Ný félagsrit - 01.01.1854, Side 7
UM VERZLUINARMAL ISLENDINGA.
7
■og því líka hinni andlegu velferh Islendínga. þar liggja
hulin öfl, er vi'r ekki þekkjum hér; þar eru kraptar til,
sem nú virbist eins og menn vilji svæfa, en þeir munu
samt vakna. Gefií) þeim frelsi! og þeir munu kunna,
ekki sí&ur en Norhmenn, ab njóta þess sér til framfara;
þar höfum vér vott þess, aö frelsib er gott og breibir út
blessunarríka ávexti í allar áttir; vér sjáum þab einmitt á
Noregsmönnum, þeir skara brábum fram úr oss, og þab
er af því, ab mannleg athöfn er þar frjálsari, ab þar er
frelsi, hvert sem mabur snýr sér; en vér skulum ogleita
eptir því í þessu máli, og þess vegna hefi eg leyft mér
ab æskja svars af stjórninni um, hverju þab gegni, ab
mál þetta, er snertir siglíngar og verzlun á Islandi, sé ekki
enn komib fyrir?”
Innanríkisrábgjafinn: (lEg þarf einúngis fáu ab
svara til þessa, og get eg þess, ab eg hefi í áformi, og
eg álít, ab þab sé vilji stjórnarinriar, ab leggja fram frum-
varp nú á þessu þíngi um skipgaungur og verzlun á Is-
landi. En ab þetta er ekki enn búib, þá ber þab til
þess, ab eg fyrir mitt Ieyti hefi ekki komizt til ab gagn-
skoba skjalaklyf hins virbulega þíngmanns, auk annars
sem eg hefi haft ab gjöra, svo ab eg þegar gæti lagt frumvarp
fram um verzlun á Islandi. En þab ber og annab til
þess, ab eg hefi, enn sem komib er, ekki komib meb frum-
varpib, og þab er , ab eg efast um, hvort málib sé alls
kostar rétt, og verb eg þ<5 ab álíta, ab eg þekki nokkurn
veginn til á Islandi, því eg hefi setib f mörgum nefndum,
er skipabar hafa verib um Islands mál, og eg hefi líka
feingib margar sögur um, hvernig Islendíngar líta á verzl-
unarkjör sín. Eg hefi efazt um, hvort frumvarp þab,
sem lagt var fram á þínginu í sumar, væri eins hollt, og
til var ætlazt, og hefir mér þótt þab enn vafasamara,