Fjölnir - 01.01.1836, Blaðsíða 25

Fjölnir - 01.01.1836, Blaðsíða 25
25 enn verftur annaðhvwrt að heita eínsog u, ellegar ui (heldur enn uj), eptir hinni mindinni, sem hefnr brodd- inn upp’ ifir opinu — og nafnið á henni vantar mikið á að heíta meígi neín íslenzka; því f)() að hvurutveggja hljáðið, u og i, sje til í málinu, þá lendir þeím aldreí þannig samann í atkvæði, að z/ib verði á undann, og íið á eptir14, so að hijóðsetningin verður ekki íslenzk15. Og í öðru lagi, þá er hvurjum raddarstaf gjefið nafn eptir því sem að honum er kveðið, nema ý\ og yi; handa þeím verður ekki feíngið nafn eptir hljóðinu, af því þau liafa ekkjert hljóð, annað enn sama eíns og hin •— so það inætti kalla þau ginfagsa og gapanda, eíns vel og eítthvað annað. jþetta þíðingarlei'si, að hvurug þessi mind merkir neítt hljóð, nema hin sömu eíns og i og i, er öidúngis fullnóg til að steípa yi og ý\, og steípir þeíin vafalaust seínt eða snemma. Að ininnsta kosti vílum við ekki firir okkur, að leggja niður fornann óvanda, þó varla sje firir öðru ráð að gjera, enn eín- livurjir verði til, að mæla honum bót, og halda honutn framm, það sem í þeírra valdi stendur; því til eru þeír, sem aldreí una neínni endurbót, af því hún er umm- hreítíng, og athuga ekki, að allt er á sífeldri umm- breítíngu, og verður að vera so, eptir eðli veraidar- innar. Jessháttar menn munu gjeta fundið sjer ímislegt til. Jeír munu skjóta því að góðfúsum lesara, “að þá hafi fornmenn farið dáltið öðruvísi að ráði sínu”; þeir munu bera okkur á brín, “að við stöfum ekki eíns og almenníngur stafar”; þeír munu kalla “óviökunnanlegt, að sjá þar i og i, sem áður voru y og ý"; þeír munu fræða okkur umm, “að okkar stafsetníng minni ekki á ætterni orðanna”, og “að sum orð, er á'ður sjeu ritin l4) Og ekki heldur hinnseíginn! Enn hjer stendur f>a& á saraii. ,s) fxi sú hljóðsetníng hefði verið tíðkanleg í forneskju: gjcrir það hana ekki íslcnzka, heldur norræna að eíns.

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.