Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 87

Skírnir - 01.08.1908, Side 87
Stikukerfið. 279 spyrnu og jafnvel aðhlátur. öðru máli er að gegna um ókunn orð útlend, því að frummerking þeirra dylst al- menningi, og margur heldur, að mikið hljóti að vera í það spunnið, sem tíðkast úti í heiminum víða og stóra. Hefir Jón Olafsson sagt fróðlega sögu af því, hversu frá- leit mörgum Templurum þóttu fyrst í stað orðin »regla« og »stúka« um félag sitt og deildir þess, en með tímanum hafa þau rutt sér til rúms og þykja nú sóma sér einkar vel. Þótt vel megi vera, að unt sé að finna heppilegri islenzk heiti, en eg hefi fundið, á máls- og vogareindum stikukerfisins, þá gjöri eg mér fulla von um það, að þau, sem hér eru talin, muni láta betur i eyrum góðra og þjóðrækinna íslendinga en útlendu heitin, einkum skifti- nefnin samsettu, sem mörg eru nokkuð óþjál og ruglings- leg, enda lengri en góðu hófi gegnir, og þess vegna miður fallin til að koma í stað hinna stuttu og einföldu heita, er tíðkast hafa hér á landi alt að þessu (svo sem alin, míla; pottur, tunna; lóð, pund, o. s. frv. Löng orð, sem eru mjög tíð í tali, eru oft og einatt stytt á mörgum tungum. Hið algenga enska orð »bill« er stytt úr latneska orðinu »libellus«. »Cabriolet« verður á ensku að »cab«, »automobil« að »bil« á Kaupmanna- hafnarmáli, og »telefonera« að »fóna« á Reykjavíkurmáli. Eftir sama lögmáli er altítt að stvtta »kilogram« í »kíló«, en sumir stytta líka »kilometer« í »kíló« og má með sanni segja, að slíkt sé villandi eða að minsta kosti óviðkunn- anlegt. Með svona löguðum breytingum verða orðin ekki lengur alþjóðleg, heldur helgar hver tunga sér s í n a breytingu. Hér skal ekki farið langt út í það, hvaða ráð eigi að hafa til að láta íslenzku heitin ryðja sér til rúms hjá al- menningi. Hinu nýstofnaða eða væntanlega málverndar- félagi ætti að vera vel treystandi til að leggja gott til þessa máls, eins og til alls, er að móðurmálinu lýtur, og ungmennafélögin eru líkleg til að geta miklu áorkað í þessum efnum, þegar fram líða stundir. Iðnaðarmenn hætta sjálfsagt að nefna vasakvarðann »tommustokk«,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.