Ný félagsrit - 01.01.1854, Page 138
138
liM VERZLUNARMAL ISLENDINGA*
komib er frá þjábþínginu, yrbi ekki til greina tekib. En
meb því þab virbist mjög svo áríbandi, ab málefni þetta
verbi svo fljótt, sem unnt er, til lykta leidt, og þessu svo
ab eins fljötast fram komib, ab hin abferbin se vib höfb,
ab bæta og Iaga frumvarp þjóbþíngsins eptir frumvarpi
stjórnarinnar, þá hefir nefndin tekib þab ráb; og á þann
hátt getur þab verib, ab ekki þurfi nema einusinni aptur
ab ræba málefnib á þjóbþínginu”.
Eins og her ab framan er á drepib, steypti nefndin
bábum frumvörpunum saman, og gjörbi eitt úr bábum, en
ekki stakk meiri hluti nefndarinnar uppá öbrum nýjum
breytíngum vib frumvarp Örsteds en þessum: 1) ab
aukatollur sá, sem lausakaupmenn skyldu greiba, væri
ákvebinn 1 rd. 48 sk. í stabinn fyrir 3 rd. 2) ab ójafnabar-
tollurinn aldrei skyldi vera meiri en 10 rd. af lestarrúmi
og 3) ab afbrigbi gegn verzlunarlögunum skyldi minnst
varba 10 rd. sekt. þar á móti stakk Kirck, sem var
aleinn í minna hluta nefndarinnar, uppá því, ab þíngib
skyldi samþykkja frumvarp þjóbþíngsins meb öllum þeim
breytíngum, sem nefndin hafbi gjört á því, nema því einu
vildi hann meb öllu úr sleppa, ab nokkur aukatollur væri
lagbur á lausakaupmenn, er verzla af skipum.
Föstudaginn 10. Marts á 85. fundi á landsþínginu
var verzlunarmálib tekib til annarar umræbu. Let forseti
fyrst ræba 4 fyrstu greinirnar í frumvarpinu og síban
greiba atkvæbi um þær; og greindi þíngmenn ekki á um
þær, en samþykktu þær í einu hljóbi. þessu næst voru
ræddar 5., 6. og 7. gr., og var þá mest umræbuefnib,
hvort leggja ætti tol! á lausakaupmenn, eins og ákvebib
var í stjórnarfrumvarpinu, og meiri hluti nefndarinnar