Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 93

Skírnir - 01.08.1908, Page 93
Erlend tíðindi. 285 Fjársvikin voru fyrst sögð nema 9 miljónum, en urðu brátt uppvís að vera eigi minni en 15 milj. kr. Glæpalifnaði þeim hafði hann lifað 16—17 ár. Svikið út fó úr sparisjóð þeim, er hann veitti forstöðu, fullar 10 miljónir alls, og dulið þann stuld með skjalafölsun og annari óreiðu. Enn fremur gert sér að óheimilli fóþúfu smjörversilun geysimikla, er hann rak við Englendinga fyrir hönd flestra smjörbúa á Sjálandi, og haft stórfé af viðskiftamönnum sínum þar á Englandi með ýmislegum svikum. Fé þessu hinu mikla hafði hann eytt að mestu í glæfra- legt gróðabrall, er ólán fylgdi alla tíð, irmanlands og utan, meðal annars keypt hluti í amerískum gullnámum og verið vélaður þar. Eyðslubelgur rnikill hafði hann og verið alla tíð, sællífur og mun- aðargjarn. Hann er nú hátt á sextugs aldri (f. 1851). Það vitnaðist brátt, að meðal annarra, er stórglæpamaður þessi hafði vélað, var kær vinur hans og sessunautur í ráðuneytinu, J. C. Christensen yfirráðgjafi, — fengið hjá honum P/2 onlj. króna lán á laun úr ríkissjóði til handa Bændasparisjóðnum, að kallað var, en raunar í sínar þarfir. Það gerðist snemma sumars, er J. C. Christensen þjónaði fjármálaráðgjafaembætti í milllbili. Haun fekk ámæli mikið fyrir það, yfirráðgjafinn, jafnframt hinu, er hann hafði tekið svari Albertis á þingi og haldið yfir hon- um hlífiskildi, og töldu flestir eigi annað hlyða en að hann færi frá embætti. En það leizt honum ekki nó þeim félögum, sessu- nautum hans, utan einum, Raben Levetzau greifa, utanríkisráð- gjafa. Hann fór á konungs fund og sagði sig frá embætti. Þá var yfirráðgjafanum þangað stefnt, og mun konungur hafa eigi látið sór annað líka en að hann gerði slíkt hið sama og þeii félagar aðrir, er verið höfðu sessunautar Albertis. Fór svo, að yfirráðgjaf- inn baðst lausnar fyrir sjálfan sig og fólaga sína alla þar í Khöfn. En sinna skyldi þeir embættisstörfum til þingbyrjunar, síðast í septembermán. Þá voru liðin 7 ár frá því er J. C. Christeusen komst í ráð- gjafastöðu. Hann var barnakennari áður og hat'ði verið þingmaður þá 10 ár, gerðist stiemma formaður stjórnarflokks þess, sem nú er, umbótaflokksins, og þótti vera atkvæðamaður. Hann var þá kenslumálaráðgjafi og kirkjumála. Nokkurum missirum síðar, í ársbyrjun 1905, gerðist hann yfirráðgjafi og tók að sér forstöðu landvarnarmála. Samferða Alberti úr embætti í sumar varð Ole Hansen land- búnaðarráðgjafi. Hann gerðist síðan Þjóðbankastjóri, skipaður af

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.