Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 92
Erlend tíöindi.
Frá Danmörku eru höfuðtíðindi á þessu sumri það sem
kallað er Alberti-lmeyksli. Sá maður, Peter Adler Alberti, hafði
verið atkvœðamaður á þingi, í fólksdeildinni, 16 ár, frá því 1892,
er bann bar af Y. Hörup ritstjóra á kjörþingi í Köge. Og 7 ár hin
síðustu hafði hann verið dómsmálaráðgjafi og þar með haft með
höndutn Islandsmál nokkur missiri framan af. Yetur sem leið var
mjög veizt að honum á þingi, bornar á hann þungar sakir um
gjörræði og hlutdrægni sér til hagsmuna. Nokkur grunur lagðist
og á hann um leið um óreiðu í fjármálum, einkum stjórn Bænda-
sparisjóðs Sjálendinga, er hann hafði haft á hendi 18 ár, frá því
er föður hans misti við, er stofnað hafði hann nú fyrir 50 árum og
staðið fyrir houum til æfiloka; en hann var valinkunnur sæmdar-
maður. Yfirráðgjafinn. .J. C. Christensen, bar af Alberti blak, kvað
engar sönnur fyrir því fengnar, að hann hefði það af sór gert, er hon-
um var borið á bryn, oe þingmálaflokkur sá, er honum fylgdi,.
vísaði frá, við illan letk þó, tillögu jafnaðarmanna á þingi um rann-
sóknarnefnd, er grafast skyldi eftir um embættisrekstur hans. Sá
flokkur studdi hann og til að koma frarn í síðustu forvöðum
stórmerkilegu nymæli, er verið hafði í smíðum æfalengi, um gagn-
gerða breyting á réttarfari í Datimörku og dóniaskipun. Þóttist
hann mjög hafa vaxið af því máli og lét mikið yfir sér.
Þégar leið fram á sumar, fekk hann laustt frá embætti; bar
fyrir sig heilsubrest. Það var 24. júlí. Lausnintii fylgdi nafnbót
hiu veglegasta, sem til er í Danaveldi, sú að vera kallaður geheime-
konferenzráð.
Nokkrum vikum síðar, 8. sept., gekk sá hinti mikli maður á
fund lögreglustjóra í Kaupmannahöfn og bað hatm hirða þar stór-
glæpamann, sem hann væri, sekan um fjársvik og skjalafals. Svik-
in vissi hatin mundu eigi geta dulist úr því, og kaus heldur að
framselja sig sjálfur en að upp kæmist hins vegar.