Ný félagsrit - 01.01.1854, Síða 174
174
þjODMEGUNARFRÆDI.
eins og t a. m. ver& þab, sem sett er á landaurana í
verfclagsskránum.
3. þa& sem einna mest ræírnr ver&i allrar vöru, er
kappverzlunin (la concurrence), e&ur keppni sú, sem
er hjá kaupendum a& kaupa vöruna og hjá seljendum a&
koma henni út. þegar fleiri en einn vilja kaupa einhvern
hlut, og þá brestur ekki fe til a& kaupa, þá ver&ur hver
um sig a& bjú&a meira en hinir, til þess a& ver&a ekki af
kaupinu; eins er þa& hins vegar meö seljendur, a& þeir
hljóta hver um sig a& gjöra vöru sína fala fyrir minna
en hinir, til þess a& geta komiÖ henni betur tít; en sjálf-
sagt er þa&, a& allir leita allra brag&a til a& þoka sem
minnst til. Kaupver&i& fer því eptirþessu þrennu: t.) hve
mikil e&a hve lítil varan er, sem seljast á, í samanbur&i
vi& þa&, hvaö mikiö kaupendur vilja kaupa; 2.) hve
margir kaupendur og seljendur eru, og 3.) hve stílgnir
kaupmenn eru í a& kaupa og hve fegnir seljendur ver&a
a& selja. þegar minna er til af vöru, en kaupendur vilja
kaupa, þá hækkar ver&lagi&; því margir vilja heldur
kaupa dýrara, en ver&a af vörunni me& öllu, og þegar
nú kaupendur eru margir, þá vex ver&i& enn meira, þareö
hver um sig vill ná í vöruna, og í þri&ja lagi, s& varan
mjög nau&synleg, svo a& kaupendur geta ekki án hennar veriö,
þá ver&ur hún enn dýrari, eins og t. a. m. er me& alla
matvöru í har&æri og me& hey í har&indum, og kemur þa&
til af því, a& menn fíkjast þá svo mjög í vöruna. þetta
sjáum v&r og svo opt á uppbo&sþíngum, þegar seldur er
einhver hlutur, sem mörgum leikur hugur á. þar af
lei&ir þá, a& því minni sem varan er í samanbur&i vi&
eptirstíknina, og því meiri fölur kaupendur leggja á
hana, því dýrari ver&ur hún. Aptur á mtít, ef meira
er til af vöru til sölu en menn vilja kaupa, þá 1 æ k k a r