Ný félagsrit - 01.01.1854, Síða 160
160
UM VERZLUNARMAL ISLENDINGA.
1. gl'.
EptirleiSis skal öllum innanríkiskaupmönnum vera
heimilt ab taka utanríkisskip á leigu, og hafa til verzl-
unar sinnar á íslandi, þó skulu þeir gæta þess, sem fyrir
er mælt í Iögum þessum.
2. gr.
Utanríkisskipum skal einnig leyft vera afe hleypa inn
á þessar hafnir á Islandi: Reykjavík, Vestmannaeyjar,
Stykkishálm, Isafjörb, Akureyri og Eskiijörb, ])ó ekki hafi
þegnar Dana konúngs leigt þau. þó eiga skipstjórar,
undir eins og þeir koma, aí> gefa lögreglustjóranum þab
til vitundar, og séu þeir ekki útbúnir meb tilhlýbileg heil-
brigbisskýrteini, verba þeir ab láta rannsaka heilsufar
skipverja, og í öllu hegba sér eptir því, sem yfirvaldib
segir fyrir. En ekki mega þeir selja neitt af farminum
né kaupa abrar vörur en þær, sem skipverjar þurfa sjálfir
til naubsynja sinna eba skips síns, fyrri en þeir hafa
fullnægt skilmálum þeim, sem settir eru til ab geta verzlab,
og einkum útvegab sér íslenzkt leibarbréf, og skal yfir-
valdib hafa vandlega gætur á þessu.
3. gr.
Svo skal einnig utanríkismönnum leyft vera héban í
frá ab sigla upp öll löggild kauptún á lslandi og verzla
þar. þó eiga öll utanríkisskip, sem koma beinlínis frá
útlöndum, ab koma fyrst inn á einhverja af höfnum þeim,
sem nefndar eru í 2. grein, ábur en þau sigla upp abrar
hafnir á landinu, svo ab þess verbi gætt, sem bobib er í
tébri grein. Einnig mega utanríkismenn eins og innan-
ríkismenn flytja vörur hafna á milli á Islandi, og eins
fara kaupferbir milli Islands og annara landa Danaveldis,