Ný félagsrit - 01.01.1867, Qupperneq 10
10 Brif frá Islendíngi á Skotlandi.
saubfé gefib dgrynni af rdfuni, bæfei söxuímm og þannig,
aö féð er látið eta þær þar sem þær standa á akrinum.
Fjárbændur úr fjallsveitunum reka opt hjarðir sínar á
veturna ofan á láglendið, og kaupa þá rófur handa þeim og'
leigja graslendi til beitar, á meðan að harðast og hrjóst-
ugast er upp til fjallanna.
Eins og eg sagði þér áður, eru einúngis rúm 80 ár
síðan búnaður Skota fór að taka verulegum framrórum.
Hann var raunar dálítið farinn að rétta við á undan úr
eymdarstandi því, sem hann var í áður en þeir gengu í
sambandið við Englendínga árið 1707, því eptir það lifðu
menn í rósemi og friði, og gátu sinnt störfum sínum í
næði, en áður átti þjóðin í einlægum róstum og óeyrðum,
bæði innbyrðis og við Englendínga. Enginn var óhultur um
líf sitt né eignir, voru því allir atvinnuvegir illa stundaðir,
sem von var, og búskapurinn gekk allur á tréfótum. þjóðin
varð opt að þola almenna hnngursneyð, og bændurnir opnuðu
stundum hinum horuðu beljum sínum æð, til þess að
nærast á blóði þeirra, án þess að drepa þær. Eptir sam-
bandið snerist allt á annan veg. það leið ekki á laungu,
að menn fóru að stofna búnaðarfélög. Arið 1723,8. Juni,
var stofnað hið fyrsta búnaðarfélag á Skotlandi, sem var
líka hið fyrsta í Norðurálfunni. Meðlimir þess urðu 300,
og þaraf voru 40 aðalsmenn (Peers). Allt gekk samt
smáum fetum þángað til 1784, að hið skozka Hálendis-
búnaðarfélag (the Highland Agricultural Society of Scot-
land) var stofnað; það útbreiddi áhuga, framkvæmdasemi
og þekkíngu með leipturs hraða um allt landið; og frá því
að það var stofnað, og þángað til 1810, fór landinu meira
fram en á öllum hinuni liðnu öldum til samans, frá uppruna
þess. Hvert búnaðarfélagið kom upp á fætur öðru, og
1814 voru þau 57 nafngreind. Hið skozka Hálendis-búnað-