesgaden, af þvi hinn skrúðgræni dalur, sem er girtur hrikalegum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.