Skírnir - 01.08.1908, Page 75
Jonas Lie.
267
og risavöxnum fjöllum, minti hann á norsku dalina, sem
hann unni svo heitt.
í Berchtesgaden lifði Jónas mjög reglubundnu og starf-
sömu lifl. Dag hvern gekk hann bæði kvelds og morgna
langar leiðir með konu sinni og þá var nú ekki um annað
talað en »bókina«, sem hann var að semja. Gaf hún hon-
um þá einatt góðar bendingar, og Jónasi sjálfum fórust
svo orð um aðstoð þá, er hún lét honum í té: »Þær
skáldsögur mínar, þar sem mikið er komið undir smekk-
vísi, rökvísi og að gæta vel efnissambandsins, hefðu varla
orðið til án fulltingis hennar, að minsta kosti ekki í þeim
búningi sem þær eru nú. Eg var sem sé hugsjóna-maður
— þar átti eg heima«. Starf hennar var að rökrýna og
vinsa úr, en hans að skapa og yrkja.
Þegar þau komu heim, settist hann við að yrkja, en
hún fór að hreinskrifa handritið. Kom það þá stundum
fyrir, að Jónas hafði alt á hornum sér, er illa lá á honum
eða andagiftin var ekki heima. En kona hans tók rausi
hans með stakri stillingu og sefaðist hann þá brátt.
Sextán sumur dvaldi Jónas í Berchtesgaden; afkastaði
hann þar afarmiklu, því fátt var það sem truflaði eða olli
ónæði. Hann fullsamdi þar eða lagði smiðshöggið á 16
skáldsögur alls, sem hann hafði undirbúið á veturna í
París.
Einn sumartíma dvaldi Ibsen í Berchtesgaden. Var
hann þá að yrkja »En Folkefjende« og fór mikið einför-
um og átti varla mök við nokkurn mann. En á hverju
laugardagskveldi kom hann til Jónasar og réð sér þá
stundum ekki fyrir kæti. Hann talaði þá um alla heima
og geima, neytti alls, sem fram var borið, og hélt sjaldan
heim fyr en langt var liðið á nóttu. En þess á milli sá-
ust þeir Ibsen varla nokkurn tíma, enda höfðu þeir komið
sér saman um að trufla ekki hvor annan á öðrum tímum,
því að báðir höfðu ærið nóg að starfa. En oft gekk Ibsen
á kveldin fram hjá húsi Jónasar og skotraði þá forvitinn
augunum inn til hans. —
í Paris kyntist Jónas nánara veruleikastefnunni og