Fjölnir - 01.01.1836, Síða 8

Fjölnir - 01.01.1836, Síða 8
8 hún ætti að vera. Ekki er ólíklegt, að prófasturinn finni þetta sjálfur, og af orðum lianns er það að ráða; enn það er samt höfuöágalli á ritgjörðinnl, að hún stífir ofanaf illgresinu, enn reínir ekki til, að kippa því upp, og ræta so niður annað sem betra er. Vera kann — jeg ber ekki á móti því — það sje skárra enn ekki neítt, að nefna c, q, k (til dæmis að taka) alla með eínu móti, þarsem tíðkast c eða q; enn það verður þó alltjend örðugra íirir barnið, að hafa undir allar þrjár mindirnar og eíga að safna þeím öllum undir eítt nafn, lieldrenn að kinna sjer þá eíuu, sem það þarf á að lialda; því það reínist hjer eínsog endrarnær, að “það sem er rjettast, það er iíka Ijettast”. önnur helzta ifir- sjónin í áðurneindri ritgjörð virðist sú vera, þegar pró- fasturinn gjefur það ráð, að nefna eínu nafni au, ei og ja. J>ví eínsog það er rjett, að biggja út óþarfanum (c, q), so er það ekki síður rángt, að setja í skarðið níann óþarfa, '— og það eru þessi nöfn (au, ei, ja). Hvurt eínfaldt hijóð á að eíga nafn (eínsog a, b, o. s. fr.); enn með tvö, þrjú eða fleíri hljóð, þó þau standi samann í atkvæði, þá er allt öðru múli að gjegna. Til hvurs væri, að nefna eínu nafni sk, str, grj, bj? Til hvurs væri það, nema til að fjölga nöfnunum og þíngja stöfunina öldúngis að þarflausu? Nú þóað au, ei, sjeu öll raddarhljóð, (meígi so nefna þau), kjemur það í sama staðnum niður; því þau standa ekki að síður hvurt við annars hlið, og sogast ekki samann í eitt (hljóð). Satna er umm ja, livurt sem menn vilja heldur kalla firri inindina (j) raddarstaf eða samhljóðanda, 3>að var ekki ásetníngur minn, að leggja hjer á metaskálar þenna “leíðarvísir til að kjenna börnum að lesa”, eða vega sundur allt það, sem kann að finnast í honum af rjettu og raungu; heldur vildi jeg eínúngis stuttlega leíða lesandanum firir sjónir, hvursvegna jeg verö að leggja þessa ritgjörð til hliðar, og fara minna

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.