Skírnir - 01.08.1908, Side 86
278
Stikukerfið.
lagarmál, og draga aðalheitin af áhöldum þeim, sem vegið
er með (sbr. »lóð« í nútíðarmáli — met í fornu máli), en
sum skiftinefni af handhægum hlutum, sem jafna má til
þeirra, er vegnir eru. Höfum vér gott orð fyrir frum-
heitið »gram«, þar sem er met, og vilji menn eigi kalla
»kilogram« tvípund eða lcljd, eins og lagt hefir verið til
áður, þá virðist mega kalla það vog, því að stundum er
það orð haft í fornu máli um ákveðna þyngd, að likind-
um miklu meiri en tvö pund, en sú merking er nú úrelt
fyrir löngu. »Hektogram« mætti þá kalla hnot (sbr. hnot-
tafl1), og »dekagram« öHug, sem fer eigi fjarri hinni fornu
merkingu þess orðs. Minstu vogareindir hafa áður verið
kallaðar korn (sbr. »gran« = byggkornsþungi) og ögn, en
þær eru fremur sjaldhafðar í viðskiftalífinu, eins og hinar
minstu rúmmáls-eindir. Líka mætti nota hina fornu vogar-
eind þveiti (sbr. holl. duit, d. döjt), eða orðin eyfi (aust-
firzkt mállýzku-orð) og hœti, sem hvorttveggja táknar eitt-
hvað mjög smávægilegt.
Til glöggara yfirlits set eg hér þau heiti úr frakk-
neska stikukerfinu, sem algengust eru í viðskiftalífinu og
islenzk heiti hjá hverju þeirra:
Kilometer — röst.
Meter — stika.
Are — reitur.
Hektoliter — ker.
Liter — mælir.
Kilogram — vog.
Gram — met.
Centimeter — tskor.
Millimeter — strik.
Hektare — teigur.
Getur nú hver og einn skoðað huga sinn um það,
hvort honum finnist ekki íslenzku heitin mýkri í munni,
liðlegri og betur fallin til notkunar í innanlands viðskift-
um en hin útlendu. Að vísu má ganga vakandi að því,
að ýmsum kunni að þykja sum íslenzku skiftinefnin óvið-
kunnanleg fyrst í stað, hversu vel sem þau væri valin,
því að nýyrði og orð í nýrri merkingu vekja einatt mót-
') Til skýringar i viðlögum mætti kenna vogareind þessa við meta-
skálirnar og kalla haua „skálahnot“ eða skálhnot (sbr. „skálapund11 í
Atla og Búa lögum).