Ný félagsrit - 01.01.1867, Side 4
4
Bréf frá Íslendíngi á Skotlandi.
starfandi afl, eins vel á akrinum og annarstabar; inenn
hafa gjört tilraunir mefe af) plægja mefc gufuvélum, og
hafa þær vakiö von um gott frambald, svo hafa einnig
verið búnir til gufuvagnar og hreyfanlegar járnbrautir til
flutnínga á bæjunum, og þykjast menn eptir öllu þessu
sjá, ab gufuaflife sé miklu ódýrara en hestaflib, þar sem
því verður komib við. Seint á næstlifeinni öld voru öll
verkfæri mjög ófullkomin; þá var þafe alltítt, afe einn
mafeur smífeafei plóginn afe öllu leyti frá skatti til nóns,
og fékk svosem hálfan dal fyrir; var þá ekki svo mikife
sem einn nagli af járni í honum, afe undanteknum ristli
og skera. Nú eru plógarnir alveg af járni gjörfir, og
draga tveir hestar þá eins léttlega, eins og 10 uxar drógu
þenna gamla trékylli, og bændurnir slíta nú hverjuin
plógnum eptir annan upp til agna, en vife vesalíngs Is-
lendíngar höfum ekki, afe eg held, slitife dengslu af einum
plógskera í mörg hundrufe ár. I fyrndinni skáru menn
allt kornife upp mefe sigfe, eins og enn er títt í sumum
löndum; sífean tóku menn upp orfife, en nú eru menn
farnir afe slá allt sitt korn og hey mefe sláttuvélum, sem
hestar draga, og slá dagsláttuna á klukkutímanum; en
orfife er samt ennþá tífekafe í mörgum sveitum. — þá hafa
húsakynnin tekife ekki minni framförum, því á næstlifeinni
öld og snemma á þessari var alltítt, afe kotúngar og
vinnufólk bjó í lélegum kofum, byggfeum af steini og Ieir
uppfyrir mifeja veggi og sífean úr jarfearhnaus og mefe
hálmþaki; var ekkert lopt í þeim, en eldstóin á mifeju
gólfi, þar sem allt hyskife sat umhverfis og vermdi sig. Nú
sjást litlar menjar eptir af þessum hreysum, og eru flest
hús nú mjög snoturlega bygfe, mefe límdum steinveggjum
og helluþaki, efea tígulsteinsþaki, og jafnan mefe lopti og
þiljufe sundur eptir þörfum. þau eru öll yfirhöfufe þokkaleg,