Ný félagsrit - 01.01.1854, Síða 133
i;m verzlcnarmal islendunga.
133
Um 12. grein.
Einn af nefndarmönnum hefir haldiö, a& veita ætti
kaupmönnum tveggja ára frest, eptir þaö lögin eru komin
út, til þess aí> þeir gætu komiö verzlunar fyrirtækjum
sínum í lag; en hinir nefndarmennirnir hafa haldifc, afe
verzlunarlög þessi eigi að fá fullt gildi einu ári eptir aÖ
þau eru komin út; en ab frestur þessi geti heldur ekki
verið styttri, vegna sumra ákvaröana í lögunum, eins og
til var ætlazt í hinu fyrra lagafrumvarpi.
Af því stjúrnin hefir oröiö aí> fallazt á þetta álit, þá
er samkvæmt því bætt vib nýrri grein, og viö hana er
þaö eitt aö athuga, aö þö aö svona í bráö se tiltekinn
tími, þegar lögin eigi aö ná gildi, þá er þetta samt komiö
undir því, hvenær lögin geta komiö út.
15. febr. var haldin inngángsumræöa í verzlunarmál-
inu á landsþínginu; bar þá forseti verzlunarmáliö aptur
fram, og skaut hann því nú til atkvæöa þíngsins, hvort
eigi skyldi breyta útaf þíngsköpunum og taka mál þetta
til umræöu, þ<5 ekki væru liðnir 3 súlarhríngar síöan þaö
var fyrst upp boriö; og uröu allir þíngmenn á því, aö
svo skyldi vera, til þess að flýta fyrir málinu. Stakk
Bálthazar Christensen uppá, aö þriggja manna nefnd væri
kosin í þaö, en Bardenfleth vildi hafa 5 manna nefnd;
og greiddust atkvæöi svo, að uppástúnga Bardenfleths
var samþykkt; og daginn eptir voru kosnir í nefnd þessa:
skipagreiðslumaður Kirck, stiptamtmaöur TJnsgaard,
Wessely, Holst og kammerráð Petersen. í byrjun
martsmánaöar haföi nefndin lokiö störfum sínum, og íhugað
hvorutveggju frumvörpin, bæöi það, sem var lagt fram
af hendi stjúrnarinnar, og einnig það frumvarp, er komið